Fréttir

Már og Róbert með fjögur ný Íslandsmet á Gullmóti KR

Gullmót KR í sundi fór fram í Laugardalshöll um helgina. Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, settu saman fjögur ný Íslandsmet á mótinu. Már með þrjú ný met og Róbert eitt en þeir eru á meðal fremstu...

Höfðinglegur styrkur Heklufélaga

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um 30 ára skeið styrkt myndarlega við bakið á starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Þannig hefur klúbburinn ávallt með hækkandi sól komið færandi hendi og því gengið jafnan undir nafninu „Vorboðinn ljúfi“ hjá sambandinu.

Vorfjarnám 2019 þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 11. febrúar næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambnadi ÍSÍ hverju sinni.

Þjálfaranámskeið í boccia 16.-17. febrúar

ÍF ásamt Boccianefnd sambandsins stendur fyrir þjálfaranámskeiði fyrir bocciaþjálfara sem verður haldið í Laugardalshöllinni helgina 16. og 17. febrúar. ÍF og Boccianefndin hafa fengið Egil Lundin, landsliðsþjálfara Noregs til að standa fyrir námskeiðinu, en hann er með margra ára reynslu...

Róbert með silfur og tvö ný Íslandsmet á RIG

Reykjavíkurleikarnir (RIG) hófust um síðastliðna helgi og var keppt í sundi í Laugardalslaug. Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH vann til silfurverðlauna á mótinu í 200m fjórsundi og setti tvö ný og glæsileg Íslandsmet. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir)...

IPC riftir HM-samningi sínum við Malasíu

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur ákveðið að rifta samningi sínum við yfirvöld í Malasíu en heimsmeistaramót fatlaðra í sundi átti að fara þar fram í sumar. Heimsmeistaramótið átti að fara fram í Kuching í Malasíu dagana 29. júlí - 4. ágúst. ...

Hilmar fjórði á HM

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings lenti í dag í 4. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum en hann var aðeins sekúndubrotum frá því að komast á verðlaunapall. Hilmar hefur nú lokið keppni á HM sem fram fer...

Hilmar fimmti eftir flotta fyrri ferð

Hilmar Snær Örvarsson er í fimmta sæti eftir fyrri ferðina í svigi á heimsmeistaramóti IPC í alpagreinum. Hilmar kom í mark á tímanum 57,42 sek. en Frakkinn Arthur Bauchet var með besta tímann í fyrri ferð á 51.72 sek.

Svigkeppni hjá Hilmari á HM

Hilmar Snær Örvarsson keppir í svigi á HM í alpagreinum í dag. Keppnin hefst kl. 10:00 að staðartíma í Slóveníu eða kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hilmar vann á dögunum til gullverðlauna á heimsbikarmótaröð IPC í svigi sem urðu fyrstu...

Hilmar hafnaði í 20. sæti í stórsvigi

Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hafnaði áðan í 20. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum. Mótið stendur nú yfir Kranjska Gora í Slóveníu. Á miðvikudag keppir Hilmar í stórsvigi.

Fjögur Íslandsmet á Stórmóti ÍR síðastliðna helgi

Stórmót ÍR í frjálsum innanhúss fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um síðstu helgi. Frjálsíþróttafólkið Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Jón Margeir Sverrisson settu alls fjögur ný Íslandsmet á mótinu! Bæði keppa þau í flokki F/T 20 (þroskahamlaðir).

Hilmar hefur keppni á HM í dag

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson hefur keppni á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í dag en mótið fer fram í Kranjska Gora í Slóveníu. Keppnin hefst kl. 10:00 í dag að staðartíma eða kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Hilmar fyrstur Íslendinga með sigur í heimsbikarnum!

Hilmar Snær Örvarsson varð í dag fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á heimsbikarmótaröð IPC í alpagreinum! Hilmar er staddur í Zagreb þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Hilmar var annar eftir fyrri ferðina í dag en glæsileg...

Heimsbikarinn hjá Hilmari hefst í dag

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings er mættur til Zagreb í Króatíu til að keppa á heimsbikarmótinu í svigi næstu tvo daga. Að móti loknu heldur hann yfir til Slóveníu þar sem heimsmeistaramótið í alpagreinum fer fram. Með Hilmari...

Hilmar á HM síðar í janúarmánuði

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings keppir á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum í Kranjska Gora í Slóveníu síðar í þessum mánuði. Hilmar er um þessar mundir ytra við æfingar.

Tanya vann Sjómannabikarinn 2019

Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga er lokið þar sem Fjarðarkonan Tanya Jóhannsdóttir vann Sjómannabikarinn 2019 fyrir stigahæsta sund mótsins. Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir). Þetta er fjórða árið í röð sem sundmaður úr röðum Fjarðar í Hafnarfirði vinnur Sjómannabikarinn...

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra

Hið árlega Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug þann 5. janúar næstkomandi. Upphitun hefst kl. 14:00 og keppni kl. 15:00. Heiðursgestur við mótið þetta árið er hr. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Hvati 2.tbl. 2018 kominn á netið

Hvati tímarit Íþróttasambands fatlaðra kemur út tvisvar sinnum á ári. Fyrsta eintak jafnan á miðju sumri og annað eintakið skömmu fyrir jól. Nú er Hvati kominn á netið og verður í dreifingu víða næstu daga.

Róbert og Bergrún íþróttafólk ársins 2018

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson og frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir eru íþróttafólk ársins 2018 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu þann 13. desember en þetta var í fyrsta sinn hjá báðum þessum efnilegu íþróttamönnum sem þau...

5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17