Fréttir
Sumarhátíð CP félagsins
Hin árlega sumarhátíð CP félagsins verður haldin í Reykholti í Biskupstungum helgina 3. júlí - 5. júlí nk. Verið er að vinna í dagskrá fyrir helgina og mun hún koma síðar. Boðið er uppá stæði fyrir tjaldið eða gistingu í svefnpokaplássi....
Íslandsmet hjá Eyþóri í Þýskalandi
Sundamðurinn Eyþór Þrastarson ÍFR/Ægir setti í gær glæsilegt Íslandsmet í 800m. skriðsundi fatlaðra á opna þýska meistaramótinu. Eyþór synti á tímanum 10:32,16 mín. sem er nýtt Íslandsmet en það fyrra var í eigu Birkis Rúnars Gunnarssonar og var sá tími...
Bikarkeppni ÍF í sundi á Akureyri laugardaginn 13. júní
Laugardaginn 13. júní næstkomandi fer bikarkeppni ÍF í sundi fram á Akureyri í samstarfi við sundfélagið Óðinn. Keppt verður í sundlaug Akureyrar sem er 25 m. útilaug. Skráningum í mótið ber að skila eigi síðar en 8. júní á póstfangið issi@islandia.is ...
Garðar og Eiríkur heiðraðir á aðalfundi ÍFR
Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) var haldinn hinn 23. maí sl. ÍFR fangar 35 ára afmæli sínu um þessar mundir og var að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum boðið upp á afmæliskaffi. Á fundinum var Júlíus Arnarson endurkjörinn formaður ÍFR en...
Góður félagi fallinn frá
Einn okkar mesti gleðigjafi, Sigmundur Erling Ingimarsson, Simmi okkar lést síðastliðinn fimmtudag. Hann ætlaði að taka þátt í Íslandsleikum Special Olympics á sunnudag með vinum sínum en var skyndilega kallaður á braut. Simmi tók þátt í íþróttastarfi með íþróttafélaginu Þjóti og...
Íslandsleikar Special Olympics heppnuðust vel á KR-velli
Umsjónaraðili Íslandsleikanna var KR í samstarfi við ÍF og KSÍ. Íslandsleikar Special Olympics hafa undanfarin ár verið samstarfsverkefni ÍF og KSÍ en árið 2009 hófst samstarf ÍF og KSÍ við KR í þeim tilgangi að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu....
Gull hjá Jóhanni í Rúmeníu!
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson gerði góða ferð til Rúmeníu um helgina þar sem opna rúmenska borðtennismótið fór fram. Jóhann landaði gullverðlaunum í liðakeppninni eða ,,team play“ þar sem Ítalinn Julius Lampachaer var liðsfélagi hans. Sigurinn kom ekki á silfurfati þar...
Ávarp Sveins Áka formanns ÍF á Sambandsþingi 2009
Heiðursfélagi ÍF, Sigurður Magnússon,virðulegu gestir og félagar. Hér fer fram í dag 14. sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra. Enn höldum við sambandsþing okkar hér á Radisson SAS, Hótel Sögu og vil ég þakka stjórnendum hótelsins fyrir að styðja við bakið á okkur...
Íslandsmót ÍF í frjálsum þann 6. júní
Þann 6. júní næstkomandi fer fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram á Kópavogsvelli og stendur frá kl. 10:00 um morguninn til kl. 14:00. Lágmörkum í langstökki hefur verið breytt í 1.10 m. hjá konum og 1.20...
Flottur árangur hjá Jóni og Ragnari í Sheffield
Á laugardag syntu þeir Jón Margeir Sverrisson og Ragnar Ingi Magnússon báðir í A-úrslitum í 400m. skriðsundi og stóðu þeir sig með prýði að sögn Ingigerðar M. Stefánsdóttur sem er þjálfari strákanna. Laugardagurinn var annar keppnisdagurinn hjá þeim félögum á...
Myndasafn: 14. Sambandsþing ÍF
Um helgina fór fram 14. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra. Þingað var á Radisson SAS hóteli Sögu í Reykjavík þar sem tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir til starfa í varastjórn. Á myndasíðu ÍF er komið inn myndasafn frá Sambandsþinginu sem nálgast má...
30 ára afmælishátíðin í blíðskaparviðri við Elliðavatn
Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 30 ára afmæli sínu sunnudaginn 17. maí síðastliðinn. Eins og auglýst var fór afmælishátíðin fram í Krika við Elliðavatn í blíðskaparviðri. Fjölmargir lögðu leið sína í Krika og gæddu sér á grilluðum pylsum og vitaskuld var boðið...
14. Sambandsþing ÍF sett á Radisson SAS Hótel Sögu
Í morgun hófst 14. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra á Radisson SAS Hóteli Sögu í Reykjavík. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF setti þingið og í kjölfarið tóku til máls Hafsteinn Pálsson ÍSÍ, Halldór Sævar Guðbergsson ÖBÍ, Ásta Friðjónsdóttir og síðar heiðraði ÍF...
Jón og Ragnar byrja vel í Sheffield
Sundgarparnir Jón Margeir Sverrisson og Ragnar Ingi Magnússon eru nú staddir í Bretlandi á opna breska sundmótinu sem fram fer í Sheffield. Jón og Ragnar héldu ytra síðastliðinn fimmtudag ásamt þeim Ingigerði M. Stefánsdóttur og Helenu Ingimundardóttur sem eru þjálfarar...
Ný stjórn Íþróttasambands fatlaðra
Rétt í þessu var tilkynnt um nýja stjórn Íþróttasambands fatlaðra á 14. Sambandsþingi ÍF sem fer fram á Radisson SAS hóteli Sögu. Fyrir þingið var vitað að þeir Kristján Svanbergsson gjaldkeri ÍF og Erlingur Þ. Jóhannsson myndu ekki gefa áframhaldandi...
Lífleg helgi framundan hjá ÍF
Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram um næstu helgi sem og 30 ára afmælisfögnuður sambandsins sem stofnað var þann 17. maí árið 1979. Af þessu tilefni verður blásið til afmælisveislu í Krika við Elliðavatn á sunnudaginn frá kl. 14:00-17:00. Þeir sem þess...
Íslandsleikar SO í knattspyrnu sunnudaginn 24. maí
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir í Reykjavík, sunnudaginn 24. maí 2009. KR verður umsjónaraðili leikanna í samvinnu við ÍF og KSÍ. Keppni hefst kl. 13.00 á íþróttasvæði KR. Yfirleitt tekur keppni 2 tíma en það fer eftir...
Asparmótið í sundi
Laugardaginn 9. maí næstkomandi fer Asparmótið í sundi fram í Laugardalslaug. Upphitun hefst kl. 13:00 en mótið hefst stundvíslega kl. 14:00. Skráningum er hægt að skila á imaggy@visir.is fram til hádegis miðvikudaginn 6. maí.
Ganga og gaman í vor
Þá er búið að ákveða göngur í vor hjá ,,Ganga og gaman hópnum.“ Allar göngurnar eru á laugardögum kl. 13.00 frá Bjarkarási í Stjörnugróf. Ganganer búin kl. 14.00. 9. maí er næsta ganga en þá verður gengið svolítið lengra og ekki hafðar...