Bikar og flokkamót ÍF í sundi 2019


Bikar og flokkamót Íþróttasambands fatlaðra verður haldið 11.–12. maí í sundlaug Laugardals. Mótið fer fram í 25 m laug. Til að öðlast keppnisrétt á mótinu skal sundmaður vera skráður inn með löglegan tíma á sundárinu. Öll félög innan Íþróttasambands fatlaðra hafa þátttökurétt á mótinu. Lið samanstendur af iðkendum/félagsmönnum sama félags. Ekki er heimilt að safna saman einstaklingum frá mismunandi félögum í lið.


Verðlaun.
Keppendum er raðað í greinar eftir tímum óháð fötlunarflokkum. Verðlaun verða þó veitt eftir fötlunarflokkum og hlýtur viðkomandi sæmdarheitið „Flokkameistari í flokki Sx“. Það félag sem er stigahæst í einstaklingsgreinum hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari ÍF í sundi“. Stig eru veitt fyrir 10 efstu sætin í hverjum flokki, 1. sæti 15 stig, 2.sæti 10 stig, 3. sæti 8 stig og svo 7,6,5,4,3,2,1

Boðsund
Allir meðlimir boðsundssveitarinnar verða að vera frá sama félagi skráðir inn á mótið. Met fást ekki staðfest nema niðurröðin í sveitir sé samkvæmt reglum IPC um niðurröðun boðsund.  Boðsundseyðublöðum þarf að skila inn hálftíma fyrir viðkomandi keppnishluta.

 

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

          Laugardagur 11. Maí

          Upphitun frá kl: 13:30  -  Keppni hefst kl: 14:30

          1. grein 50 m frjáls aðferð kk                 2. grein 50 m frjáls aðferð kvk

          3. grein 100 m flugsund kk                    4. grein 100 m flugsund kvk

5. grein 50 m baksund  kk                     6. grein  50 m baksund kvk

          7. grein 200 m fjórsund kk                     8. grein 200 m fjórsund kvk

          9. grein 400 m frjáls aðferð kk               10. grein 400 m frjáls aðferð kk

          11. grein 100 m bringusund kk              12. grein 100 m bringusund kvk

                    Hlé 10 mínútur

          13. grein 4*50 m frjáls aðferð kk            14. grein 4*50 m frjáls aðferð  kvk    

 

Sunnudagur 12. Maí

          Upphitun frá kl: 08:30  -  Keppni hefst kl: 09:30

          15. grein  4*50 m fjórsund kvk               16. grein  4*50 m fjórsund kk

          17. grein 100 m frjáls aðferð kvk            18. grein 100 m frjáls aðferð kk

          19. grein 50 m flugsund kvk                  20. grein 50 m flugsund  kk

          21. grein 100 m baksund kvk                22. grein 100 m baksund kk

23. grein 50 m bringusund kvk              24. grein 50 m bringusund kk

          25. grein 75 m þrísund kvk(SM1-4)                   26. grein 75 m þrísund kk (SM1-4)

          27. grein 100 m fjórsund kvk                 28. grein 100 m fjórsund kk

          29. grein 200 m frjáls aðferð kvk            30. grein 200 m frjáls aðferð kk

                    Hlé 10 mínútur

          31. grein 4*50 m frjáls aðferð blandað

 

Skráningum skal skilað á Splash formi fyrir 1. Mai 2019. Félögum með 5 eða færri keppendur er heimilt að skila á texta formi. Skráningum skal skilað með tölvupósti til gunnar.valur.gunnarsson@gmail.com og if@ifsport.is


Sundnefnd ÍF minnir á að félög þurfa að útvega starfsmenn í hlutfalli við fjölda skráninga.

Sjá reglu 1.5 í sundreglum ÍF.

1.5       SKYLDUR ÞÁTTTÖKULIÐA Á ÍF-MÓTUM

Aðildarfélög skulu sjálf bera allan kostnað vegna ferða til og frá mótsstað, svo og kostnað vegna fæðis og gistingar. Félög skulu útvega starfsfólk í hlutfalli við fjölda skráninga miðað við stærð laugar.Mótshaldari skal gera grein fyrir starfsmannaþörf um leið og mót er auglýst og skulu félög skila lista um starfsmenn samhliða skráningu keppenda. Sú almenna regla skal gilda að félög skili að lágmarki einum starfsmanni og þau félög sem starfa innan 120 km fjarlægðar frá mótsstað skulu skila tvöföldum fjölda starfsmanna á við þau félög sem lengra eiga að. Stjórn ÍF hefur heimild til að beita félög viðurlögum t.d. fésektum og/eða vísa þeim frá keppni láti þau undir höfuð leggjast að skila tilskyldum fjölda starfsmanna. Skal stjórn ÍF beita félög viðurlögum ef um ítrekuð brot á þessari reglu er að ræða.


*Skráningar vegna mótsins hafa þegar verið sendar út til aðildarfélaga ÍF. Þá er vanhagar um skráningargögn geta sett sig í samband við if@ifsport.is