ÍF og Icelandair saman til Tokyo


Mánudaginn 22. janúar síðastliðinn endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samning um áframhaldandi samstarf. Með samningnum er ljóst að ÍF og Icelandair munu varða leiðina saman fram yfir Paralympics í Tokyo 2020.


Icelandair endurnýjaði samstarfssamninga við fimm sérsambönd innan ÍSÍ við þetta tilefni, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Íslands ásamt Íþróttasambandi fatlaðra.


Samstarf Icelandair og viðkomandi sérsambanda fela í sér víðtækt samstarf. Icelandair mun styðja dyggilega við starf þeirra og landsliðsstarf en rekstur landsliða felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim.


Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF kvaðst við þetta tilefni afar ánægður með áframhaldandi samstarf við Icelandair. „Við hjá ÍF fögnum þessu vel og innilega að hafa Icelandair áfram í flokki fremstu samstarfs- og styrktaraðila sambandsins enda hefur samstarfið gengið einkar vel í hart nær þrjá áratugi.