Heimsleikar Special Olympics í Abu Dhabi og

+

Heimsleikar Special Olympics 2019 fóru fram í Abu Dhabi nema sund og frjálsar sem fóru fram í Dubai. 7500 keppendur í 24 greinum mættu til leiks frá um 95 löndum en þar af voru nokkrar Afríkuþjóðir sem fengu boð á leikana án kostnaðar.

38 keppendur og 16 þjálfarar auk læknis og fararstjóra áttu frábæra daga í sameinuðu arabísku furstadæmunum. Íslendingar tóku þátt í 10 greinum á leikunum, knattspyrnu, keilu, boccia, frjálsum, sundi, golfi, keilu og unified badminton og í fyrsta skipti var Ísland að taka þátt í tveimur nýum greinum. Á heimsleikum SOI í Los Angeles árið 2015 tók Ísland í fyrsta skipti þátt í golfi unified  badminton unified en þá voru það systkini sem kepptu saman. Nú voru  nýjar greinar, nútímafimleikar og kraftlyfingar kvenna og í unified badminton kepptu tveir félagar frá Bolungarík en það er markmið unified að hafa liðin skipuð iðkendum á svipuðum aldri. Það hefur reynst mjög áhrifaríkt að innleiða nýjar íþróttagreinar á Íslandi í tengslum við heimsleika Special Olympics sem eru gulrót fyrir þá sem aðstoða við innleiðingu slíkra verkefna. Þá er sótt um kvóta í greininni og leitað til þjálfara sem vill fylgja eftir innleiðingu. Jónas Sigursteinsson, íþróttakennari hefur í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og íþróttafélagið Ívar á Vestfjörðum leitt innleiðingu badminton „unifed“ og Sigurlín Jóna Baldursdóttir hefur í samstarfi við Specoial Olympics á Ísland og íþróttafélagið Ösp byggt upp æfingar  í nútímafimleikum og fara æfingar nú fram í íþróttahúsi Klettaskóla. Á leikunum 2019 var mikil áhersla á  „Unified“ greinar  og önnur samstarfsverkefni þar sem byggja á samstarfi fatlaðra og ófatlaðra. Eitt af þeim verkefnum er samstarfsverkefni 12 – 18 ára ungmenna.

Heimsleikar Special Olympics voru upphaflega alltaf haldnir í Bandaríkjunum en árið 2003 voru í fyrsta skipti haldnir heimsleikar í Evrópu, Dublin, Irlandi.

Frá þeim tíma hafa leikarnir verið haldnir í  Shanghai Kína, Aþenu Grikkland, LA USA og nú Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum UAE.  Keppni fór fram í Abu Dhabi og Dubai en öll 7 furstadæmin tóku þátt í vinabæjarverkefni fyrir leikana. Staðsetning leikanna gerði undirbúning um margt sérstakan og ferli ákvarðana og upplýsinga tók mið af stjórnkerfi UEA. Upphaflega var öll keppni skipulögð í Abu Dhabi en það breyttist skyndilega nokkrum mánuðum fyrir leikana þegar tilkynnt var að sund og frjálsar færu fram í Dubai. Þetta kallaði á  meiri fjarlægðir milli keppnisstaða og lengri ferðalög aðstandenda sem höfðu skipulagt gistingu í Abu Dhabi. Keppendur í Abu Dhabi gistu á þremur mismundi stöðum m.t.t staðsetninga keppnisstaða. Golfhópurinn gisti á YAS Island og  lyftinga, boccia, badminton og fimleikahóparnir gistu á Pearl Rotana, rétt við ADNEC þar sem flestar greinar fóru fram.  Knattspyrnu og  keiluhópurinn gistu á Armed Force Officer Hotel & Club sem gríðarstór bygging.  Þar var mikið um að vera alla daga en auk gesta vegna heimsleikanna sem voru staðsettir í einum hluta byggingarinnar fóru þarna fram alla daga fundir og ráðstefnur hvítklæddra karlmanna. Þarna var m.a. 50m sundlaug, keilusalur, íþróttavellir, gríðarstór líkamsræktaraðstaða o.fl. en fyrirhugað er að byggja upp aðstöðuna enn frekar á næstu árum. Þann 14. mars kom hópur frá Ísrael til dvalar á Armed Force Officer hotel & club en það hafði verið tvísýnt hvort lið þaðan myndi mæta á leikana. Ísraelski hópurinn var undir heraga og mátti ekkert fara nema sem einn hópur í umsjá öryggisvarða frá Ísrael og UEA. Þar þurftu allir að vera saman sem einn hópur, líka aðstandendur.

