Fréttir

Íslandsmót ÍF í frjálsum í Kaplakrika 6.-7. júlí

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði dagana 6.-7. júlí næstkomandi.

EM 2020 í sundi verður í Portúgal

Síðasta stórmót sundmanna í Evrópu fyrir Paralympics í Tokyo 2020 verður í Funchal á eyjunni Madeira í Portúgal í maímánuði 2020. Mótið mun fara fram dagana 17.-23. maí.

Hulda og Stefanía með tvö ný Íslandsmet á Ítalíu

Opna ítalska meistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram í Grosseto á Ítalíu á dögunum. Tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós en Ísland átti þrjá fulltrúa á mótinu sem voru þær Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann, Stefanía Daney Guðmundsdóttir Eik/KFA og Bergrún Ósk...

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF hefjast í dag

Í dag hefjast íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra en búðirnar munu fara fram að Laugarvatni næstu daga. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍF stendur að viðlíka búðum en tæplega 20 ungmenni voru skráð í búðirnar.

Minningarpúttmót Harðar Barðdal mánudaginn 24. júní kl. 18.00

Minningarpúttmót Harðar Barðdal verður haldið í Hraunkot Keilir mánudaginn 24 júní kl 18:00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði hjá fötluðum og ófötluðum Allir velkomnir og ókeypis skráning á þetta árlega mót

Hulda, Bergrún og Stefanía keppa á opna ítalska

Frjálsíþróttakonurnar Hulda Sigurjónsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir lögðu í morgun af stað áleiðis til Ítalíu þar sem þær munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum næstu dag.

Þorsteinn mætir sterkum Finna í útslætti á morgun

Heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi stendur nú yfir í Hollandi þar sem Þorsteinn Halldórsson er fulltrúi Íslands við mótið. Með honum í för er Ingi Þór Einarsson annar tveggja yfirmanna landsliðmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Áhugasömum er bent á að hægt er...

Hærra, hraðar, lengra: Íþróttasamband fatlaðra 40 ára

Þann 17. maí síðastliðinn fagnaði Íþróttasamband fatlaðra 40 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu var settur saman heimildarþáttur um mörg af helstu íþróttaafrekum fatlaðra íslenskra afreksmenna. Núna er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni á Youtube-rás Íþróttasambands...

Róbert með Íslandsmet og sex verðlaun á Ítalíu

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur lokið keppni á opna ítalska meistaramótinu í sundi þar sem hann vann til tveggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Þá setti hann eitt Íslandsmet í 100m baksundi (S14, þroskahamlaðir).

Þorsteinn lagður af stað til Hollands á HM

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson lagði af stað í morgun til Hollands þar sem hann mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi. Mótið stendur yfir dagana 2.-10. júní.

Róbert með brons í 200m skriðsundi

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson er búinn að máta sig við verðlaunapallinn á Ítalíu en hann hefur þegar landað bronsverðlaunum í 200m skriðsundi. Róbert synti á tímanum 2.01.16 mín. og hafnaði í 3. sæti.

Róbert Ísak mættur til Ítalíu

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson er nú staddur á Ítalíu þar sem opna ítalska meistaramótið í sundi fer fram. Mótið er liður í World Series mótaröð IPC (International Paralympic Committee).

Kveðjustund - Magnús Helgi Ólafsson sjúkraþjálfari

Mikill vinur okkar hjá ÍF, Magnús Helgi Ólafsson, sjúkraþjálfari lést 20. maí 2019 eftir erfið veikindi. Útförin  fer fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 27. maí kl. 15.00 Það er óhætt að fullyrða að hugmyndir hans í gegnum árin hafi orðið að fjölbreyttum verkefnum...

Íþrótta- og ævintýrabúðir fyrir einstaklinga fædda 2005-2009

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF verða nú haldnar í fyrsta sinn í tilefni af 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Búðirnar verða fyrir einstaklinga fædda á árunum 2005-2009 með áherslu á margskonar íþróttagreinar s.s. sund, frjálsar og boltagreinar.

Hærra, hraðar, lengra á RÚV

RÚV frumsýndi í gærkvöldi þátt um 40 ára sögu Íþróttasambands fatlaðra og þau fjölmörgu afrek sem íþróttafólk með fötlun hefur unnið síðustu fjóra áratugi.

Þórður endurkjörinn formaður: Eva og Geir ný í stjórn ÍF

Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra var að ljúka á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Við þingið var Þórður Árni Hjaltested endurkjörinn formaður ÍF. Tveir nýjir stjórnarmeðlimir voru kosnir til stjórnar í dag en það voru þau Eva Hrund Gunnarsdóttir og Geir...

Kristín, Ólafur og Anna sæmd gullmerki ÍSÍ

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi voru í gær sæmd gullmerki ÍSÍ við 40 ára afmælishóf Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór í Súlnasal á Radisson...

Vel heppnað fertugsafmæli ÍF í Súlnasal

Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 40 ára afmæli sambandsins í Súlnasal á Radisson Blu Hóteli Sögu á afmælisdaginn 17. maí síðastliðinn. Fjölmargir lögðu leið sína í Súlnasal og var einkar gaman að sjá hve margir af fyrrum afreksmönnum Íslands úr röðum fatlaðra...

Íþróttasamband fatlaðra 40 ára í dag

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 40 ára afmæli sínu en þennan dag 1979 var sambandið stofnað. Afmælisárið hefur verið og verður viðburðarríkt en fyrr á þessu ári tók stór hópur Íslendinga þátt í heimsleikum Special Olympics í Abu Dahbi. Þá...

Fjörður bikarmeistari ÍF 2019

Íþróttafélagið Fjörður varð bikarmeistari ÍF í sundi tólfta árið í röð um síðustu helgi. Þetta árið fór mótið fram með breyttu sniði þar sem keppt var um bikartitil ÍF en um leið fór einnig fram flokkamót ÍF.