Fyrri þáttur ,,Með Okkar Augum" um heimsleika Special Olympics sýndur á RUV 25. apríl


Sjónvarpsþátturinn ,, Með Okkar Augum" á RUV var sýndur í gærkvöldi en hann var helgaður heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi og Dubai. Seinni þátturinn verður sýndur í byrjun mai.

http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/heimsleikar-special-olympics/28846?ep=8j3371

 

Þær stöllur Katrín Guðrún og Steinunn Ása fóru á kostum sem sjónvarpsstjörrnur og náðu að fanga athygli allra á staðnum. Að baki þeim voru Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson og það var mjög ánægjulegt að fylgjast með því samstarfi og fagmennsku sem býr að baki þáttunum. Ekki síst var verkefni Steingríms myndatökumanns vel leyst af hendi en hann náði að fanga augnablikin og sýna fjölbreytileikann í allri sinni mynd. það var mjög mikilvægt starfi ÍF og Special Olympics á Íslandi að fá tækifæri til að kynna hugmyndafræði leikanna og þá sérstöðu sem íþróttakeppnin hefur þar sem allir eru í raun að vinna til verðlauna og njóta sigurs. Það sem vakti greinilega athygli allra sem voru að koma á sína fyrstu leika var hve verkefnið er stórt,, hve umfang er mikið og umgjörðin glæsileg. Sundæfingar sem hófust 1968 í bakgarðinum hjá Eunice Kennedy Shriver og fyrstu leikarnir milli Bandaríkjanna og Kanada hafa nú þróast í 7.500 keppenda viðburð þar sem mæta 195 þjóðir skv. viðtali við Mary Davis í þættinum. Þar af eru Afríkuþjóðir sem var boðið á leikana.