Special Olympics


Upplýsingar um Special Olympics samtökin

www.specialolympics.org 

Special Olympics á Íslandi
Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968. Markmið þeirra í upphafi var að bjóða upp á íþróttatilboð fyrir  fólk með þroskahömlun. Þróun hefur verið á þann veg að nú er lögð áhersla á samspil fatlaðra og ófatlaðra í formi ..unified" æfinga og keppni auk þess sem viðmið er .. learning disability eða námserfiðleikar. Því hafa tækifæri skapast fyrir stóran hóp iðkenda gegnum Special Olympics samtökin.

Íþróttasamband Fatlaðra gerðist aðili að Special Olympics samtökunum árið 1989 og hefur síðan þá verið umsjónaraðili samtakanna á Íslandi. Samskipti Íslands og alþjóðasamtakanna byggja á kerfisbundnum ákvæðum um skil á árskýrslum og upplýsingum um ýmsa þætti starfsins á hverju ári. Starfsemi Special Olympics er rekin af sjálfstæðum samtökum í flestum löndum og í raun er gert skilyrði um slíkt. Ísland sótti í upphafi um undanþágu til að geta samræmt starfsemina íþróttastarfi fatlaðra á Ísland og það var samþykkt af SOI og gildir enn.
Íþróttakeppni á mótum Special Olympics er gjörólík því fyrirkomulagi sem ríkir á hefðbundnum mótum og undankeppni fer fram þar sem metið er í hvaða útslitakeppni hver og einn á að vera. Þar þarf að ríkja jafnræði og allir keppa aðeins við sína jafningja.  Mjög strangar reglur gilda varðandi skráningarform keppenda og senda þarf mjög ítarlega upplýsingar um árangur í keppnisgrein til mótshaldara til að hægt sé að undirbúa röðrun í rétta keppnisflokka..

Ákveðið jafnræði verður að ríkja og ef árangur í úrslitakeppni er óeðlilega góður miðað við undankeppni getur keppandi átt von á að missa verðlaun sín. Prósenturegla gildir um þann mun sem má vera á frammistöðu í undankeppni og úrslitakeppni. Raðað er í riðla eftir frammistöðu í undankeppni. Í hlaupum og sundi þar sem eru 8 brautir eru valdir 8 bestu í fyrsta úrslitariðil, næst bestu 8 í næsta riðli og svo koll af kolli þannig að mikilvægt er að allir geri sitt besta í undankeppninni og bæti sig ekki of mikið í úrslitariðlinum. Þannig er jafnræði náð og öllum gert kleift að eiga möguleika á verðlaunasæti.

Special Olympics samtökin hafa hlotið leyfi IOC til að nota Olympic í nafn samtakanna en IPC þarf að skilgreina ólympíumót fatlaðra með orðinu Paralympic. Afreksfólk úr röðum fatlaðra tekur þátt í ólympíumóti fatlaðra en keppnisform á Special Olympics leikum byggir á þátttöku allra getuhópa. Mörgum þykir því sem leyfi IOC ætti fremur að hafa verið gefið IPC en SOI.
Hjá SOI þarf að uppfylla ströng skilyrði um umgjörð og skipulag móta hvort sem um er að ræða alþjóðamót, smáþjóðaleika eða landsmót. Fáni leikanna er borinn inn af keppendum, lesinn er sérstakur eiður SOI fyrir keppendur og þjálfara og eldur er kveiktur eins og á ólympíumótum. Allt skipulag þarf að taka mið af reglum SOI og gildir það bæði innan vallar sem utan. Verðlaunaafhending þarf að vera mjög formleg og tónlist er leikin við hverja afhendingu. Hér er um að ræða spennandi vettvang fyrir alla áhugasama íþróttaiðkendur í röðum fólks með þroskahömlun eða sérþarfir. Almennir iðkendur eru fjölmennasti iðkendahópur  íF og þarna hafa skapast tækifæri fyrir þennan hóp til að upplifa glæsilega íþróttaviðburði á vegum Special Olympics International og Special Olympics í Evrópu.
Árið 2000 voru þátttakendur innan Special Olympics International um ein milljón en sett var á fót markvisst átak í þeim tilgangi að fjölda iðkendum hratt um allan heim.  Árið 20121eru iðkendur yfir fimm   milljónir. Áhersla hefur verið lögð á að ná til fátækari landa og að skapa börnum þar tækifæri til íþróttaiðkunar.

