Forsetahjónin með boð á Bessastöðum fyrir íslenska hópinn sem fór á heimsleika Special Olympics


Miðvikudaginn 24. apríl 2019 voru Forsetahjónin með boð á Bessastöðum fyrir íslenska hópinn sem tók þátt í heimsleikum Special Olympics 2019. 

 Forsetahjónin, Guðni Jóhannesson, Eliza Reid og starfsfólk forsetaskrifstofu og Bessastaða tóku vel á móti hópnum og búið var að setja upp hlaðborð með kræsingum sem gestir kunnu vel að meta, allt heimabakað. Forseti ávarpaði gesti og forsetahjónum voru færðar þakkir og gjafir frá ÍF. Keppendur skoðuðu sig um en sumir komu langt að, frá Akureyri og Ísafirði. Það var þeim mikils virði að fá boðskort á Bessastaði en flestir voru að koma þangað í fyrsta skipti.