Fréttir
Nýárssundmót ÍF 4. janúar 2009
Hið árlega Nýárssundmót ÍF fer fram í innilauginni í Laugardal sunnudaginn 4. janúar næstkomandi en mótið er jafnan fyrsta verkefnið á ári hverju hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Nýárssundmótið er fyrir fötluð börn og unglinga og er Sjómannabikarinn veittur í hvert skipti...
Sérútgáfa Hvata kom út í gær með Fréttablaðinu
Útgáfan á Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra, var með breyttu sniði að þessu sinni en í gærdag var fjögurra blaðsíðna kálfi dreift með Fréttablaðinu. Í þessu eintaki af Hvata er Ólympíumót fatlaðra gert upp sem og almenn starfsemi sambandsins kynnt. Stjórn ÍF...
Íþróttafélagið Ægir er 20 ára í dag
Í dag fagnar Íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum 20 ára afmæli en þennan dag árið 1988 var félagið stofnað. Af þessu tilefni er mikið um að vera í Vestmannaeyjum og í dag á milli kl. 17 og 18:30 fer afmælisveisla fram...
Myndasyrpa o.fl. frá Íþróttafólki ársins
Þau Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir eru Íþróttafólk ársins 2008 úr röðum fatlaðra en hófið fór fram að Radisson SAS Hótel Sögu miðvikudaginn 10. desember. Við sama tilefni var Hörpu Björnsdóttur formanni Ívars á Ísafirði afhentur Guðrúnarbikarinn. Þétt var setið...
Katrín undirbýr sig fyrir Idaho: Sýnir í jólagleði Bjarnarins
Skautakonan Katrín Tryggvadóttir sem snemma á næsta ári mun taka þátt í Alþjóða vetrarleikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum hefur að undanförnu staðið í ströngu við undirbúning Bandaríkjaferðarinnar. Föstudagskvöldið 12. desember næstkomandi verður Katrín í eldlínunni á svellinu þegar...
Íþróttamaður og íþróttakona ÍF 2008
Íþróttasamband Fatlaðra hefur útnefnt þau Eyþór Þrastarson og Sonju Sigurðardóttur Íþróttamann og Íþróttakonu ársins 2008. Hófið hófst kl. 15.00 á Radison Sas Hótel Sögu. Umsögn um Eyþór Þrastarson. Umsögn um Sonju Sigurðardóttur. Þá hlaut Harpa Björnsdóttir formaður...
Norræna barna- og unglingamótið í Eskilstuna
Dagana 26. júní - 3. júlí næstkomandi fer Norræna barna- og unglinga mótið fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Sem fyrr þá stefnir Íþróttasamband fatlaðra að þátttöku í mótinu og leitar því til hlutaðeigandi aðila eftir tilnefningum í mótið. Aldurshópurinn er...
Guðbjörg og Guðrún á fróðlegu námskeiði í Noregi
Helgina 15.-16. nóvember 2008 var haldinn hinn árlegi fundur hjá Norges idrettsforbund og olympiske og paralympiske komitè. Á námskeiðinu voru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi, alls um 50 manns. Fulltrúar Íslands voru endurhæfingarlæknarnir Guðbjörg Ludvigsdóttir og Guðrún Karlsdóttir...
Adolf Ingi tilnefndur til Hvatningarverðlauna ÖBÍ
Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson hefur verið tilnefndur til Hvatningarverðlauna ÖBÍ í flokki einstaklinga. Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og mun Öryrkjabandalag Íslands veita verðlaunin í annað sinn. Adolf Ingi er tilnefndur fyrir að auka umfjöllun um íþróttir fatlaðra en hann og...
Sjálfboðaliðakort ÍF 2008
Íþróttasamband Fatlaðra og aðildarfélög ÍF gera sér vel grein fyrir gildi þess starfs sem sjálfboðaliðar hafa unnið til framgangs hreyfingarinnar. Allt frá upphafi hefur stór hópur sjálfboðaliða verið tengdur því starfi sem fram fer, hvort sem um er að ræða...
