Evrópuráðstefna LETR og Special Olympics

Evrópuráðstefna LETR (Law Enforcement Torch Run) og Special Olympics fór fram í Gíbraltar dagana 12. - 14. september 2018

Fulltrúar lögreglunnar á Íslandi, Gíbraltar, Kýpur, Lettlandi, Írlandi, N - Írlandi, Skotlandi og Hollandi mættu á ráðstefnuna auk fulltrúa frá LETR í Evrópu og Special Olympics. Kynnt var starfsemi LETR í hverju landi og rædd markmið og leiðir og hvernig auka má samstarf Evrópuþjóða LETR. Meginverkefni LETR er að skipuleggja kyndilhlaup í tengslum við leika Special Olympics og styðja starfsemi Special Olympics í hverju landi, ekki síst með því að stuðla að vitundarvakningu og kynningu á því fyrir hvað Special Olympics samtökin standa. Fjáröflun er stór þáttur í starfi LETR  þar sem fleiri koma að verkefninu. 

Fulltrúar Íslands á ráðstefnunni voru Guðmundur Sigurðsson, umsjónarmaður LETR á Íslandi, Anna K Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri SO á Íslandi, Karen Ásta Friðjónsdóttir, í stjórn SO á Íslandi. Guðmundur Sigurðsson, fékk afhent merki LETR sem var  staðfesting á hlutverki hans sem umsjónarmaður LETR á Íslandi. Ísland kynnti samstarfsverkefnið á Íslandi, rakin var saga LETR frá 2013 og Ísland lagði áherslu á gildi þess að auka sýnileika samstarfs Evrópuþjóða og virkja betur þá sameiginlegu þætti sem gætu stuðlað að auknum árangri og kynningu á starfi Special Olympics.

Frá því LETR var sett á fót á Íslandi árið 2013 hafa fulltrúar LETR tekið þátt í ýmsum verkefnum innanlands og erlendis. Auk kyndilhlaups og aðkomu að ýmsum verkefnum innanlands hafa fulltrúar LETR á Íslandi tekið þátt í kyndilhlaupi vegna Evrópu og heimsleika og komið að undirbúningi verkefna LETR erlendis. Samstarf við íslensku lögregluna og landssamband lögreglumanna hefur verið einstaklega ánægjulegt og þeir sem komið hafa að þessu verkefni Guðmundur Sigurðsson, Daði Þorkelsson, Gunnar Shcram, Karen Ásta og aðrir frá innilegar þakkir fyrir. Næsta verkefni erlendis er kyndilhlaup LETR fyrir heimsleika Special Olympics í Abu Dhabi 2019. Þar mun Daði Þorkelsson, rannsóknarlögreglumaður mæta til leiks.