Ekki bara íþróttasamtök

Ísland hefur þurft að sinna fjölmörgum verkefnum vegna aðildar að samtökunum, öðrum en þátttöku í íþróttaviðburðum, s.s. samvinnu vegna heildarskráninga á þátttakendum SOI, samvinnuverkefni á sviði mennta og heilbrigðismála og aðstæður daglegs lífs.  Auk þessa eru sífellt að koma upp ný verkefni sem Ísland tekur þátt í. Alþjóðaverkefnið LETR er samstarfsverkefni Special Olympics samtakanna og lögreglunnar og Ísland hóf þátttöku í því verkefnið árið 2013. YAP er verkefni sem miðar að því að efla hreyfifærni barna með sérþarfir en verkefnið hófst á Íslandi 2015. Ísland hefur hafið innleiðingu verkefna sem byggja á "unified" keppni fatlaðra og ófatlaðra og sent keppendur í ,,unified" keppni á heimsleika. 

Evrópudeild Special Olympics

Í Brussel og Írlandi eru skrifstofur sem sjá  um verkefni Special Olympics í Evrópu og starfsfólk þar er tengiliður alþjóðasamtakanna við Evrópulönd. Áhrif Evrópu á uppbyggingu alþjóðasamtakanna hafa verið töluverð og lýðræði hefur aukist, sérstaklega á síðustu arum varðandi ákvarðanatöku og verkefnaval.

Fjórir Evópufulltrúar eru starfandi og er fulltrúi Vestur Evrópu umsjónaraðil og tengiliður við Ísland. 

Sérstakt Evrópuráð, EELC ( European Leadershiop Council) er starfandi innan alþjóðasamtakanna, en hlutverk fulltrúa þess er m.a. að sinna ákveðnum málum sem upp koma innan Evrópu, auk þess sem hver fulltrúi hefur umsjón með ákveðnum löndum innan samtakanna. Ísland átti fulltrúa í Evrópuráðinu árin 2001 – 2008 en hlutverk hans var m.a. að vera tengiliður SOI og SOE við starfsemi Special Olympics á Norðurlöndunum.  Norræn nefnd Special Olympics hefur verið starfandi í nokkur ár og fulltrúi Íslands hefur gegnt formennsku þar frá upphafi.
Framkvæmdastjórar Special Olympics, National Director í hverju landi  hafa aðkomu að samstarfsverkefnum Evrópulanda, s.s. að sækja Evrópuráðstefnu sem haldin er annað hvert ár. Einnig eru haldnar sérráðstefnur fyrir þá sem gegna stöðu Sport Director eða íþróttastjórar.
Íþróttagreinastjórar eru í hverju landi en einnig er sett upp skipulag byggt á því að settur er íþróttagreinastjóri yfir hverja grein og sá aðili er tengiliður við National Director og stjórn Special Olympics á íslandi og veitir m.a. faglega ráðgjöf varðandi framþróun greinarinnar.

Stjórn Special Olympics á Íslandi hittist reglulega og í tengslum við stærri verkefni, tekur fyrir málefni Special Olympics og kynnir þau stjórn ÍF.  Einnig staðfestir hún val keppenda á heims og Evrópuleika í samráði við stjórn ÍF, íþróttagreinarstjóra og þjálfara aðildarfélaga ÍF.

Sífellt fleiri greinar eru að þróast innan Special Olympics á Íslandi en hefðin hefur verið sú að óskað er eftir samstarfi til að nýta kvóta í nýjum greinum og þannig er stuðlað að því að æfingar hefjast í nýjum greinum.  Þessi leið hefur virkað vel og skilað sér beint til iðkenda og aðildarfélaga ÍFSkipulag starfsins á Íslandi hefur verið í sama formi frá upphafi, tengt starfi Íþróttasambands fatlaðra en ákveðin verkaskipting er á skrifstofu IF.   Á öðrum Norðurlöndum hefur starf Special Olympics átt erfitt uppdráttar, verið tímabundið hluti af starfi íþróttasambanda og tímabundið sjálfstæð eining en síðustu ár hefur formið þróast í þá átt að flest Norðurlönd hafa nú Special Olympics, tengt öðru íþróttastarfi fatlaðra.