Fréttir

Erna í 14. sæti fyrir seinni umferðina

Erna Friðriksdóttir hefur hafið keppni á Vetrarólympíumótinu í Vancouver en í dag kl. 17:00 fór hún í fyrri ferð sína í svigi. Alls voru 17 keppendur skráðir til leiks í svigi í sitjandi flokki, einn keppandi fór ekki í brautina...

Erna lauk keppni í 11. sæti

Þá er fyrstu keppnisgrein lokið hjá Ernu Friðriksdóttur á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Vancouver. Eins og þegar hefur komið fram var keppni hjá Ernu flýtt og tók hún þátt í svigi í dag. Erna skíðaði fyrri ferðina og kom þá inn...

Ísland boðið velkomið í Ólympíuþorpið

Síðastliðinn fimmtudag var íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í Vancouver með viðeigandi athöfn. Venjan er að þjóðirnar séu boðnar velkomnar í þorpin og yfirleitt nokkrar þjóðir í einu. Á fimmtudag var Ísland í hópi með Bosníu og Mexico við...

Alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur í Whistler

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti var haldinn hátíðlegur í Whistler í Vancouver þann 8. mars síðastliðinn. Forseti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC), Sir. Phil Craven hélt ræðu þar sem hann hvatti til aukinnar þátttöku kvenna í íþróttastarfi fatlaðra. Craven kynnti...

Magma styrkir Íþróttasamband fatlaðra

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Magma á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um samstarf í tengslum við þátttöku Íslands á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Kanada. Mun Magma greiða götu Ólympíumótsliðs Íslands á ýmsa vegu í Vancouver fram yfir leikana. Fulltrúi ÍF...

Erna mætt til Vancouver og fer á æfingu í dag

Erna Friðriksdóttir og Scott Wayne Olson þjálfari NSCD, Winter Park komu í Ólympíuþorpið í Vancouver frá Bandaríkjunum síðastliðinn mánudag. Í gær var verið að skoða aðstæður og áætlað að Erna fari á sína fyrstu æfingu á keppnissvæðinu í dag. Ólympíuþorpið...

Vorboðinn ljúfi: Hekla kom færandi hendi

Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi í vikunni en klúbburinn hefur um árabil stutt dyggilega við bakið á starfsemi Íþróttasambandi fatlaðra. Það var formaður ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson, sem tók við fjárstyrk Heklu. Á myndinni eru frá vinstri Gísli Guðmundsson, Garðar Hinriksson...

Lokahófið á Hótel Sögu

Lokahóf Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Hótel Sögu sunnudaginn 21. mars næstkomandi. Hljómsveitin Saga Klass mun leika fyrir dansi fram á miðnætti og veislustjóri verður enginn annar en stuðboltinn Gunnar Einar Steingrímsson sem gerði allt vitlaust á árshátíðinni í...

Skilafrestur til 10. mars

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram dagana 20. og 21. mars næstkomandi. Skilafrestur á skráningum er miðvikudagurinn 10. mars. Þegar hafa verið send út skráningargögn og upplýsingar um hvert beri að skila skráningum.

Jóhann Íslandsmeistari í 1. flokki annað árið í röð

Borðtenniskempan Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, varð um helgina Íslandsmeistari í 1. flokki óftalaðra í borðtennis en þetta er annað árið í röð sem hann landar þeim stóra. Jóhann fagnaði sigri í 1. flokki eftir 3-1 sigur á Hlöðveri Steina Hlöðverssyni...

Vetrarólympíumót fatlaðra 12. – 21. mars 2010 í Vancouver

Í fyrsta skipti í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi mun ÍF eiga keppanda í alpagreinum á Vetrarólympíumóti fatlaðra. Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum hefur náð lágmörkum á leikana og mun keppa í svigi og stórsvigi. Hún hóf skíðaferil sinn...

Námskeiðið í Hlíðarfjalli gekk mjög vel

Námskeiðið í Hlíðarfjalli á vegum Íþróttasambands fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og NSCD Winter Park Colorado gekk mjög vel. Dagskrá var frá föstudegi til sunnudags og allir skemmtu sér mjög vel, jafnt þátttakendur sem aðstoðarfólk. Beth Fox stýrði verkefnum aðstoðarfólks og John...

Aðalfundur Aspar 9. maí

Þann 9. maí næstkomandi heldur Íþróttafélagið Ösp aðalfund sinn í Laugardalshöll. Af því tilefni mun Öspin einnig standa að vorhátíð því í ár fagnar félagið 30 ára afmæli sínu.

Æfingabúðir sundnefndar ÍF 20.-21. febrúar

Æfingabúðir verða fyrir þá einstaklinga sem hafa náð lágmörkum sem sundnefnd ÍF hefur sett fyrir árið 2010. Búðirnar fara fram í innilauginni í Laugardal dagana 20. og 21. febrúar n.k.. Lágmörkum þarf að ná á viðurkenndum sundmótum (löglegum mótum, SSÍ eða...

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ í fullum gangi

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ var sett á mikilli opnunarhátíð í Skautahöllinni á Akureyri þann 6. febrúar síðastliðinn. Hátíðin sem stendur yfir til 21. mars hófst með skrúðgöngu, inn á svellið þar sem í voru auk fólks, hestar, vélhjól, snjósleðar og forláta bifreið. Ávörp...

Tímaseðill Íslandsmóts ÍF 2010

Íslandsmót ÍF í bogfimi, frjálsum, lyftingum, boccia, borðtennis og sundi fer fram dagana 20.-21. mars næstkomandi. Keppni í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og keppni í borðtennis fer fram í TBR húsinu en aðrar greinar fara fram í...

Skíðanámskeið fyrir hreyfihamlaða í Hliðarfjalli 12.–14. febrúar

Skíðanámskeið er haldið í samvinnu Íþróttasambands Fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og NSCD, ( National Sport Center for disabled) Winter Park Colorado. Námskeiðið sem er fullbókað hefst föstudaginn 12. Febrúar kl. 13.00 og lýkur sunnudaginn 14. Febrúar kl. 16.00 Leiðbeinendur eru Beth Fox,...

Ellefu íþróttamenn fengu úthlutað frá ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti fyrir skemmstu tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2010. Þá samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ einnig úthlutun styrkja úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Að þessu sinni voru ellefu íþróttamenn með...

Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR

Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi. Evrópusamtök Special Olympics...

Jóhann Rúnar er Suðurnesjamaður ársins 2009

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson var á dögunum útnefndur Suðurnesjamaður ársins 2009 af Víkurfréttum, elsta og mest lesna miðli Suðurnesjamanna. Í inngangi viðtalsins við Jóhann segir m.a: Jóhann hefur tekið þátt í baráttu fatlaðra á margvíslegan hátt og vakið athygli á...