Fréttir

Íslandsmót ÍF í frjálsum 24. febrúar

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá er vanhagar um gögnin geta haft samband á if@ifsport.is

Toyota lét að sér kveða í Ofurskálinni

Toyota sem er samstarfsaðili Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar og Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra lét að sér kveða á Ofurskálinni (SuperBowl) í nótt. Ofurskálin er þekkt sem fyrsti birtingarstaður stærstu og vinsælustu (og dýrustu) auglýsinganna ár hvert og í nótt sveif andi Paralympics yfir...

ÍF og Greiðslumiðlun í samstarf

Íþróttasamband fatlaðra og Greiðslumiðlun ehf gerðu nýverið með sér samning um notkun aðildarfélaga sambandsins á „Nóra“, sem er vefskráningar og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, félagasamtök o.fl.

Aðalfundur GSFÍ, var haldinn í Hraunkoti, Hafnarfirði, 29. maí 2018

 Mánudaginn 20. janúar 2018 var haldinn aðalfundur GSFÍ í Hraunkoti, aðstöðu golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Það var Frans Sigurðsson stjórnarmaður GSFÍ sem stýrði fundinum og tók þessa mynd af áhugasömum fundargestum

Róbert Ísak setti þrjú ný Íslandsmet á RIG

Bætti 8 ára gamalt met Jóns Margeirs Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson frá Fjörður/SH setti þrjú ný Íslandsmet á RIG um helgina. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) setti nýtt met í 400m fjórsundi á tímanum 5:00,19mín. og tvíbætti svo Íslandsmetið...

ÍF og Icelandair saman til Tokyo

Mánudaginn 22. janúar síðastliðinn endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samning um áframhaldandi samstarf. Með samningnum er ljóst að ÍF og Icelandair munu varða leiðina saman fram yfir Paralympics í Tokyo 2020.

ÍF tekur heilshugar undir yfirlýsingu ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið harmaði að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. Íþróttasamband fatlaðra tekur heilshugar undir yfirlýsingu ÍSÍ en hana má sjá...

Myndband: Nýársmót ÍF 2018

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug þann 6. janúar síðastliðinn. Á mótinu vann Róbert Ísak Jónsson Sjómannabikarinn eftirsótta þriðja árið í röð.

Snemmbær afreksþjálfun barna

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Dagskrá ráðstefnunnar má finna í viðhengi. Ráðstefnustjóri...

Íþróttamaður ársins 2017

Í sameiginlegu hófi sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna stóðu fyrir 28. desember sl. var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var útnefnd Íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður var í öðru sæti og Gylfi...

Hátt í 40 íþróttamenn boðaðir í fyrstu æfingabúðir ársins

Fyrstu æfingabúðir yfirmanna afrekesmála ÍF fara fram dagana 19. og 20. janúar næstkomandi í Laugardal. Hátt í 40 íþróttamenn úr sjö íþróttagreinum munu þá hittast undir leiðsögn þeirra Kára Jónssonar og Inga Þórs Einarssonar.  

Róbert Ísak vann Sjómannabikarinn þriðja árið í röð!

Nýárssundmót Íþróttasamband fatlaðra fór fram í innilauginni í Laugardal laugardaginn 6. janúar síðastliðinn. Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson vann þar Sjómannabikarinn þriðja árið í röð en Sjómannabikarinn er veittur þeim sundmanni sem á stigahæsta sund mótsins hverju sinni. Glæsilegur árangur hjá...

Nýárssundmót ÍF 2018

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Laugardalslaug í dag 6. janúar. Mótið er fyrir iðkendur 17 ára og yngri en keppni hefst kl. 14:00.

Hvati er kominn á netið

Nýjast tölublað Hvata, tímarits Íþróttasambands fatlaðra, er komið á netið. Í þessu nýjasta tölublaði kennir ýmissa grasa. Við kynnum t.d. til leik Hilmar Snæ Örvarsson keppanda Íslands á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu í mars á þessu ári.

Róbert Ísak Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2017

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson var í árslok 2017 útnefndur íþróttakarl Hafnarfjarðar á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. ÍF óskar Róberti til hamingju með útnefninguna en nánar um hátiðina má lesa hér.

Gleðileg jól

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi íþróttaári 2018.

Helgi og Thelma íþróttafólk ársins 2017

Guðmundur í Íslensku Ölponum hlaut Hvataverðlaunin Kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ÍF 2017 var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í dag þar sem Helgi Sveinsson var útnefndur íþróttamaður ársins 2017 og Thelma Björg Björnsdóttir var útnefnd íþróttakona ársins 2017. Þá hlaut...

Fimm verðlaun á HM og Thelma kvaddi með Íslandsmeti

Síðasti keppnisdagur heimsmeistaramóts fatlaðra í 50m laug fór fram í nótt þar sem Róbert Ísak, Thelma Björg og Sonja létu öll til sín taka og Thelma landaði nýju Íslandsmeti.

Róbert annar í 100m baksundi á nýju Íslandsmeti

Róbert Ísak Jónsson vann sín önnur silfurverðlaun í nótt á heimsmeistaramóti fatlaðra í 50m sundlaug sem nú stendur yfir í Mexíkó. Róbert átti í harðri baráttu við Bandaríkjamanninn Lawrence Sapp um gullið en Róbert kom í bakkann á nýju Íslandsmeti...

Þrjú á ferðinni í dag: Róbert fjórði í 200m skriðsundi

Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson var eini íslenski keppandinn á HM í Mexíkó sem stakk sér til sunds í gær þegar hann tók þátt í 200m skriðsundi S14.