Fréttir
13 dagar til stefnu - konum fjölgað um helming á tveimur áratugum
Í dag eru 13 dagar þangað til Ólympíumót fatlaðra verður sett í London en eins og áður hefur komið fram sendir Ísland fjóra keppendur til leiks. Að þessu sinni er metfjöldi kvenna sem tekur þátt í leikunum en 1513 konur...
Hvati kominn á netið
Nýjasta tímaritið af Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra, er komið í pdf-skjölum hér á heimasíðuna undir liðnum fræðslu efni. Í Hvata að þessu sinni kennir ýmissa grasa en eins og gefur að skilja skipar Ólympíumót fatlaðra stóran sess í blaðinu.Hvati
Team Iceland 2012 - blíðskaparveður á Þingvöllum
Áður en tímarit ÍF, Hvati, fór í prentun skunduðum við á Þingvöll og treystum vor heit. Ólympíumótsfarar Íslands voru vitaskuld með í för þar sem við smelltum af þeim forsíðumynd fyrir Hvata sem nú er kominn í dreifingu en þar...
Vel heppnaður fundur með samstarfs- og styrktaraðilum ÍF
Þriðjudaginn 7. ágúst hélt ÍF hádegisverðarfund með samstarfs- og styrktaraðilum sínum á Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík en þar var farið yfir hina ýmsu hluti er hafa að gera með þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra.Mæting var með besta móti...
Íslensk Getspá styður við bakið á ÍF fyrir Ólympíumótið
Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samkomulag um samstarf og stuðning fyrirtækisins við þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra í London 2012.Íslensk Getspá hefur í gegnum tíðina stutt dyggilega við íþróttir fatlaðra líkt og aðrar íþróttir enda...
Æfingabúðum í Stoke Mandeville lokið
Íslenski sundhópurinn sem náði lágmörkum fyrir Ólympíumót fatlaðra í London var á dögunum við æfingabúðir í Stoke Mandeville á Englandi. Sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir sem keppa í London voru við æfingar ásamt Anítu Ósk Hrafnsdóttur sem...
Skötumessan í Garði styrkti Ólympíufarana
Skötumessan í Sveitarfélaginu Garði fór fram á dögunum við húsfylli í Gerðaskóla. Þessi viðburður nýtur síaukinna vinsælda enda dagskráin ekki af verri endanum og skötuunnendur taka þarna myndarlegt forskot á þorláksmessusæluna. Skötumessan styður dyggilega við bakið á fötluðum og að...
Keppnisdagskrá Íslands í London
Hér að neðan fer keppnisdagskrá íslenska hópsins á Ólympíumóti fatlaðra í London. Íslensku keppendurnir hefja leik þann 31. ágúst en það er Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir sem ríður á vaðið með keppni í langstökki kvenna í flokki F37. Keppnin í langstökkinu...
IPC verður með allar klær úti í London - Ólympíumótið í beinni á Paralympic.org!
IPC, Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra, verður með viðamikla dagskrá á meðan Ólympíumóti fatlaðra í London stendur en IPC mun sýna um 580 klukkustundir frá Ólympímótinu á www.paralympic.org en þar inni má nálgast Youtube-síðu þeirra www.paralympicsport.tvUm fjóra beina strauma er að ræða...
Londonhópurinn kynntur í dag: Tveir í frjálsum og tveir í sundi
Þá er ljóst hvaða fjórir einstaklingar munu keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra í London í ágúst og september en mótið hefst eftir nákvæmlega 54 daga. Íslenski hópurinn var kynntur í sendiherrabústað Breta í Reykjavík í dag en hann...
Norvík styrkir ÍF næstu þrjú árin
Styrktar- og menningarsjóður Norvíkur og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára um stuðning sjóðsins við starfsemi sambandsins. Tilgangur Styrktar- og menningarsjóðs Norvíkur er að styrkja verkefni eða félög sem snúa t.a.m. að menningu, íþróttum og...
Pistorius fulltrúi Suður-Afríku á Ólympíuleikunum og Ólympíumótinu
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius verður á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í London og á Ólympíumótinu sem hefst aðeins nokkrum dögum eftir að Ólympíumótinu lýkur. Þetta var staðfest í gær þegar tilkynnt var að Oscar myndi keppa í einstaklingskeppni í 400m hlaupi...
Alls 25 Íslandsmet á Opna þýska
Opna þýska meistaramótið í sundi fór fram í Berlín um helgina. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja á mótinu og settu heil 25 ný Íslandsmet. Jón Margeir Sverrisson setti nýtt heimsmet en beðið er staðfestingar á metinu og greinum við...
Myndaregn frá Hollandi
EM fatlaðra í frjálsum lauk í Hollandi þann 28. júní síðastliðinn þar sem Ísland átti sex keppendur sem settu sex ný Íslandsmet í frjálsum. Við höfum þegar sett inn vegleg myndasöfn frá mótinu sem nálgast má á www.123.is/ifMyndasafn frá keppnisdegi...
Elín Fanney sigurvegari á minningarmóti Harðar Barðdal
Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum þar sem Hafnfirðingurinn Elín Fanney Ólafsdóttir hafði sigur í flokki fatlaðra. Sigurvegari í flokki ófatlaðra var Oddur Þórðarson. Elín Fanney hlaut einnig hvatningarverðlaun GSFÍ á mótinu....
Alls 20 Íslandsmet fallin í Berlín
Opna þýska meistaramótið í sundi stendur nú yfir og eru alls 20 Íslandsmet fallin á mótinu. Hér að neðan er listi yfir þau met sem íslenskt sundfólk hefur sett á mótinu til þessa:9 Íslandsmet á öðrum keppnisdegiThelma Björg Björnsdóttir, S6...
Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi í Þýskalandi
Opna þýska meistaramótið í sundi stendur nú yfir og féllu sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi. Jón Margeir Sverrisson var með glæsilega bætingu í 200m. skriðsundi þegar hann kom í bakkann á 2:01,56 mín. Þessi glæsilegi tími Jóns tryggði honum sigur...
Rússar sigursælastir í Hollandi - Sex Íslandsmet litu dagsins ljós
Rússar voru sigursælastir á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem lauk í gær í Stadskanaal í Hollandi. Ísland vann til þrennra verðlauna á mótinu og sex Íslandsmet litu dagsins ljós. Í Hollandi voru samankomnir 520 íþróttamenn frá 38 löndum.Sigursælustu þjóðirnar á...
Lokadagurinn í dag á EM
Í dag er lokakeppnisdagurinn á Evrópumeistaramótinu í Stadskanaal en þá keppa Ármenningarnir Helgi Sveinsson og Davíð Jónsson í flokki F42.Davíð ríður á vaðið kl. 11:00 að íslenskum tíma í kúluvarpi F42 og Helgi kl. 12:00 í langstökki. Hópurinn er svo...
Íþróttafélagið Fjörður auglýsir eftir sundþjálfara
Fjörður leitar að einstakling til að taka við þjálfun afrekshóps sunddeildar Fjarðar frá og með 1. ágúst 2012. Æfingar fara fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.Nánari upplýsingar veitir Þór Jónsson formaður félagsins, thor.jonsson@advania.is og í síma 695 9185.