Fréttir

Sparkvallaátak ÍF og KSÍ heldur áfram

Alls voru níu iðkendur mættir á æfingu í sparkvallaátaki ÍF og KSÍ sem fram fór síðasta sunnudag á sparkvellinum við Laugarnesskóla, gengt KSÍ. Atli Viða Björnsson landsliðsmaður í knattspyrnu mætti á æfinguna og lét til sín taka en æfingin var...

Össur safnaði 323.500 krónum til handa ÍF!

Tæpar 7 milljónir króna söfnuðust til styrktar góðgerðarfélögum í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágústmánuði síðastliðnum en 11.400 manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Eins og undanfarin ár gafst öllum hlaupurum, fyrir utan þátttakendur í Latabæjarhlaupinu, kostur á að hlaupa...

Óskað eftir sjálfboðaliðum

Dagana 15.-25. október fer fram Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi. Keppt verður í innilauginni í Laugardal og er von á rúmlega 400 sundmönnum til landsins og í fylgd með þeim verða um 200 aðstoðarmenn. Um risamót er að ræða þar sem...

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ heldur áfram

Næstu tvo sunnudaga, 30. ágúst og 6. september, heldur Sparkvallaverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands áfram með tveimur æfingum við Laugarnesskóla. Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu. Opnar æfingar verða á sparkvellinum...

Blindrafélagið 70 ára

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnaði 70 ára afmæli sínu þann 19. ágúst síðastliðinn. Hófið var hið veglegasta og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica hótel þar sem kaffiveitingar voru gestum til boða. Félagið var stofnað þann 19. ágúst...

Fjölmennum í Reykjavíkurmaraþonið

            Á morgun, laugardaginn 22. ágúst, fer hið árlega Reykjavíkurmaraþon fram. Dagskráin við Lækjargötu verður sem hér segir: 08:40  Maraþon og hálfmaraþon ræst út 09:30 10 km hlaup ræst út 11:15 Upphitun fyrir Skemmtiskokk 11:30 Skemmtiskokk 3 km ræst út 15:40 Formlegri...

Eunice Kennedy stofnandi SO látin

Eunice Kennedy Shriver lést í nótt 88 ára að aldri en hún er stofnandi Special Olympics samtakanna. Eunice er yngri systir fyrrum Bandaríkjaforsetans John F. Kennedy og móðir Mariu Shriver Schwarzenegger eiginkonu Arnolds Scwarzenegger fylkisstjóra í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Dánarorsök...

Fulltrúum IPC leist vel á aðstæður fyrir EM 2009

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) sendi á dögunum tvo fulltrúa til Íslands til að taka út aðstæður fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi sem fram fer í Laugardal í október næstkomandi. Um var að ræða Agnesi Szilak íþróttastjóra IPC í sundi og Susan...

Hörður Barðdal fallinn frá

Góður félagi okkar og vinur Hörður Barðdal lést þriðjudaginn 4. ágúst sl. langt um aldur fram.  Hörður var einn af frumherjum íþrótta fatlaðra á Íslandi og tók virkan þátt í undirbúningsstarfinu bæði sem keppandi og afreksmaður. Þannig var Hörður árið...

Keppendur á heimsleikum þroskaheftra komu heim í dag

Þeir Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði Hafnarfirði og Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp komu til landsins í dag eftir þátttöku á Heimsleikum þroskaheftra í Tékklandi. Heildarúrslit hafa áður verið send auk upplýsinga um leikana. Sendi hjálagt mynd sem...

Heimsleikar þroskaheftra, úrslit síðasta keppnisdags 11. júlí

Úrslit frá síðasta keppnisdegi laugardag 11. júlí  -   enn bæta þeir sig í hverri grein. Ragnar Ingi Magnússon:50m flugsund 20. sæti á 35,14 en átti 39,12200m skriðsund 16. Sæti á 2,24,69 en átti 2.28,71 Jón Margeir Sverrisson:50m flugsund 12. sæti á tímanum...

Samantekt á úrslitum frá Heimsleikum Þroskaheftra - bæting í öllum greinum

Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði Hafnarfirði og Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp Reykjavík hafa nú lokið keppni á Heimsleikum þroskaheftra. Þessir ungu drengir sem báðir eru fæddir árið 1992, bættu árangur sinn í öllum greinum og eiga án...

Heimsleikar þroskaheftra í Tékklandi, úrslit 3 keppnisdags 10. júlí

Úrslit voru að berast frá Heimsleikum þroskaheftra í Tékklandi en keppni er lokið á þriðja keppnisdegi og aðeins einn keppnisdagur eftir. Ragnar Ingi Magnússon og Jón Margeir Sverrisson eru meðal yngstu keppenda á mótinu og hafa báðir verið að bæta árangur...

Heimsleikar þroskaheftra - keppnisdagur 2

Úrslit dagsins, mið. 8. júlí; Ragnar Ingi Magnússon:100m skriðsund 17. sæti á tímanum 1.06,01 bætti sig en átti fyrir 1.07,1350m baksund 15. sæti á 35,56 en átti 37,58  Jón Margeir Sverrisson:100m skriðsund 16. sæti á tímanum 1.02,55 en átti fyrir 1.05,2150m...

Heimsleikar þroskaheftra – Global Games – Tékklandi

www.globalgames09.com Eins og áður hefur komið fram eru Heimsleikar Þroskaheftra eða Global Games keppni sterkustu íþróttamanna úr röðum þroskaheftra. Þroskaheftir hafa ekki fengið tækifæri til að vera með á ólympíumótum fatlaðra frá árinu 2000 og hér er um að ræða...

Styrkur til ÍF frá samtökunum Young Presidents Organizations

Fimmtudaginn 24. júní var afhentur styrkur til ÍF að upphæð 2000 dollarar frá ungum athafnamönnum í Bandaríkjunum. Fulltrúar samtakanna Young Presidents Organization voru staddir hér á landi í júní og áttu m.a. fund með Forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari...

Heimsleikar þroskaheftra í Tékklandi

Global Games eða Heimsleikar þroskaheftra eru haldnir í Tékklandi dagana 5. - 14. júlí 2009.  Leikarnir eru skipulagðir af alþjóðaíþróttahreyfingu þroskaheftra ( INAS - FID) og íþróttasambandi fyrir þroskaheftra í Tékklandi. (CSAMH).    Afreksfólk úr röðum þroskaheftra keppir þar í frjálsum íþróttum,...

Vel heppnað mót að baki í Svíþjóð

Þá er Norræna barna- og unglingamótinu lokið og íslenski hópurinn kominn heim frá Svíþjóð en mótið fór fram þar í landi dagana 26. júní til 3. júlí. Alls voru 14 keppendur frá aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra sem tóku þátt á mótinu...

Frábær frammistaða í frjálsum

Keppni í frjálsum íþróttum á Norræna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna fór fram í dag í 33 stiga hita. Þrátt fyrir blíðviðrið fór íslenski frjálsíþróttahópurinn á kostum og rakaði til sín verðlaunum enda dyggilega studdur áfram í stúkunni. Þau sem kepptu...