Fréttir

Komið að stóru stundinni!

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum stendur nú sem hæst á Ólympíuleikvanginum í London. Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar Ármenningurinn Helgi Sveinsson mætir til spjótkastkeppninnar í flokki F42-44. Helgi keppir í þremur sameinuðum flokkum aflimaðra og þeirra með...

Helgi á leið til London á nýjan leik!

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson hélt í morgun af stað á heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum sem fram fer á Ólympíuleikvanginum í London. Spjótkastkeppnin hjá Helga fer fram þann 18. júlí næstkomandi. Helgi snýr þar með aftur til London en hann keppti þar...

Eik með yfirburðasigur á Selfossi

Íslandsmót ÍF utanhúss í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi um helgina en mótið var haldið samhliða meistaramóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Íþróttafélagið Eik frá Akureyri hafði öruggan sigur í stigakeppninni þar sem Kristófer Fannar Sigmarsson vann til sjö gullverðlauna, eitt silfur...

Íslandsmót ÍF í frjálsum á Selfossi 8. og 9. júlí

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí næstkomandi. Samkvæmt veðurspám má gera ráð fyrir góðum skilyrðum við mótið. Íslandsmót ÍF fer fram samhliða meistaramóti frjálsíþróttasambands Íslands.

Patrekur og Hulda með ný Íslandsmet í frjálsum

Frjálsíþróttafólkið Hulda Sigurjónsdóttir frá Suðra og Patrekur Andrés Axelsson frá Ármanni settu nýverið ný Íslandsmet í frjálsum þegar þau kepptu á Héraðsmóti fullorðinna hjá HSK sem fram fór á Selfossi dagana 27. og 28. júní síðastliðinn.

Sex íslenskir keppendur á HM þetta árið

Þetta árið eru það heimsmeistaramótin sem eru hvað fyrirferðamest í afreksstarfi ÍF. Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum er núna 14.-23. júlí í London en heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Mexíkóborg 29. september-7. október. Þá fer heimsmeistaramótið í bogfimi fram...

Heilsuleikskólinn Garðasel Akranesi tekur þátt í YAP verkefninu

Innleiðing YAP verkefnisins heldur áfram en fyrsti leikskólinn á Vesturlandi til að fá kynningu á YAP var Heilsuleikskólinn Garðasel, Akranesi. Þar hefur í áratugi verið unnið mjög markvisst starf á sviði hreyfifærni og stefnt er að því að leikskólinn hafi...

Árlegt púttmót til minningar um Hörð Barðdal

Minningarmót Harðar Barðdal er haldið árlega á púttvelli Keilis við Hraunkot. Hörður Barðdal var einn af frumkvöðlum íþrótta fatlaðra á Íslandi og hann vann markvisst að því að skapa tækfæri til að auka þátttöku fatlaðra í golfíþróttinni.

Þrjú ný Íslandsmet í Berlín!

Fjórir frjálsíþróttamenn tóku þátt á Berlín Grand Prix mótinu í Þýskalandi um helgina en þetta voru þau Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir. Þrjú ný Íslandsmet litu dagsins ljós.

Þakkarskjöl afhent vegna alþjóðaleika Special Olympics 2017

Þakkarskjöl voru afhent nokkrum aðilum í gær vegna alþjóðavetrarleika Special Olympics 2017.Íslandsbanki Cintamani og Handprjónasambandið fengu afhent þakkarskjöl en Helga Olsen fararstjóri og skautaþjálfari aðstoðaði Önnu K Vilhjálmsdóttur við afhendingu skjalanna. Móttökur voru mjög góðar og allir glaðir með þessa viðurkenningu. ...

Egill Þór nýr formaður frjálsíþróttanefndar ÍF

Stjórn ÍF hefur undanfarið fundað með íþróttanefndum ÍF en þau fundahöld eru liður í verkefnum nýrrar stjórnar. Á síðasta sambandsþingi ÍF var Linda Kristinsdóttir kosin í stjórn ÍF en þá var hún sitjandi formaður í frjálsíþróttanefnd ÍF.

Íþróttafélagið Fjörður 25 ára

Íþróttafélagið Fjörður fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 1. júní sl. Félagið hélt upp á daginn með glæsilegri afmælis- og uppskeruhátíð fyrir félagsmenn og velunnara félagsins.

Þorsteinn féll út í 8-manna úrslitum á Ítalíu

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Boganum í Kópavogi er staddur á Ítalíu um þessar mundir þar sem hann tók þátt í opna Europa Cup mótinu. Að lokinni „ranking“-umferð í gær var ljóst að Þorsteinn myndi í dag mæta Rúmenanum Filip Ghiorghi....

Minningarpúttmót Harðar Barðdal

Þann 19. júní næstkomandi fer fram minningarpúttmót Harðar Barðdal í Hraunkoti í Hafnarfirði. Mótið hefur nú verið haldið árlega í umsjón Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi.

Helgi með stigahæsta kastið og landaði gulli!

Helgi Sveinsson spjótkastari frá Ármanni landaði gullverðlaunum í gær á Grand Prix mótaröð IPC sem fram fór í París í Frakklandi. Helgi átti stigahæsta kastið í spjótkastkeppninni en lengsta kast hans í gær var 56,06 metrar.

Helgi í Frakklandi á Grand Prix mótaröð IPC

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson, Ármann, er nú staddur á Grand Prix mótaröð IPC í Frakklandi. Mótið er liður í undirbúningi Helga fyrir Heimsmeistaramótið í frjálsum sem fram fer í London 14.-23. júlí næstkomandi.

Áratugur af bikarsigrum Fjarðar!

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Kópavogslaug í dag þar sem Íþróttafélagið Fjörður frá Hafnarfirði vann bikarinn tíunda árið í röð! Magnað afrek hjá Hafnfirðingum. Um var að ræða gríðarlega spennandi keppni þar sem aðeins 137 stig skildu...

Samstarf Arion banka og ÍF heldur áfram

Í vikunni var undirritaður samningur milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) sem tryggir félaginu áframhaldandi stuðning frá bankanum næstu fjögur árin hið minnsta. Það voru þeir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra...

Íslenskir keppendur að standa sig vel á Nordic Special Golf Cup 2017

Nordic Special Golf Cup 2017 fór fram í Helsingør í Danmörku um helgina. Special Olympics á Íslandi fékk  boð um að senda keppendur á mótið og GSFÍ sá um að velja keppendur og skipuleggja þátttöku. Mjög strangar kröfur voru um...

Allir skemmtu sér vel á Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2017

Það var skemmtileg stemming á Íslandsleikum Special Olympics á Þróttarvellinum 21. mai.Fleiri myndir á 123.is/if Áralangt samstarf við KSÍ vegna þessa verkefnis hefur verið mjög ánægjulegt. Nú sem fyrr stýrði Guðlaugur Gunnarsson frá KSÍ mótinu og dómarar komu frá KSÍ.