Fréttir
Jón og Kolbrún með Íslandsmet: Þrír í úrslitum í kvöld
Sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir settu saman þrjú ný Íslandsmet í morgun þegar keppt var í undanrásum á lokakeppnisdegi heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi í Montréal, Kanada. Bæði kepptu þau í undanrásum í 200m fjórsundi S14. Jón komst...
Thelma í úrslit á nýju og glæsilegu Íslandsmeti
Þrír íslenskir sundmenn létu að sér kveða í morgun í undanrásum í 100m bringusundi á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Montréal í Kanada. Thelma Björg Björnsdóttir SB5 komst í úrslit á nýju og glæsilegu Íslandsmeti en þau Jón...
Fjögur Íslandsmet hjá Thelmu á einum degi
Thelma Björg Björnsdóttir hóf daginn á HM í Montréal með látum og lauk honum einnig á háu nótunum þegar hún hafnaði í 8. sæti í 100m bringusundi í flokki SB5. Thelma setti tvö ný Íslandsmet í undanrásum í morgun og...
Fimm Íslandsmet hjá Hirti
Það er óhætt að segja að Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, hafi verið í stuði í 200m skriðsundi í flokki S5 í Montréal í Kanada. Hjörtur setti fimm ný Íslandsmet í undanrásum og úrslitum og hafnaði í 7. sæti í greininni.Í...
Thelma komst í úrslit
Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, komst í morgun í úrslit í 50m skriðsundi í flokki S6 á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Thelma synti á tímanum 41,65 sek en Íslandsmet hennar í greininni er 40,94 sek.Það verður forvitnilegt að sjá hvort...
Thelma sjöunda í 50m skriðsundi
Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði í kvöld í 7. sæti í úrslitum 50m skriðsunds kvenna í flokki S6 á HM fatlaðra í sundi. Thelma kom í bakkann á tímanum 41,07 sek. sem var rétt við ríkjandi Íslandsmet hennar sem er 40,94...
Jón með silfur á nýju Evrópu- og Íslandsmeti
Fyrsta keppnisdegi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið í Montréal í Kanada og verðlaun þegar komin í hús hjá íslensku sveitinni. Jón Margeir Sverrisson landaði silfurverðlaunum í 200m. skriðsundi í flokki S14 þegar hann kom í bakkann á nýju...
Hjörtur syndir í úrslitum í kvöld
Hjörtur Már Ingvarsson, Firði, mun synda í úrslitum í kvöld á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Montréal í Kanada. Hjörtur varð í morgun áttundi inn í úrslit í 200m skriðsundi í flokki S5 en tíminn hjá Hirti hjó...
Jón og Thelma í úrslit
Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir komust áðan í úrslit í sínum greinum að loknum undanriðlum á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í morgun. Jón Margeir synti á 2.00.08mín. í 200m skriðsundi í flokki S14 karla og Thelma Björg kom...
Keppnisdagskrá Íslands í Montréal
Mánudaginn 12. ágúst næstkomandi hefst keppni á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í Montréal í Kanada og munu fjórir íslenskir keppendur láta til sín taka hér ytra. Keppnisdagskrá íslenska hópsins má sjá hér að neðan en íslensku sundmennirnir...
Íslenski hópurinn mættur til starfa í Kanada
Eftir nokkuð myndarlegt ferðalag í gær er íslenski HM hópurinn við það að ná áttum í Montréal í Kanada. Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi 2013 hefst næsta mánudag en það er fyrsti keppnisdagur. Hér vinstra megin á forsíðunni má svo nálgast...
Reykjavíkurborg heiðraði Helga
Í gær hélt Reykjavíkurborg hóf til heiðurs Helga Sveinssyni heimsmeistara í spjótkasti aflimaðra (F42) en hófið fór fram í Höfða í blíðskapaviðri. Jón Gnarr borgarstjóri óskaði Helga til hamingju með árangurinn og færði honum forláta blómvönd fyrir vikið.Freyr Ólafsson formaður...
Aníta verður liðsstjóri í Montréal
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi er á næstu grösum en íslenski hópurinn heldur áleiðis til Montréal í Kanada fimmtudaginn 8. ágúst næstkomandi. Í aðdraganda og undirbúningi fyrir mótið kom upp óvenjuleg staða sem ekki varð haggað hjá Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) en...
HM hópurinn kom til landsins í dag
Íslensku keppendurnir sem síðustu tíu daga hafa tekið þátt í heimsmeistaramótinu í Lyon í Frakklandi eru komin aftur til landsins. Það voru Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem tóku á móti íslenska hópnum...
Helgi Sveinsson heimsmeistari í spjótkasti
Spjótkastarinn Helgi Sveinsson, Ármann, tryggði sér heimsmeistaratitilinn í spjótkasti á Heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú fer fram í Lyon í Frakklandi. Sigurkastið kom í sjötta og síðasta kastinu hjá Helga er spjótið flaug 50,98 metra. Helgi keppir í flokki F42 sem...
Arnar Helgi hefur lokið keppni á HM
Arnar Helgi Lárusson hefur lokið keppni á Heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum sem nú stendur yfir í Lyon í Frakklandi. Arnar Helgi keppti í undanrásum í 100m. spretti í morgun og komst ekki í úrslit en hann kom í mark á...
Vertu með: Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Kynningarverkefnið „Vertu með“ heldur nú áfram og að þessu sinni er það Akureyrarmærin Stefanía Daney Guðmundsdóttir sem kemur fyrir í þessu myndbandi. Stefanía er frjálsíþróttakona hjá Eik á Akureyri.Einkunnarorð okkar hjá Íþróttasambandi fatlaðra eru: „Stærsti sigurinn er að vera með!“...
Annað Íslandsmet hjá Matthildi
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir setti í morgun annað Íslandsmet á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi þegar hún kom í mark á tímanum 15,70 sek. í 100m hlaupi í flokki T37 (flokki spastískra).Matthildur hafnaði engu að síður í fimmtánda og síðasta sæti í 100...
Arnar Helgi kjöldró sitt eigið met
Arnar Helgi Lárusson átti risavaxna bætingu á sínu eigin Íslandsmeti í dag þegar hann keppti í 200m hjólastólakappakstri á HM í Lyon í Frakklandi. Arnar Helgi komst ekki inn í úrslitin en bætti Íslandsmet sitt um 4,02 sekúndur!Ríkjandi met Arnars...
Nýjasta tölublað Hvata er komið út
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðra er kominn út, fyrsta tölublað þessa árs er þegar farið í dreifingu og þar kennir ýmissa grasa. Á meðal efnis er viðtal við Beth Fox sem á dögunum hlaut Cobb Partnership Awards fyrir sína aðkomu að...