Róbert með brons í 200m skriðsundi


Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson er búinn að máta sig við verðlaunapallinn á Ítalíu en hann hefur þegar landað bronsverðlaunum í 200m skriðsundi. Róbert synti á tímanum 2.01.16 mín. og hafnaði í 3. sæti.


Í dag keppir Róbert í 100m baksundi og 100m bringusundi. Með honum á Ítalíu er þjálfarinn Ragnheiður Runólfsdóttir ein af sunddrottningum Íslands en hér á meðfylgjandi mynd má sjá þau fagna bronsverðlunum fyrir árangur Róberts í 200m skriðsundi.


Mótið er liður í Para Swimming World Series á vegum IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra). Að móti loknu mun Róbert svo taka þátt í æfingabúðum yfirmanna landsliðsmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra en þær fara fram í Pisa á Ítalíu.


Facebook-síða Róberts
 

Beinar útsendingar frá mótinu