Fréttir
Ráðstefna Special Olympics á Kýpur
Guðlaugur Gunnarsson sótti ráðstefnuna á dögunum [frétt af ksi.is] Á dögunum var haldin ráðstefna á vegum Special Olympics á Kýpur en ráðstefnan var haldin í tengslum við Smáþjóðaleika Special Olypics í knattspyrnu. Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sótti ráðstefnuna fyrir hönd...
Alþjóðavetrarleikar Special Olympics Idaho 2009
Íþróttasamband Fatlaðra sem er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi sendir 1 keppanda á alþjóðaleika Special Olympics sem haldnir verða Boise, Idaho, USA dagana 7. – 13. febrúar 2009.Fyrstu íslensku keppendurnir í listhlaupi á skautum á leikum Special Olympics voru Stefán...
Afreksráðstefna ÍF
Þann 8. nóvember sl. stóð Ólympíu- og afreksráð Íþróttasambands fatlaðra fyrir ráðstefnu um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og afreksstefnu ÍF 2008 – 2012. Um afreksstefnu ÍF segir að hún sé stefnumótandi ákvörðun æðstu forystu Íþróttasambands fatlaðra og er líkt og...
Kynningarfundur um nýjar lyfjareglur
Nýverið var haldinn kynningarfundur á vegum Lyfjaráðs og Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ. Til fundarins voru boðuð sérsambönd og sérgreinanefndir. Aðal umfjöllunarefnið var nýjar alþjóða lyfjareglur sem taka gildi nú um áramót og hvaða áhrif þær hafa á lyfjaeftirlitið. Nánar
Evrópuráðsfundur EEAC og Evrópuráðstefna Special Olympics 2008
Evrópuráðsfundur EEAC Búkarest Rúmeníu, 12. –13. nóvember 2008 Dagana 12. – 14. nóvember var haldinn í Búkarest fundur Evrópuráðs Special Olympics (EEAC). Fundurinn var haldin í tengslum við Evrópuráðstefnu SOE. Nánar Mynd: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, Íslandi, Galina Dzyurych Belarus og Boguslaw Galazka, Póllandi...
Opna Reykjavíkurmótið í frjálsum íþróttum
Opna Reykjavikurmótið i frjálsum íþróttum verður haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 29. nóvember n.k. en framkvæmdaaðili mótsins er íþróttafélagið Ösp. Upphitun hefst kl. 9:00 og keppni stundvíslega kl. 10:00. Greinar sem í boði verða eru: 60m hlaup, 200m hlaup,...
Opin æfing í borðtennis hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík
Laugardaginn 15. nóvember kl. 13.50 - 15.30Íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 12 Hvatning til einstaklinga og aðstandenda að nýta þetta tækifæri Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) hefur ákveðið að bjóða upp á opna æfingu í borðtennis fyrir þá sem vilja koma og...
Íslandsmót ÍF í sundi
Íslandsmót ÍF í sundi í 25 m braut fer fram í Sundlaug Laugardals 29. og 30. nóvember nk. Sjá nánar dagskrá og greinar mótsins
Samstarf við Sérsambönd ÍSÍ
Íþróttasamband Fatlaðra hefur það að markmiði að auka enn frekar samstarf við Sérsambönd ÍSÍ.Ýmis samstarfsverkefni verið þróuð með góðum árangri en sum verkefni hafa ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að og nýjar greinar ekki náð að festast í...
Jólakort IF 2008
Jólakort ÍF er hannað af Camillu Th. Hallgrímsson, varaformanni ÍF. Íþróttasamband Fatlaðra gefur aðildarfélögum sínum 1000 jólakort og þau félög sem þess óska fá kort á kostnaðarverði. Sala jólakorta ÍF er ein aðalfjáröflun félaganna.
Dagskrá afreksráðstefnu ÍF 2008
Afreksráðstefna ÍF Ólympíu- og afreksráð Íþróttasambands fatlaðra stendur fyrir ráðstefnu um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og afreksstefnu ÍF 2008 – 2012. Til afreksráðstefnunnar er boðið formönnum aðildarfélaga ÍF, þjálfurum, landsliðsþjálfurum ÍF, fulltrúum íþróttanefnda og stjórnarfólki ÍF. Umsjón með ráðstefnunni og aðalfyrirlesarar...
