Fréttir
ÍF og SAFFRAN hefja nýtt og myndarlegt samstarf
Íþróttasamband fatlaðra og veitingastaðurinn SAFFRAN hafa gert með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning fyrir árið 2013. SAFFRAN bætist því í myndarlegan hóp öflugra bakhjarla sambandsins og ekki vanþörf á enda annasamt ár framundan þar sem gefur m.a. að líta tvö...
Jón Margeir Íþróttakarl Kópavogs 2012
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum í gær, þann 8. janúar. Fengu þau Jón og Íris...
Keppnisgreinar RIG 2013 - RIG 2013 Meet Program
Reykjavík Interantional Games verða þetta árið sem fyrr með keppni fatlaðra í sundi á boðstólunum. Hér að neðan fer keppnisdagskráin þessa þrjá keppnisdaga en keppt er í Laugardalslaug.Föstudagur 18. janúarUpphitun kl. 16 - Mót kl. 1750m skriðsund karla50m skriðsund kvenna100m...
Kolbrún vann sjómannabikarinn þriðja árið í röð
Um eitthundrað börn frá átta aðildarfélögum fatlaðra tóku þátt í Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra í dag. Þetta var í þrítugasta sinn sem mótið fer fram en það var sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir frá Firði/SH sem vann Sjómannabikarinn þriðja árið í röð....
Hörður býður upp á reiðnámskeið fyrir fötluð börn og ungmenni
Eftirfarandi námskeið eru í boði vorönn 2013 : Námskeið A – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinnu í viku) Lítill stuðningur eða mikill stuðningur eftir þörfum – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns...
Landsliðshópar ÍF í sundi 2013
Hér á eftir fara landsliðshópar ÍF í sundi fyrir árið 2013: A-hópur1-4 í heiminum Jón Margeir Sverrisson –S14 (Fjölnir) A hópur C-hópur með 700 stig í greinum sem keppt er í Para og HM Thelma Björnsdóttir -S6 (ÍFR) Aníta Hrafnsdóttir (Fjörður/UBK) Kolbrún Alda Stefnánsdóttir (Fjörður/SH) Æfinghópur með...
Jón Margeir þriðji í kjörinu á Íþróttamanni ársins
Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson er Íþróttamaður ársins 2012. Kjörinu var lýst þann 29. desember síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir varð önnur og í þriðja sæti hafnaði Jón Margeir Sverrisson sundmaður hjá Fjölni.Svona leit topp 10 listinn út í stigum gefið:1. Aron Pálmarsson,...
Kristín hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Landsliðsþjálfari ÍF í sundi, Kristín Guðmundsdóttir, hefur hlotið heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Kristín ásamt níu öðrum einstaklingum tóku við viðurkenningum sínum að Bessastöðum á Nýársdag.Kristín hlaut riddarakross fyrir sitt framlag til þjálfunar fatlaðra...
Gleðilegt nýtt ár
Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári 2013. Þökkum samfylgdina á liðnum árum.
Rausnarlegur styrkur frá Eldey
Félagar úr Kiwanisklúbbnum Eldey komu færandi hendi á skrifsofu Íþróttasambands fatlaðra þar sem þeir afhentu Sveini Áka Lúðvíkssyni gjafabréf að upphæð kr. 100 þúsund sem stuðning klúbbsins við þátttöku Íslands í Norrænu barna- og unglingamóti og Vetrarleikum Special Olympics 2013.Kiwanishreyfingin...
Jón Margeir er íþróttamaður ársins hjá Sport.is
Tvítugi sundkappinn, Jón Margeir Sverrisson, er íþróttamaður ársins árið 2012 í vali Sport.is. Jón fékk fullt hús stiga í atkvæðagreiðslunni þó svo að nokkrir aðrir, eins og Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Annie Mist Þórisdóttir og Gylfi Sigurðsson hefðu komið til...
Jólastemmningin allsráðandi í Skautahöllinni
Jólasýning skautadeildar Aspar og Special Olympics á Íslandi fór fram í Skautahöllinni Laugardal, laugardaginn 15. desember. Börn og unglingar frá skautadeild Aspar sýndu atriði þar sem fram komu jólasveinar, Grýla og Leppalúði og fleiri góðir gestir. Keppendur sem undirbúa sig fyrir...
Nýárssundmót fatlaðra barna laugardaginn 5. janúar 2013
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram fyrstu helgi í janúar ár hvert. Mótið fer fram í 25 m laug. Þátttökurétt á mótinu eru þeir sem eru 17 ára á árinu eða yngri.Mótið fer fram í Laugardalslaug í Reykjavík laugardaginn...
Glæsileg sýning í skautahöllinni í Laugardal - 15. desember kl. 18.15
Íþróttasamband fatlaðra sendir þrjá keppendur á alþjóðavetrarleika Special Olympics 2013 en leikarnir verða haldnir 29. janúar til 5. febrúar í PyeongChang og Gagneung í Suður Kóreu. Leikar Special Olympics eru fyrir fólk með þroskahömlun og þar geta allir verið með,...
Frjálsíþróttakynning fyrir 8-12 ára börn
Fimmtudaginn 6. desember næstkomandi mun Frjálsíþróttanefnd ÍF standa að frjálsíþróttakynningu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Kynningin hefst kl. 16:00 og er fyrir börn sem eru aflimuð og eða með CP. Landsliðsþjálfari ÍF, Kári Jónsson og Ásta Katrín Helgadóttir aðstoðarlandsliðsþjálfari munu stýra...
Jón Margeir og Matthildur Ylfa Íþróttafólk ársins 2012
Matthildur fyrst frjálsíþróttakvenna Jón Margeir Sverrisson er íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra 2012 og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir er íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki en Jón vann til gullverðlauna á Ólympíumóti...
Besta mótið til þessa?
Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú sent frá sér nýtt ,,tilþrifa-myndband" frá Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í London síðastliðið sumar. Myndbandið heitir ,,London 2012 - Best Games Ever." Þarna gefur að líta mörg mögnuð tilþrif og spurt er hvort Ólympíumótið...
Myndband frá Íslandsleikum SO í knattspyrnu
ÍF og KSÍ vinna saman að Íslandsleikum Special Olympics en nú hafa félagar okkar á KSÍ tekið saman myndband frá Íslandsleikunum sem fram fóru í Egilshöll á dögunum. Eyjólfur Sverrisson mætti á svæðið og sá m.a. um upphitun fyrir hópinn...
Fatlað sundfólk fór mikinn í Hafnarfirði
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug. Mótið var haldið í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Ásvallalaug. Sundfólkið fór mikinn á mótinu en alls voru 30 ný Íslandsmet sem litu dagsins ljós! Mikið var um persónulegar...
ÍM 25: Greinaröð mótsins um helgina
Íslandsmót ÍF í 25m laug fer fram í Ásvallalaug um helgina. Hér að neðan fer greinaröð mótsins:Dagur 1.1. grein 50 m frjáls aðferð kk 2. grein 50 m frjáls aðferð kvk3. grein 100 m flugsund kk 4. grein 100 m...