Heimafólk gerði sitt besta til að taka vel á móti þátttakendum á heimsleikunum 2019. Alls staðar mættum við mikilli velvild og gestrisni heimamanna, hvort sem var á gisti- eða keppnisstöðum eða á ferðum um Abu Dhabi og Dubai.

Heimsleikarnir 2019  voru um margt sérstakir, þeir eru haldnir í landi sem býr yfir annarri menningu og siðum en við Íslendingar eigum að venjast og að sjálfsögðu var ýmislegt sem minnti á þá staðreynd. Það var þó ekkert sem truflaði hópinn eða hafði áhrif á ferðalagið almennt.

Fyrstu dagana var íslenski hópurinn í vinabæ, Fujairah. Strax og komið var í bæinn var ljóst að það var búið að leggja mikið í undirbúning og það skilaði sér í mjög ánægjulegum dögum í Fujarah. Hvort sem var á hótelinu sem Íslendingar bjuggu á, í heimsókn á kynningardag íbúa þar sem þeir kynntu siði og menningu og í barnaskóla í Fujarah, þá ríkti mikil gestrisni og hlýja í garð gestanna. Lögreglan vaktaði umhverfið en íslenski hópurinn fékk frjálsræði og þurfti ekki að dvelja alfarið inni á hótelum eins og sumar þjóðir lentu í.

90 aðstandendur keppenda  voru úti að fylgjast með leikunum og alls voru því um 150 Íslendingar í Abu Dhabi og Dubai vegna leikanna.

Keppnisdagar voru langir í mörgum greinum en flestir höfðu þó einhverja frídaga líka. Verðlaun streymdu í hús, verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæting og verðlaunaborðar fyrir næstu sæti. Tilviljun getur ráðið hvar keppendur raðast og okkar sterkustu keppendur lentu sumir í efsta styrkleikaflokki sem er mjög mikil viðurkenning á á stöðu í greininni en jafnfram er þá erfiðast að ná verðlaunasæti.

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra var viðstaddur leikana ásamt dóttur sinni en einnigi voru þar fulltrúar Samherja, aðalstyrktaraðila IF, þær Helga Steinunn Guðmundsdóttir og Kolbrún Ingólfsdóttir. Formaður ÍF Þórður Árni Hjaltested hafð umsjón með dagskrá gesta.  Það voru sérstakir gestir sem mættu til leiks en það voru fulltrúar þáttarins „Með okkar augum“ og það lífgaði heldur betur upp á umhverfið alls staðar þar sem þau mættu með þær Katrínu Guðrúnu og Steinunni Ásu í fararbroddi. Tekin voru viðtöl og safnað efni frá keppnisstöðum en tveir þættir voru í kjölfarið sýndir á RUV og vöktu mikla og jákvæða athygli.


Á lokahátíðinni 21. mars var 20.000 sjálfboðaliðum þakkað sitt gríðarlega mikilvæga hlutverk en framkvæmd heimsleikanna byggir  á aðstoð fólks víða að úr heiminum. Fagfólk jafnt sem áhugafólk leggur lið, hvert á sínu sviði. Íslenski hópurinn fékk tvær aðstoðarkonur, Lily frá Kína sem býr í Dubai og Vanja sem kemur frá Indonesíu og þær stóðu sig vel. Samstarf við aðstandendur var mjög gott og áttu þeir góða daga á leikunum. Íþróttasamband fatlaðra,  Special Olympics á Íslandi  og fararstjórar íslenska hópsins vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til þjálfara og læknis íslenska hópsins fyrir einstakt starf þessa daga. Keppendum er  óskað til hamingju með sína frammistöðu innan sem utan valla og  þakkað fyrir sérlega ánægjulega daga á heimsleikum Special Olympics 2019. Einnig fá aðstandendur þakkir fyrir sérlega ánægjulegt samstarf.