Fréttir

Léku með rauðar reimar í úrslitaleikjum Lengjubikarsins

             Reimum okkar besta!                      Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri þakklæti til KSÍ og til karla- og kvennaliða í úrslitum Lengjubikarsins sem reimuðu skóna sína með rauðum reimum Special Olympics. Special Olympics á Íslandi er...

Sundmennirnir koma heim í dag með 11 Íslandsmet í farteskinu

Íslensku sundmennirnir sem síðustu daga hafa keppt á opna breska sundmeistaramótinu í Sheffield á Englandi eru væntanlegir heim í dag. Liðið kemur heim með 11 Íslandsmet og fimm verðlaunapeninga í farteskinu. Árangur íslenska hópsins ytra:Thelma Björg Björnsdóttir setti 5 Íslandsmetí...

Þakkir til sjálfboðaliða

Íslandsmót ÍF fór fram í og við Laugardalinn í Reykjavík um síðastliðna helgi. Keppt var í boccia, borðtennis, frjálsum, lyftingum og sundi. Sem fyrr tókst mótið vel til og hátt í 400 keppendur frá 24 aðildarfélögum ÍF tóku þátt í...

Tvö Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi í Sheffield

Opna breska sundmeistaramótið fer fram í Sheffield á Englandi þessa dagana. Fyrsti keppnisdagurinn var í gær þar sem tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós. Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR setti Íslandsmet í 100m skriðsundi á tímanum 1:25,22 mín. en Thelma...

Fimmtán Íslandsmet féllu á Íslandsmóti ÍF í sundi

Laugardalslaug iðaði af lífi um síðustu helgi en þá fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í lauginni, keppt var í 50m. laug og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn eru í feiknaformi um þessar mundir en 15 ný Íslandsmet litu dagsins ljós...

Kippum í spotta fyrir einstakt íþróttafólk

Special Olympics International hefur staðið að kynningar og fjáröflunarverkefni þar sem fólk er hvatt til þess að styðja starfsemi Special Olympics um allan heim. Verkefnið byggir á sölu á rauðum reimum með lógói Special Olympics og Special Olympics á Íslandi...

Fjögur félög eignuðst Íslandsmeistara í borðtennis

Keppni á Íslandsmóti ÍF í borðtennis fór fram um síðastliðna helgi. Alls voru fjögur félög sem eignuðust Íslandsmeistara. Keppt var í Íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík að Hátúni. Þau Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir og Breki Þórðarson urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum...

Nes Íslandsmeistari í 1. deild

Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi. Boccia er jafnan stærsti mótshlutinn á Íslandsmótum ÍF og mótið í ár var engin undanteknin. Sveit Nes – I varð hlutskörpust í 1. deild og fögnuðu vel...

Mini Movie frá Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF fóru fram í og við Laugardal um helgina þar sem keppt var í boccia, borðtennis, frjálsum, lyftingum og sundi. Hér að neðan má nálgast litla mynd með brotum frá mótinu.

Íslandsmótið hafið í Laugardal

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra er hafið í Laugardal en hátt í 400 keppendur frá 24 aðildarfélögum ÍF taka þátt í mótinu. Í gærkvöldi lauk keppni í frjálsum íþróttum og var vel tekið á því þar sem m.a. nokkur Íslandsmet féllu.Þegar í...

Julie Gowans með fyrirlestur í Laugardal á sunnudag

Sunnudaginn 21. apríl næstkomandi mun Julie Gowens, styrktarþjálfari kanadíska ólympíumótsliðsins, halda fyrirlestur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Julie hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir árangur sinn með íþróttamönnum og kemur til landsins sem gestur Íþróttasambands fatlaðra.Fyrirlesturinn fer fram sunnudaginn 21. apríl kl....

Fimm íslenskir sundmenn á opna breska

Opna breska sundmeistaramótið fer fram dagana 25. – 27. apríl næstkomandi í Sheffield á Englandi. Eftirtaldir hafa verið valdir til að taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd: Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFRAníta Ósk Hrafnsdóttir – BreiðablikKolbrún Alda Stefánsdóttir – SHJón...

Lokahófið í Gullhömrum - húsið verður opnað kl. 18:00

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram um næstu helgi í Reykjavík. Venju samkvæmt er veglegt lokahóf á sunnudagskvöldinu. Lokahófið fer fram í Gullhömrum en matseðillinn er veglegur og eins og áður hefur komið fram eru það Ingvar Valgeirs og Bjarni töframaður...

Hængsmótið 2013

Hið árlega Hængsmót á Akureyri fer fram föstudaginn 3. maí og laugardaginn 4. maí næstkomandi. Keppnisgreinar verða boccia (einstaklings- og sveitakeppni), borðtennis sem og lyftingar ef nægt þátttaka fæst.Stefnt er að því að mótið verði sett kl.13.00 og keppni ljúki...

Breyting í sundi þroskahamlaðra á Íslandi

Frá og með Íslandsmóti ÍF í sundi 50 metra laug sem haldið verður dagana 20. til 21. apríl næstkomandi munu stigaútreikningar einstaklinga með Downs heilkenni miðast við stöðulista (En = Ranking) gefna út af „Down Syndrome International swimming Organisation“ http://www.dsiso.org/...

Nemendur Hólabrekkuskóla styrkja Special Olympics á Íslandi

Nemendur 7. bekkjar í Hólabrekkuskóla hafa vetur unnið að samstarfsverkefni við Special Olympics á Íslandi undir stjórn kennara sinna.Verkefnið var tengt þátttöku Íslands í alþjóðaleikum Special Olympics í S Kóreu þar sem þrír keppendur tóku þátt í listhlaupi á skautum.Nemendur...

Fimm Íslandsmet hjá Jóni í Hollandi

Swimcup Eindhoven er lokið í Hollandi en Heims- og Ólympíumethafinn Jón Margeir Sverrisson hefur verið síðustu dag við æfingar og keppni þar í landi. Jón Margeir fór mikinn um helgina og setti fimm ný Íslandsmet á mótinu. Jón er væntanlegur...

Tímaseðill Íslandsmóts ÍF 2013

Hér að neðan er tímaseðillinn fyrir Íslandsmót ÍF 2013 en keppt er í boccia, borðtennis, frjálsum, lyftingum og sundi. Mótið fer fram í Reykjavík dagana 19.-21. apríl næstkomandi. Lokaskil skráninga eru 10. apríl en skráningarblöð hafa þegar verið send á...

Fjögur Íslandsmet á SH mótinu

SH Actavismótið fór fram í Hafnarfirði á dögunum þar sem fatlaðir sundmenn settu fjögur ný Íslandsmet. Met fatlaðra sundmanna á mótinu: (50m laug)Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR 400.m.skriðsund, 6:16:33 mín, bæting 18.sekúndur.Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR, 200.m.baksund, 3:08:96 mín, bæting 3.sekúndur.Hjörtur Már...

Samherji styður myndarlega við bakið á Special Olympics

Samherji hf. boðaði til mótttöku í KA-heimilinu í vikunni fyrir páska og afhenti fyrirtækið við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna upp á samtals 90 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta-...