Nýárssundmót ÍF 2018


Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Laugardalslaug í dag 6. janúar. Mótið er fyrir iðkendur 17 ára og yngri en keppni hefst kl. 14:00.


Á mótinu keppa börn og unglingar og stigagjōf ræður úrslitum auk þess sem öll börn fá viðurkenningu fyrir 25 metra greinar. Í 25 metra greinunum má hafa aðstoðarmenn eða nota kúta og korka. Heiðursgestur mótsins er Lilja Alfreðsdóttir íþrótta- og menntamálaráðherra. Á mótinu standa skátar heiðursvörð, skólahljómsveit Kópavogs sér um tónlistarflutning og mikil stemning ríkir alltaf á þessum mótum.

Sigurvegari mótsins er sá sundmaður sem vinnur besta afrek mótsins samkvæmt stigagjöf og hlýtur að launum Sjómannabikarinn.