Fréttir

Golfæfingar fyrir hreyfihamlaða

Samkomulag hefur tekist á millum Golfsamtaka fatlaðra og Magnúsar Birgissonar um að hefja golfæfingar og kennslu fyrir hreyfihamlaða. Næsta miðvikudag, 28. janúar, kl. 17:00-18:00 verða æfingar í æfingastöð Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir Hörður Barðdal – hordur@ehp.is

Kynning á alþjóðlegu boccia-reglunum

Laugardaginn 24. janúar næstkomandi mun Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir standa að kynningu og gegnumferð á alþjóðlegu boccia-reglunum fyrir hönd Stanislavs Doskocil. Stanislav hefur full réttindi sem alþjóðlegur dómari og hefur kynnt sér stöðu og áherslur í boccia hér á Íslandi það...

Katrín opnar Þorramót Bjarnarins

Skautadrottningin Katrín Guðrún Tryggvadóttir mun opna Þorramót Bjarnarins dagana 30.-31. janúar næstkomandi með því að sýna skautaæfingar sínar fyrir Special Olympics 2009. Katrín er á leið til Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún mun taka þátt í Alþjóða...

Danir gerðu góða ferð á RIG mótið

Reykjavík International Games fóru fram í Reykjavík um síðastliðna helgi þar sem fatlaðir tóku þátt í fyrsta sinn. Fatlaðir kepptu aðeins með í sundi en vonir standa til þess að keppt verði í fleiri íþróttagreinum í framtíðinni á þessu stóra...

Jólafundur Suðra

Íþróttafélagið Suðri afhenti sjálfboðaliðakort ÍF á jólafundi Suðra.Á myndinni má sjá þá sem fengu fyrstu kortin afhend en þau eru; Aftari röð frá vinstri: Hulda Sigurjónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og María Sigurjónsdóttir. Fyrir framan Svanur Ingvarsson Auk þess að keppa með...

Skíðanámskeið ÍF og VMÍ í samstarfi við Winter Park

Hlíðarfjalli, Akureyri 13.-15. febrúar 2009 Föstudagur 13. febrúar;     Kl. 12:30: Mæting í Hlíðarfjall. Kynning á útbúnaði og  ráðgjöf  fyrir skíðakennara, starfsfólk skíðasvæða, þá sem koma á einn eða annan hátt að fötluðum og aðra þá sem áhuga hafa á að...

Lífshlaupið: Skráning hefst 20. janúar

Íþróttasamband fatlaðra hvetur aðildarfélög ÍF og fólk sem starfar að málefnum fatlaðra til að kynna sér verkefnið "Lífshlaupið" sem er hvatningar og átaksverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Jafnt einstaklingar sem hópar geta tekið þátt og viðurkenning er veitt fyrir góðan árangur....

Fatlaðir með í fyrsta sinn á RIG mótinu

Búist er við fjölda gesta og keppenda á Reykjavík International Games sem fram fara í Reykjavík um næstu helgi, dagana 16.-18. janúar. Keppt er í fjölda íþróttagreina og nú í fyrsta sinn í sögu RIG mótsins munu fatlaðir íþróttamenn taka...

Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar

Fimmtudaginn 29. janúar 2009 kl. 16.00 - 17.30 heldur Arne Lykke Larsen fyrilestur um Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum fjallar Arne Lykke um notendastýrða þjónustu í Danmörku og hvernig hún...

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR

Fötluðum börnum og unglinum gefið tækifæri á að vera virkir þátttakendur á æfingum hjá almennu knattspyrnufélagi. Á næstunni verður hleypt af stokkunum knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða hjá KR og munu þeir kynna verkefnið á næstunni og æfingar hefjast í kjölfarið. Markmiðið er...

Mikilvægt að halda óbreyttri starfsemi

Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegs árs og friðar og þakka fyrir árið 2008 sem nú er ný liðið. Mikilvægi íþrótta þarf ekki að útskýra fyrir neinum en þó má með sanni segja að í því ástandi sem nú...

Jón Margeir sá fjórði úr Ösp sem vinnur Sjómannabikarinn

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í innilauginni í Laugardal þann 4. janúar síðastliðinn þar sem Jón Margeir Sverrisson sundmaður frá Ösp hampaði Sjómannabikarnum fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir synti...

Knattspyrnuæfingar fatlaðra á Akranesi

Samstarfsverkefni KSÍ, ÍA og Þjóts Næstkomandi laugardag hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaðra á Akranesi og fara þær fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.  Þessar æfingar eru samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands, ÍA og Þjóts sem er íþróttafélag fatlaðra á Akranesi. Æfingarnar verða á hverjum...

Myndasafn og fleira frá Nýárssundmótinu

Hið árlega Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í innilauginni í Laugardag sunnudaginn 4. janúar síðastliðinn. Alls var 81 keppandi skráður til leiks frá sjö félögum. Skólahljómsveit Kópavogs sá um tónlistarflutning á mótinu og Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalags Íslands var heiðursgestur...

Áætlun sundnefndar 2009

Nú er komin hér inn á síðuna áætlun sundnefndar ÍF fyrir árið 2009. Smellið hér til að skoða áætlunina.

Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn

Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra fyrir börn og unglinga árið 2009 var rétt í þessu að ljúka þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir syndir fyrir Íþróttafélagið Ösp og vann besta afrekið í 50m. skriðsundi...

Gleðilegt nýtt ár

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar samfylgdina á árinu 2008.

Ólafur Stefánsson Íþróttamaður ársins: Eyþór fékk eitt atkvæði

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík. Kynntir voru þeir tíu íþróttamenn sem hlutu flest stig í kjöri íþróttafréttamanna en þar fékk sundmaðurinn Eyþór Þrastarson ÍFR/Ægir eitt stig og hafnaði...

Jólaball CP félagsins og SLF

Í dag,mánudaginn 29. desember klukkan 16.30 verður haldið jólaball CP félagsins og SLF í safnaðarheimili Grensáskirkju, að Háaleitisbraut 66. Jólatré, jólasveinar- með pakka og flottar veitingar. Verð 500 krónur fyrir 12 ára og eldri Reiðufé - enginn posi verður á staðnum

Gleðileg jól

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samfylgdina á árinu 2008.