Fréttir
ÍF og Össur hf. taka stefnuna á Ríó: Nýr samstarfs- og styrktarsamningur
Íþróttasamband fatlaðra og Össur hf. hafa gert með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning sem gildir til og með Ólympíumóti fatlaðra 2016. Össur hf. er einn af helstu samstarfs- og styrktaraðilum sambandsins og nú, sem fyrr, horfa báðir aðilar björtum augum...
Aðalfundur GSFÍ 22. nóvember
Fimmtudaginn 22. nóvember verður Aðalfundur Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) haldinn kl. 20:00 í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík.Dagskrá fundarins:1. Skýrsla formanns2. Reikningar samtakanna 20113. Kosning stjórnar4. Önnur málGSFÍ á Facebook
Íslandsmót ÍF í 25m laug í Hafnarfirði
Dagana 24. og 25. nóvember næstkomandi fer Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Skráningargögn í mótið verða send aðildarfélögum ÍF von bráðar.Laugardagur 24. nóvemberUpphitun: 14:00Keppni: 15:00-18:00Sunnudagur 25. nóvemberUpphitun: 09:00Keppni: 10:00-13:00
Skemmtilegur ratleikur á útivistardegi ÍF og Össurar
Á dögunum fór fram Útivistardagur ÍF og Össuarar í Laugardal en dagurinn er liður í Æskubúðum ÍF og Össurar. Nokkrir kátir krakkar komu í Laugardalinn og reyndu fyrir sér skemmtilegum ratleik sem m.a. teygði anga sína inn í Fjölskyldu- og...
Mögnuð tónlistarveisla SO föstudaginn 2. nóvember
Föstudaginn 2. nóvember næstkomandi verður boðið í sannkallaða tónlistarveislu. Magni Ásgeirsson, Böddi úr Dalton, Margrét Eir, Stefán Hilmarsson, Buff og fleiri koma fram undir styrkri stjórn Gunnars Helgasonar.Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en herlegheitin...
Formannafundur ÍF föstudaginn 26. október
Föstudaginn 26. október næstkomandi er formannafundur Íþróttasambands fatlaðra. Fundurinn hefst kl. 18:00 á föstudag og verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3. hæð í E-sal.Dagskrá fundarins• Setning– Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF• Skýrsla stjórnar• Skýrslur frá aðildarfélögum ÍF• Fjármál– Rekstur ÍF– ...
Met í uppsiglingu: Söfnun til styrktar fötluðu íþróttafólki
Íþróttasamband fatlaðra og tékkneski hlauparinn René Kujan hafa tekið höndum saman í söfnun til handa fötluðu íþróttafólki. René er tékkneskur blaðamaður sem hleypur löng og krefjandi hlaup þar sem hann safnar í góðgerðar starf. Helmingur ágóðans í söfnun René mun...
Útivistardagur ÍF og Össurar
Föstudaginn 26. október næstkomandi munu Íþróttasamband fatlaðra og Össur standa saman að Útivistardegi í Laugardal. Verkefnið er liður í Æskubúðum ÍF og Össurar en um er að ræða íþróttakynningar fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Heims- og Ólympíumeistarinn...
Thelma Björg vann Erlingsbikarinn
Erlingsmótið í sundi fór fram laugardaginn 13. okt. s.l. Mótið er haldið í minningu um Erling Þ. Jóhannsson sundþjálfara hjá ÍFR. Alls tóku 70 keppendur þátt í mótinu frá sjö félögum. Íslandsmet á mótinu settu:Vignir Gunnar Hauksson SB5 ÍFR 100.m...
Íslandsleikar SO í knattspyrnu i Egilshöll á laugardag
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu eru árlegt samstarfsverkefni ÍF og KSÍ og fara fram að hausti innanhúss og að vori utanhúss. Laugardaginn 20. október fer keppni fram í Egilshöll í samstarfi við Fjölni, Grafarvogi. Eyjólfur Sverrisson U21 sér um upphitun...