Íslandsmótið í boccia hjá RÚV
RÚV lét sig ekki vanta í Laugardalshöll um síðustu helgi þegar Íslandsmótið í einliðaleik í boccia fór fram. Rúmlega 200 keppendur tóku þátt á mótinu sem tókst vel til í alla staði enda þaulvant fólk á ferðinni hjá Ösp sem...
Íslandsmótið í boccia í einliðaleik í Laugardalshöll
Rúmlega 200 manns frá 15 aðildarfélögum ÍF tóku þátt í Íslandsmótinu í einliðaleik í boccia sem fram fór í Laugardalshöll. Sú hefð hefur skapast að aðildarfélög ÍF eru framkvæmdaraðilar þessa Íslandsmóts en tilgangur þess er m.a. að kynna starfsemi...
Sonja fékk fyrsta eintakið beint úr prentsmiðju
Sundkonan Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, fékk óvæntan glaðning á dögunum þegar rithöfundurinn Jónína Leósdóttir kom færandi hendi og gaf henni fyrsta eintakið af nýjustu skáldsögunni sinni: „Svart & hvítt.“ Óhætt er að segja að Jónína sé eftirtektarsöm en hún komst yfir síðasta...
EM fatlaðra á Spáni: Mikil upplifun
Golfsamtök fatlaðra, GSFÍ, sendu tvo keppendur á EM fatlaðra í golfi sem fram fór á Panoramica vellinum í San Jorge í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Fulltrúar Íslands í mótinu voru þeir Hörður Barðdal og Rudolf Gunnlaugur Fleckenstein. Rudolf...
Þjálfararáðstefna ÍF 2008
Þjálfararáðstefna Íþróttasambands fatlaðra fer fram laugardaginn 8. nóvember næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni Laugardal frá kl. 10:00-17:00. Fundurinn fer fram í fundarsölum ÍSÍ á 3. hæð. Yfirskrift ráðstefnunnar er: "Afreksmennska-Samfélag sigurvegara." Skráningarfrestur á ráðstefnuna er til laugardagsins 1. nóvember. Umsjón með dagskrá hafa...
Lokauppgjör Reykjavíkurmaraþons Glitnis
Á dögunum greindi Íþróttasamband fatlaðra frá því að starfsmenn Össurar hefðu hlaupið til handa ÍF í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 23. ágúst síðastliðinn. Nú hafa öll kurl komið til grafar frá maraþoninu og voru fleiri sem hétu á ÍF í hlaupinu. Starfsmenn...
Íslandsmótið í boccia í einliðaleik í Laugardalshöll um helgina
Rúmlega 200 manns frá 15 aðildarfélögum ÍF munu taka þátt á Íslandsmótinu í einliðaleik í boccia um helgina en mótið fer fram í Laugardalshöll. Keppni hefst laugardagsmorguninn 25. október kl. 09:00 og lýkur seinni part sunnudagsins 26. október. Í ár...
Myndasafn: Hörður sterkastur- jafnt í sitjandi flokki
,,Spennan hefur aldrei verið jafn mikil í báðum flokkum og þetta er skemmtilegasta, stærsta og flottasta mótið sem við höfum haldið," sagði Arnar Már Jónsson mótshaldari og hvatamaður að keppninni Sterkasti fatlaði maður heims. Mótið sjálft fór fram um helgina...
Opnun umsóknarsvæðis Ferðasjóðs íþróttafélaga
Íþróttasamband fatlaðra vill vekja athygli á því að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur opnað umsóknarsvæði á heimasíðunni sinni www.isisport.is fyrir Ferðasjóð íþróttafélaga. Á umsóknarsvæðinu er hægt að sækja um styrk vegna ferða á fyrirfram skilgreind mót á árinu 2008. Fyrir...