Fimm verðlaun á HM og Thelma kvaddi með Íslandsmeti


Síðasti keppnisdagur heimsmeistaramóts fatlaðra í 50m laug fór fram í nótt þar sem Róbert Ísak, Thelma Björg og Sonja létu öll til sín taka og Thelma landaði nýju Íslandsmeti.


Árangur næturinnar í Mexíkó:


100m flugsund S14
Róbert Ísak Jónsson, 5. sæti - 1:03,85 mín.
(Suður-Kóreumaðurinn Lee Inkook setti heimsmet í greininni í nótt á 57,78 sek.)


50m skriðsund S6
Thelma Björg Björnsdóttir, 6. sæti - 39,44 sek
(Nýtt Íslandsmet)


150M þrísund SM 3-4
Sonja Sigurðardóttir, 7. sæti - 5:39,54 mín.


Þá er það ljóst að íslensku keppendurnir koma heim með fimm verðlaun frá mótinu og einn heimsmeistaratitil eftir sigur Róberts Ísaks í 200m fjórsundi á dögunum. Róbert tók eitt gull og tvö silfur á mótinu og þær Thelma og Sonja unnið sín bronsverðlaunin hvor.