Myndasafn frá Íslandsmótinu á Ísafirði
Nú er komið inn myndasafn á myndasíðu ÍF en þar er að finna myndir frá Íslandsmóti ÍF í einstaklingskeppni í boccia. Mótið var í öruggum höndum Ívars á Ísafirði og fór einstaklega vel fram. Arnþór Jónsson formaður Ívars sleit svo...
Bingó til styrktar fullrúum Íslands á Vetrarleikum SO
Vetrarleikar Special Olympics fara fram í Suður-Kóreu í janúar á næsta ári. Af því tilefni er blásið til sannkallaðrar Bingó-veislu sem fram fer í Hólabrekkuskóla í Breiðholti þann 20. október næstkomandi. Bingóið hefst kl. 14:00 og eru allir að sjálfsögðu...
Glæsileg tilþrif hjá Þórarni á Ísafirði
Skemmtileg lokastaða kom upp í viðureign á Íslandsmótinu í einstaklingskeppninni í boccia í gær þegar áttust við í 3. deild þeir Þórarinn Ágúst Jónsson úr Ægi og Magnús H. Guðmundsson frá heimamönnum í Ívari. Á sínum síðasta bolta þegar Þórarinn...
Komið að úrslitastundu
Seinni keppnisdagurinn á Íslandsmóti ÍF í einstaklingskeppni í boccia er kominn vel af stað á Ísafirði og úrslit þegar hafin. Keppni í rennuflokki er lokið en þar var Þórey Rut Jóhannesdóttir sigurvegari en Þórey keppir fyrir ÍFR.Hér að neðan fer...
Nes fimmfaldur Íslandsmeistari á Ísafirði
Íslandsmóti ÍF í einstaklingskeppni í boccia er lokið þar sem Nes frá Suðurnesjum varð fimmfaldur Íslandsmeistari, frábær árangur hjá félaginu sem einnig var það fjölmennasta með 39 keppendur. Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði sá um mótahaldið og tókst það með stakri...
Íslandsmótið í boccia sett með flugeldasýningu á Ísafirði
Í gærkvöldi var Íslandsmótið í boccia sett á Ísafirði en í dag og á morgun verður keppt í fjölmörgum deildum enda rúmlega 200 keppendur skráðir til leiks frá 14 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra. Það var Arnþór Jónsson formaður Ívars á Ísafirði...
Nú renna öll vötn til Ísafjarðar: Íslandsmótið í boccia sett á morgun
Á morgun, 11. október, verður Íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia sett á Ísafirði en keppni stendur yfir dagana 12. og 13. október. Rúmlega 200 keppendur frá 14 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðara munu taka þátt í mótinu og setja svip sinn á...
Æfingar í hjólastólakörfuknattleik komnar aftur á dagskrá
Kominn er af stað nýr hópur sem hyggur á að stunda hjólastólakörfuknattleik og munu æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku í húsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Æfingarnar verða á miðvikudögum kl. 21:30 og á sunnudögum kl. 19:40. Þetta er...
Frábær dagur að baki í Bláa Lóninu
Styrktar brunch til heiðurs og styrktar Íþróttsambandi fatlaðra sem haldinn var laugardaginn 29. september í Bláa Lóninu var afar vel heppnaður. Fjöldi gesta lagði leið sína í Bláa Lónið til að heiðra íþróttafólkið sem náði einstaklega góðum árangri á Ólympíumóti...
Kolbrún sló met Sigrúnar Huldar frá árinu 1993 á Fjarðarmótinu
Hjörtur Már og Ólympíufararnir Kolbrún Alda og Jón Margeir voru í feiknastuði á Fjarðarmótinu í sundi laugardaginn 22. september. En samanlagt settu þau 8 Íslandsmet, Hjörtur 5, Jón 2 og Kolbrún eitt, en með því sló hún met sem Sigrún Huld...