Fréttir
Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra
Hið árlega Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug þann 5. janúar næstkomandi. Upphitun hefst kl. 14:00 og keppni kl. 15:00. Heiðursgestur við mótið þetta árið er hr. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.
Hvati 2.tbl. 2018 kominn á netið
Hvati tímarit Íþróttasambands fatlaðra kemur út tvisvar sinnum á ári. Fyrsta eintak jafnan á miðju sumri og annað eintakið skömmu fyrir jól. Nú er Hvati kominn á netið og verður í dreifingu víða næstu daga.
Róbert og Bergrún íþróttafólk ársins 2018
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson og frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir eru íþróttafólk ársins 2018 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu þann 13. desember en þetta var í fyrsta sinn hjá báðum þessum efnilegu íþróttamönnum sem þau...
Íþróttafólk ársins 2018 á Radisson Blu næsta fimmtudag
Fimmtudaginn 13. desember næstkomandi verður árlegt hóf Íþróttasambands fatlaðra haldið að Radisson Blu hóteli Sögu þar sem Íþróttakona og íþróttamaður ársins verða útnefnd.
Róbert fjórfaldur Norðurlandameistari
Norðurlandamótinu í sundi er lokið og íslensku keppendurnir eru væntanlegir heim til Íslands seinni partinn í dag. Ekki aðeins varð Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson fjórfaldur Norðurlandameistari þá unnu fleiri sundmenn til verðlauna í Finnlandi þessa helgina!
Akur 44 ára
Íþróttafélagið Akur er 44 ára í dag! Stjórn og starfsfólk óskar Akri og öllum aðstandendum félagsins innilega til hamingju með daginn.
Anna Karólína hlaut Kærleikskúlu SLF 2018
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hlaut í dag Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við hátíðlega athöfn að Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Anna Karólína er framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs Íþróttasambands fatlaðra og framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.
Myndband: Mögnuð áhrif leikanna 2012 - milljón fleiri í vinnu í Bretlandi
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra og skrifstofa mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum hafa setti í loftið verkefnið „Transforming Lives Makes Sense for Everyvone“ eða eins og mætti útleggja á íslensku: Umbyltingin er öllum í hag.
Íþróttastarf í fremstu röð
Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íþróttasamband fatlaðra og Skáksamband Íslands á dögunum. Samningurinn við Íþrótta- og Ólympíusambandið felur í sér framlag vegna rekstrar sambandsins sem og stuðning við sérsambönd ÍSÍ. Einnig var undirritaður samningur...
Sigurför fyrir Sjálfsmyndina Glæsileg ráðstefna 2018
Ráðstefna Special Olympics, Sigurför fyrir Sjálfsmyndina sem haldin var 10. nóvember var eins og fyrri ráðstefnur mjög áhugaverð og skemmtileg. Fulltrúar LETR á Íslandi, lögreglumennirnir Daði Þorkelsson og Guðmundur Sigurðsson, tóku á móti gestum við inngang með logandi kyndil en...
Glæsilegur árangur á Íslandsmótinu í sundi
Síðastliðna helgi fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði sameiginlegt Meistaramót Íslands í sundi 25m laug en á mótinu syntu allir bestu sundmenn landsins, fatlaðir og ófatlaðir.
Heilsuleikskólinn Garðasel á Akranesi innleiðir YAP verkefnið af miklum krafti
Heilsuleikskólinn Garðasel, Akranesi hefur verið að þróa YAP verkefnið undanfarna mánuði í samstarfi við ÍF og þar er nú boðið upp á hreyfiþjálfun YAP á hverjum degi í umsjá íþróttafræðings. Ásta Katrín Helgadóttir og Anna Karólína Vilhjálmsdóttur heimsóttu Akranes þann 8. nóvember...
Greinaröð ÍM 25
Íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram dagana 9.-11.nóvember næstkomandi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Sjálf keppnin hefst kl. 9.30 föstudagsmorguninn 9. nóvember og verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni á netinu hér.
Ísland sendir sex keppendur á NM í sundi
Norðurlandamótið í sundi fer fram í Oulu í Finnlandi í desembermánuði. Ísland sendir sex sundmenn til keppni í röðum fatlaðra, þrír frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og þrír frá Íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði.
Reynir Pétur sjötugur!
Reynir Pétur fagnar 70 ára afmæli í dag. Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra sendir Reyni Pétri innilegar heillaóskir í tilefni af stórafmælinu.
Íþróttasamband fatlaðra hlýtur styrk úr Afrekssjóði
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og á Paralympic-deginum sem fór fram nýlega var gengið frá samningi Íþróttasambands...
Fjögur ný Íslandsmet hjá Hirti
Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson setti á dögunum fjögur ný Íslandsmet í sundi í 25m laug. Hjörtur sem keppir fyrir Íþróttafélagið Fjörð var þá á Extra móti SH í Hafnarfirði í 25m laug.
ÍM 25 í Ásvallalaug 9.-11. nóvember
Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í 25m laug fer fram í Ásvallalaug helgina 9.-11. nóvember næstkomandi. ÍF og SSÍ hafa ákveðið að halda sínu góða samstarfi áfram líkt og gert var á ÍM50 fyrr á þessu ári. Ein breyting er nú á...
Ráðstefna: Sigurför fyrir sjálfsmyndina
Ráðstefnan „Sigurför fyrir sjálfsmyndina“ verður haldin laugardaginn 10. nóvember 2018 á Radisson Blu Hótel Sögu frá kl. 10:15-13:00.