Fréttir
Hópferðir Sævars gáfu ÍF nýja og glæsilega myndavél
Íþróttasamband fatlaðra fékk nýverið að gjöf nýja og glæsilega Canon 7D ljósmynda- og videotökuvél að gjöf frá Hópferðum Sævars. Nýja myndavélin mun og hefur gagnast afar vel í starfi sambandsins. Hópferðir Sævars bjóða upp á alhliða ferðaþjónustu fyrir innlenda og...
Frjálsíþróttanámskeið hreyfihamlaðra ungmenna 13 ára og yngri
Fimmtudaginn 4.október hefst frjálsíþróttanámskeið fyrir hreyfihömluð ungmenni 13 ára og yngri. Námskeiðið er kennt á fimmtudögum frá kl 16-17 og er undir stjórn Ingólfs Guðjónssonar. Æfingarnar fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.Á námskeiðinu verður farið í flestar greinar frjálsíþrótta en...
Blue Lagoon hádegisbrunch til styrktar og heiðurs Íþróttasambandi fatlaðra
Hádegisbrunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins verður í boði laugardaginn 29. september kl 12.00 í Bláa Lóninu. Öll innkoma vegna viðburðarins rennur til Íþróttasambands fatlaðra. Verð er 3.900 krónur fyrir fullorðna, 1.950 krónur fyrir 7-12 ára börn. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðskort...
Laus pláss á námskeið hjá Hestamannafélaginu Herði
Enn eru laus pláss á námskeiðunum fyrir börn og ungmenni með fötlun hjá Hestamannafélaginu Herði sem byrja núna í byrjun október:Námskeið A: 2 laus plássNámskeið B: 1 laust plássNámskeið C: 2 laus plássNámskeið D: 1 laust plássNámskeið E: 2-3 laus...
Jón Margeir tólfti Íslendingurinn sem vinnur gull á Ólympíumóti
Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson varð í London tólfti íslenski íþróttamaðurinn úr röðum fatlaðra til að vinna til gullverðlauna á Ólympíumóti. Jón Margeir, eins og frægt er orðið, vann til gullverðlauna í 200m skriðsundi í flokki S14, flokki þroskahamlaðra. Á 32 árum...
Fjarðarmótið í sundi á laugardag
Fjarðarmótið í sundi verður haldið í Ásvallalaug laugardaginn 22. september. Keppt verður í 26 greinum og þar á meðal 25 metra sundi fyrir þá sem eru að hefja sinn sundferil. Upphitun fyrir mótið hefst kl. 13:00 en mótið sjálft kl....
Forsetahjónin buðu Ólympíumótsförunum á Bessastaði
Í gær héldu forsetahjón Íslands boð að Bessastöðum til handa íslenska Ólympíumótshópnum sem gerði víðreist í London á Ólympíumóti fatlaðra. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur um árabil fylgst grannt með gangi mála hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hann og Dorrit Moussaieff...
Fatlaðir sundmenn fara vel af stað - fjögur Íslandsmet á Akureyri
Dagana 14.-16. september s.l. fór fram Sprengimót Óðins í sundlaug Akureyrar. Keppt var í 25m útilaug og hitastigið var um 4 gráður keppnisdaganna en logn.Fjögur Íslandsmet fellu á mótinu hjá fötluðum. Fyrst kom Thelma Björg Björnsdóttir S6 og setti Íslandsmet...
Haustfjarnám 2012 þjálfaramenntun 1. stigs ÍSÍ
Haustfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 8. október nk. og tekur það átta vikur.Um er að ræða samtals 60 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 25.000.- Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.Það...
Íslenski hópurinn fékk glæsilegar mótttökur
Íslenski Ólympíumótshópurinn kom heim mánudaginn 10. september eftir hálfsmánaðar dvöl í London þar sem Ólympíumót fatlaðra fór fram. Með í farteskinu var gullmedalía Jóns Margeirs Sverrissonar og átta Íslandsmet sem hópurinn setti við afar krefjandi aðstæður. Móttökurnar voru allar hinar...
Heildarárangur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra
Í gær lauk Ísland þátttöku sinni á Ólympíumóti fatlaðra í London þegar Helgi Sveinsson hafnaði í 5. sæti í spjótkasti í flokki T42. Íslenska sveitin kemur heim til Íslands á mánudag með ein gullverðlaun, heimsmet og átta Íslandsmet í farteskinu....
Síðasti keppnisdagurinn runninn upp
Í dag er síðasti keppnisdagurinn á Ólympíumóti fatlaðra hjá íslenska hópnum en að þessu sinni er það frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sem á sviðið. Helgi hefur daginn í 100m hlaupi í flokki T42 og skömmu eftir hlaupið tekur við keppni í...
Ísland hefur lokið keppni í London
Þá hefur íslenska sveitin lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í London. Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson lokaði mótinu fyrir Íslands hönd og gerði það með glæsibrag er hann stórbætti Íslandsmetið sitt í spjótkasti í flokki F42. Helgi hóf daginn í dag í...
Síðasti keppnisdagurinn í sundi
Í dag er síðasti keppnisdagurinn í sundi en þá verða þau Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson á ferðinni þegar keppt verður í 100m bringusundi í flokki S14, flokki þroskahamlaðra. Jón ríður á vaðið kl. 10:24 að breskum tíma...
Jón setti tvö Íslandsmet og Kolbrún við sitt besta í lokasundinu
Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson hafa lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í London. Bæði kepptu þau í undanrásum í 100m bringusundi í morgun en hvorugu tókst að tryggja sér sæti í úrslitum í kvöld. Jón setti þó tvö...
Peacock setti Ólympíumótsmet þegar hann tók 100 metrana
Einn stærsti viðburðurinn á Ólympíumóti fatlaðra í London fór fram í kvöld þegar 100m hlaupið í flokki T44 átti sér stað. Heimamaðurinn Jonnie Peacock gerði allt vitlaust þegar hann stakk alla af upp úr blokkinni og rauk í mark á...
Jón og Matthildur í Monitor
Afreksíþróttamennirnir Jón Margeir Sverrisson og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir prýða síður Monitor í dag. Jón þreytti þar magnað lokapróf og Matthildur fór í gegnum það sem hún ,,fílar."Monitor 6. september 2012
ÍF TV: Rætt við Jón og Kolbrúnu eftir síðasta keppnisdag í sundi
Sundmennirnir Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson hafa lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra. Kolbrúnu fannst 200m skriðsundið skemmtilegast en það er hennar sterkasta grein. Jón Margeir stefnir svo ótrauður að því að ná lágmörkum fyrir 1500m skriðsund á Ólympíuleikunum...
Lokadagurinn runninn upp hjá Matthildi
Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir lýkur keppni á Ólympíumóti fatlaðra í dag þegar hún keppir í 200m spretthlaupi í flokki T37 en flokkurinn er flokkur spastískra. Hlaupið hjá Matthildi hefst kl. 10:50 hér ytra eða kl. 09:50 að íslenskum tíma. Matthildur...
Matthildur lauk keppni í London á nýju Íslandsmeti
Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hefur lokið þátttöku sinni á Ólympíumóti fatlaðra í London en í morgun setti hún nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200m hlaupi í flokki T37 sem er flokkur spastískra. Matthildur kom þá í mark á tímanum 32,16...