Fréttir

Íþróttafélagið Ösp með öflug knattspyrnulið á Íslandsleikunum og margra ára uppbyggingarstarf að baki

Kyndilhlaup lögreglumanna setti svip á leikana á Þróttarvellinum sem voru hluti af dagskrá í Laugardalnum í tilefni íþróttaviku Evrópu ,, Beactive". Varaformaður KSI, Guðrún Inga Sívertsen setti leikan. Liðsmenn Aspar röðuðu sér í efstu sætin og góð tilþrif sáust á vellinum. það voru dómarar frá KSÍ...

Islandsleikar Special Olympics og kyndilhlaup lögreglumanna, sunnudaginn 23. september

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 23. september á Þróttarvellinum.  Kyndilhlaup  lögreglumanna verður frá TBR húsinu kl. 0930 og eru keppendur hvattir til að taka þátt og hita þannig upp fyrir leikana en hlaupið er að Þróttarvellinum. Leikarnir...

Heimsleikarnir „Með okkar augum“

Félagarnir Þorsteinn Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson voru á meðal viðmælenda þáttarins „Með okkar augum“ á RÚV í gærkvöldi. Þeir Þorsteinn og Guðmundur undirbúa sig nú fyrir þátttöku í heimsleikum Special Olympics í unified badminton en heimleikarnir fara fram í...

Paralympic-dagurinn 2018

Paralympic-dagurinn er helgaður kynningu á íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og samstarfsaðilar sambandsins koma saman í frjálsíþróttahúsinu í Laugardal, sem tengt er Laugardalshöll, til að kynna íþróttagreinar og starfsemi íþróttafélaga fatlaðra. Samstarfsaðilar eru...

Stefnumótunarfundur IPC og ráðstefna um markaðsmál

Um 200 þátttakendur frá 100 aðilum tengdum IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlara), aðildarlönd og aðrir hagsmunaaðilar tengdir, mættu til stefnumótunarfundar IPC en fundurinn var haldinn í Madrid 7. - 9. september sl. Fundinn sátu f.h. ÍF Þórður Árni Hjaltested, formaður og Ólafur Magnússon,...

Evrópuráðstefna LETR (Law Enforcement Torch Run) og Special Olympics 2018

Evrópuráðstefna LETR (Law Enforcement Torch Run) og Special Olympics fór fram í Gíbraltar dagana 12. - 14. september 2018. Fulltrúar lögreglunnar á Íslandi, Gíbraltar, Kýpur, Lettlandi, Írlandi, N - Írlandi, Skotlandi og Hollandi mættu á ráðstefnuna auk fulltrúa frá LETR í...

Jón Jónsson stýrir Paralympic-deginum 2018!

Laugardaginn 29. september næstkomandi verður Paralympic-dagurinn haldinn fjórða árið í röð. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Það verður enginn annar en fjörkálfurinn Jón Jónsson...

Forseti ungverska sambandsins heimsótti Ísland á dögunum

Í stuttri heimsókn sinni hingað til lands í ágústmánuði sl. óskaði László Szabó, formaður ungverska sambandsins, eftir fundi með forráðamönnum ÍF varðandi uppbyggingu og starf sambandsins.

Fjarðarmótið í sundi 15. september

Fjarðarmótið 2018 mun fara fram í Ásvallalaug laugardaginn 15. september. Það hefst með sundsýningu yngstu iðkenda klukkan 10:30. Upphitun fyrir mótið hefst svo klukkan 12:00 og mótið sjálft klukkan 13:00. Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Nútímafimleikar á Paralympic-daginn

Nútímafimleikar eru skemmtileg íþrótt sem er samblanda af dansi, fimleikum og ballett. Dansað er með bolta, gjörð, sippuband, keilur og borða. Gestir á Paralympic-daginn 2018 geta kynnt sér nútímafimleika sem einn af íþróttakostum fatlaðra. Paralympic-dagurinn fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í...

Paralympic-dagurinn 29. september í Laugardal

Laugardaginn 29. september næstkomandi verður Paralympic-dagurinn haldinn fjórða árið í röð. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16.  

Bergrún fór mikinn í Berlín: Þrenn verðlaun í húsi!

Frjálsíþróttakonanan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, vann í dag sín þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum þegar hún hreppti bronsið í 200m hlaupi T37 (hreyfihamlaðir). Bergrún bætti sinn besta tíma er hún kom í mark á 31.61. sek. sem er...

Bergrún með silfur í langstökki!

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, vann í dag til silfurverðlauna á í langstökki T37 (hreyfihamlaðir) á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Berlín. Lengsta stökk Bergrúnar var 4.16m. en hin pólska Marta Piotrowska hafði sigur með stökki upp á 4.51 m.

Stefanía í 9. sæti: Jón og Bergrún í úrslitum í kvöld

Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik, hafnaði í 9. sæti í langstökki F20 (þroskahamlaðir) í morgun á EM fatlaðra sem nú stendur yfir í Berlín. Lengsta stökk Stefaníu í morgun var 4.62 metrar sem er rétt við Íslandsmet hennar í greininni en...

Patrekur hefur lokið keppni á EM

Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson hefur lokið keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum. Þessi frumraun Patreks á EM fékk snarpan endi þegar leiðsöguhlaupari hans Andri Snær Ólafsson meiddist miðja vegu í hlaupinu í undanrásum í 100m T11 keppninni. Patrekur átti að...

Bergrún með brons á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti!

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, vann í dag til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum þegar hún hafnaði í 3. sæti í 100m hlaupi T37 (hreyfihamlaðir). Stórglæsilegur árangur hjá þessari ungu og efnilegu íþróttakonu sem er stödd á sínu fyrsta...

Bergrún og Jón við sitt besta í úrslitum

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir tók í kvöld þátt í sinni fyrstu grein á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum! Þessi unga og efnilega frjálsíþróttakona fann sig vel í nýju og mun stærra umhverfi en hún er vön og landaði fjórða sæti í...

Helgi tók við bronsinu: Patrekur og Andri luku ekki hlaupi

Það var viðburðarríkur morgun í Berlín á EM fatlaðra í frjálsum þegar Patrekur Andrés Axelsson tók þátt á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Patrekur sem keppir í flokki T11 (blindir) náði ekki að ljúka hlaupi þar sem aðstoðarhlaupari hans, Andri...

Brons hjá Helga og Jón Margeir í úrslit

Annar keppnisdagur Evrópumeistaramóts fatlaðra stendur nú yfir og þrír íslenskir keppendur létu til sín taka í dag þar sem Helgi Sveinsson vann til bronsverðlauna í spjótkasti. Hulda Sigurjónsdóttir hafnaði í 7. sæti í kúluvarpi og hlauparinn Jón Margeir Sverrisson nældi...

Ísland hefur keppni á EM í dag!

Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum var sett í gærkvöldi í Berlín í Þýskalandi. Íslenski keppnishópurinn hefur lokið undirbúningi sínum fyrir mótið og í dag er fyrsti keppnisdagurinn! Rétt eins og með Evrópumeistaramótið í sundi mun verða sýnt í beinni á...