Fréttir
Matthildur stórbætti Íslandsmetið
Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum er nú hafið í Lyon í Frakklandi og hafa Íslendingar þegar látið til sín taka á mótinu. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir reiða á vaðið í morgun í 200m. hlaupi þegar hún stórbætti Íslandsmet sitt sem sett var...
Minningarmót Harðar Barðdal 2013
Minningarmót Harðar Barðdal var haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 15. júlí.Mótið er haldið árlega á vegum GSFÍ ( golfsamtaka fatlaðra) til minningar um Hörð Barðdal, sem vann markvisst að því að fá fatlað fólk á Íslandi til þess að...
HM hóparnir komu saman í Bláa Lóninu
Íslensku keppendurnir sem á næstunni munu taka þátt í heimsmeistaramótunum í sundi og í frjálsum komu saman í Bláa Lóninu þann 9. júlí síðastliðinn og áttu þar saman afslappaða stund í mögnuðu umhverfi. Bláa Lónið er einn af stærstu samstarfs-...
Vertu með: Hjörtur Már Ingvarsson
Íþróttasamband fatlaðra setur nú af stað kynningarverkefni tengt íþróttum fatlaðra og fötluðum íþróttamönnum. Verkefninu „Vertu með“ er ætlað að hvetja fleiri einstaklinga með fötlun til þess að kynna sér starfsemi íþróttafélaga fatlaðra í þeirra nágrenni/héraði/sveit eða borg. Einkunnarorð okkar hjá...
Minningarmót Harðar Barðdal 2013
Minningarmót Harðar Barðdal verður haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 15. júlí næstkomandi kl. 18.00. Hraunkot er á svæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði en æfingar GSFÍ hafa farið fram á æfingasvæði Keilis undanfarin ár. Veitt eru verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra og...
Aleinn yfir Ísland – René Kujan kominn til byggða
Hlauparinn og blaðamaðurinn knái René Kujan kláraði hlaupið yfir Ísland í gær, mánudaginn 1. júlí. René hefur síðan 18. júní sl. hlaupið aleinn yfir hálendið með allan farangur, tjald, svefnpoka, mat, nauðsynjar og öryggistól í barnavagni á þremur hjólum...á 13...
Styrktarhlaup René ALEINN YFIR ÍSLAND: Hljóp 90km til að forðast óveður á hálendinu
Eins og fram hefur komið hleypur hinn tékkneski René Kujan aleinn yfir hálendi Íslands til styrktar Hollvinum Grensásdeildar og Íþróttasambandi fatlaðra. Fyrir ári hljóp René hringinn í kringum landið og þá einnig til styrktar fötluðum en þótt mörgum hafi þótt nóg um framgöngu hans...
Þrír frá Íslandi keppa á HM í frjálsum
Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí næstkomandi. Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á mótinu en það eru þau Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson. Matthildur Ylfa mun keppa í 100m...
Vetrarólympíumót fatlaðra 2014 – Erna og Jóhann valin til þátttöku
Ólympíumót fatlaðra í vetraríþróttum fer fram í Sochi í Rússlandi 7. – 16. mars 2014. Íslandi hefur verið úthlutað „kvóta“ fyrir tvo einstaklinga, karlkeppanda og kvenkeppanda. Stjórn ÍF samþykkti á fundi sínum nú nýverið tillögu Ólympíu- og afrekssviðs ÍF um...
Beth Fox fékk Cobb Partnership verðlaunin
Beth Fox sem kennt hefur á námskeiðum fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli undanfarin ár fékk á dögunum Cobb Partnership verðlaunin sem Fullbright stofnunin í Bandaríkjunum veitir. Viðurkenningin er veitt á Íslandi u.þ.b. annað hvert ár á vegum Fullbright stofnunarinnar en til...
Olli Reykvíkingur ársins landaði fyrsta laxinum
Ólafur Ólafsson formaður Íþróttafélagsins Aspar er Reykvíkingur ársins og í morgun landaði hann fyrsta laxinum úr Elliðaánum laust eftir klukkan sjö. Ólaf þekkja vel flestir í íþróttahreyfingu fatlaðra sem Olla í Ösp. Íþróttasamband fatlaðra óskar Olla innilega til hamingju með...
Íslandsvinur hleypur aleinn styrktarhlaup yfir Ísland
Tékkinn René Kujan lagði í gær upp í hlaup yfir Ísland frá norði til suðurs til að safna áheitum til styrktar Hollvinum Grensásdeildar en megintilgangur þeirra er að styðja við og efla starf Grensásdeildar LSH sem er miðstöð frumendurhæfingar á...
Ólafur E. Rafnsson látinn
Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ nú í kvöld. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund...
Opna þýska lokið - Matthildur hljóp með Oliveira!
Opna þýska meistaramótið í frjálsum fór fram um síðastliðna helgi í Berlín þar sem Ísland átti þrjá keppendur. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Arnar Helgi Lárusson komu heim með ný Íslandsmet og Hulda Sigurjónsdóttir var við sinn besta árangur í kringlu,...
Miðasala hafin á HM í sundi
Búið er að opna fyrir miðasölu á HM í sundi fatlaðra sem fram fer í Montreal í Kanada dagana 12.-18. ágúst næstkomandi. Miðasalan fer fram á vefsíðunni http://billets-tickets.montrealipc2013.com Miðaverð er 17 Kanadadollarar fyrir fullorðna, 11,50 fyrir 18 ára og yngri...
Fimm íslenskir sundmenn keppa á HM í Kanada
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Montreal í Kanada dagana 12.-18. ágúst næstkomandi og mun Ísland eiga fimm fulltrúa á mótinu. Með í för verða Ólympíumótsfararnir 2012, þau Jón Margeir Sverrisson gullverðlaunahafi og Ólympíumótsmethafi í 200m skriðsundi í flokki...
Íslandsmetin héldu velli
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrika sunnudaginn 9. júní síðastliðinn. Framan af móti rétt hékk „hann“ þurr en um hálfa leið í gegnum mótið rigndi nánast eldi og brennistein. Frjálsíþróttafólkið mátti láta sér regnið lynda og...
Svipmyndir frá Íslandsmótinu í frjálsum
Íslandsmótið í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika um síðastliðna helgi og höfum við tekið saman svipmyndir frá mótinu sem nálgast má hér að neðan.Þá er hér einnig að finna ljósmyndasafn frá mótinu eftir Tomasz KolodziejskiFylgist með ÍF á FacebookMynd...
Þrjú halda á opna þýska
Þrír frjálsíþróttamenn munu taka þátt í opna þýska meistaramótinu í Berlín á næstu dögum. Í morgun héldu áleiðis til Berlínar þeir Kári Jónsson landsliðsþjálfari og Arnar Helgi Lárusson sem keppa mun í hjólastólakappakstri (e. Wheelchair-racing).Á morgun leggja þær Matthildur Ylfa...
Katla heimsótti ÍF og kom færandi hendi
Félagar í Kiwanisklúbbnum Kötlu heimsóttu skrifstofur Íþróttasambands fatlaðra á dögunum og komu færandi hendi með fjárstyrk. Katla hefur um árabil styrkt við íþróttastarf fatlaðra í landinu og vill ÍF koma á framfæri innilegu þakklæti til handa Kötlu og klúbbmeðlimum.Í sumar...