Opna Reykjavíkurmótið í frjálsum: Úrslit
60 mhlaup karlar1. Þórir Gunnarsson-Ármann-8.30 sek2. Andri Jónsson-Þjótur-8.713. Ágúst Þór Guðnason-Gnýr-8.724. Baldur Æ Baldursson-Snerpa-8.95 Heildarúrslit mótsins má finna hér!
Myndasafn: Opna Reykjavíkurmótið í frjálsum
Opna Reykjavíkurmótið í frjálsíþróttum fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um síðustu helgi en það var Öspin sem var framkvæmdaraðili mótsins. Keppt var á laugardeginum og er hægt að sjá myndasafn frá keppninni á myndasíðu ÍF, www.123.is/if eða með því...
11 Íslandsmet féllu á Íslandsmóti ÍF í 25m. laug
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m. laug fór fram um síðustu helgi í innilauginni í Laugardal. Keppt var laugardaginn 29. nóvember og sunnudaginn 30. nóvember. Á laugardeginum féllu þrjú Íslandsmet en á sunnudeginum voru keppendur í feiknastuði og settu...
Myndasafn: Íslandsmót ÍF í 25m. laug
Nú er komið inn á myndasíðu ÍF veglegt myndasafn frá Íslandsmótinu í 25m. laug sem fram fór í Laugardal dagana 29.-30. nóvember síðastliðinn. Smellið á tengilinn til að komast beint í safnið - http://album.123.is/?aid=126552
Líf og fjör í Laugardal
Nóg er um að vera í Laugardal þessa stundina en laust eftir hádegi lauk Opna Reykjavíkurmótinu í frjálsum þar sem glæst tilþrif litu dagsins ljós. Mótið var haldið á vegum Asparinnar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og á meðfylgjandi mynd má...
Sportið mitt nýr sjónvarpsþáttur á ÍNN í kvöld
Núna í kvöld kl 21:00 hefst sportþátturinn SPORTIÐ MITT sem verður um allar íþróttir. Þátturinn verður í umsjón Sverris Júll og Sigurðar Inga Vilhjálmssonar. Í hverjum þætti verður tekin fyrir ein íþróttagrein en í fyrsta þættinum sem verður á Föstudaginn...
Fjármálaráðstefna ÍSÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 28. nóvember nk. kl. 13-16 í Laugardalshöll. Ráðstefnustjóri verður Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Dagskrá verður eftirfarandi: 13:00 Setning – Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ13:10 Ávarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra13:20 Rekstur íþróttahreyfingarinnar – Gunnar Bragason,...
Aðalfundur INAS-FID Evrópu: Þórður varaformaður
Dagana 22. - 23. nóvember sl fór fram í Gävle í Svíþjóð aðalfundur Evrópudeildar INAS-Fid (Alþjóðahreyfingar þroskaheftra íþróttamanna). Fulltrúar Íslands á fundinum voru þeir Þórður Árni Hjaltested, ritari stjórnar ÍF og stjórnarmaður Evrópudeildar INAS-Fid og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármala og...
Amanda Boxtel - ótrúleg baráttukona -
Árið 2001 kom Amanda Boxtel til Íslands ásamt skíðakennurum frá Challenge Aspen en ÍF og VMÍ hófu samstarf við Challenge Aspen í þeim tilgangi að efla vetraríþróttir fatlaðra á Íslandi. Amanda lamaðist í skíðaslysi og hefur verið í hjólastól...
Kristín Rós gefur út bók: ÍF fékk fyrsta eintakið
Sunddrottningin Kristín Rós Hákonardóttir gaf nýverið út sína fyrstu bók og í dag kom hún færandi hendi og afhenti Íþróttasambandi fatlaðra fyrsta eintakið beint úr prentsmiðju. Bókin heitir: Kristín Rós Meistari í nærmynd. Það var Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og...