Fréttir

Kappsamur dagur að baki í Svíþjóð

Keppni í sundi fór fram í dag á Norræna barna- og unglingamótinu sem nú stendur yfir í bænum Eskilstuna í Svíþjóð. Íslenski hópurinn telfdi fram 11 sundmönnum sem allir stóðu sig með glæsibrag. Nokkuð var um bætingar og sumir voru...

Heimsókn á hjólabraut og skotfimikeppni

Fimmti dagurinn á Norræna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna er nú að baki og var margt forvitnilegt sem dreif á dag íslenska hópsins. Hápunktur dagsins var þó heimsókn á hjólabraut þar sem fylgst var með ofurhugum á mótorhjólum keppa í...

Dýragarður og framandi íþróttir í Eskilstuna

Viðburðaríkurdagur er nú að kveldi kominn og sem fyrr hér á Norræna barna- og unglingamótinu í Svíþjóð var einmuna veðurblíða. Vafalítið var það heimsókn í nálægan dýra- og skemmtigarð sem stóð upp úr en þar gaf að líta strúta, krókódíla,...

Púlað í 35 stiga hita

Hitinn fór upp í allt að 35 stigum í Eskilstuna í dag á Norræna barna- og unglingamótinu. Íslensku krakkarnir fóru á tvær æfingar í dag, eina fyrir hádegi og aðra eftir hádegi svo nú undir kvöldmat var hópurinn ansi þreyttur....

Norræna barna- og unglingamótið sett í Eskilstuna

Í dag fór fram setningarathöfnin á Norræna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna í Svíþjóð. Norðurlöndin gengu fylktu liði í miðbæ Eskilstuna með kröfuspjöld sem tíunduðu gildi þess að stunda íþróttir. Íslenski hópurinn sýndi allar sínar bestu hliðar og að lokinni setningarathöfninni...

Hópurinn kominn á áfangastað í brakandi blíðu

Tuttugu manna hópur er nú kominn út til Eskilstuna í Svíþjóð frá Íþróttasambandi fatlaðra. Um er að ræða 14 krakka á aldrinum 12-16 ára sem taka munu þátt í mótinu og 6 fararstjóra. Íslenski hópurinn lagði eldsnemma af stað í...

Hópurinn kominn á áfangastað í brakandi blíðu

Tuttugu manna hópur er nú kominn út til Eskilstuna í Svíþjóð frá Íþróttasambandi fatlaðra. Um er að ræða 14 krakka á aldrinum 12-16 ára sem taka munu þátt í mótinu og 6 fararstjóra. Íslenski hópurinn lagði eldsnemma af stað í...

Sumarhátíð CP félagsins

Sumarhátíð CP félagsins fer að þessu sinni fram í Reykholti í Biskupstungum helgina 3.-5. júlí næstkomandi.  Boðið er uppá stæði fyrir tjaldið eða gistingu í svefnpokaplássi. Þeir sem ekki vilja gista geta keyrt á staðinn að morgni laugardags og til baka...

Fyrsta sumarmótið hjá GSFÍ sunnudaginn 28. júní

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi standa að sínu fyrsta sumarmóti í golfi næsta sunnudag en mótið fer fram á par 3 vellinum hjá Golfklúbbnum Oddi, betur þekktur sem Ljúflingurinn. Mótið hefst kl. 10:00 og er 9 holu punktakeppni með forgjöf. Að móti...

Stjórn ÍF skiptir með sér verkum

Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar hjá Íþróttasambandi fatlaðra kjörtímabilið 2009-2011 fór fram mánudaginn 15. júní síðastliðinn. Á fundinum skipti stjórn með sér verkum. Þórður Árni Hjaltested var skipaður gjaldkeri, Jóhann Arnarson var skipaður ritari og Ólafur Þ. Jónsson varð meðstjórnandi. Frá...

Fjörður bikarmeistari annað árið í röð

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Akureyrarlaug um síðastliðna helgi þar sem Fjörður fór með sigur af hólmi annað árið í röð. Glæsilegur árangur hjá Firði sem rakaði saman alls 13112 stigum á mótinu. Öspin hafnaði í 2....

Að loknu Evrópumeistaramóti

Íslenski hópurinn sem tók þátt á Evrópumeistaramóti fatlaðra í borðtennis í Genova á Ítalíu er væntanlegur heim í dag. Hópinn skipuðu þeir Helgi Þór Gunnarsson, þjálfari, Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, og Tómas Björnsson, ÍFR. Heimasíða ÍF náði tali af Helga...

Ingi Þór: Verður virkilega spennandi

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram á Akureyri laugardaginn 13. júní þar sem fjögur aðildarfélög ÍF eru skráð til leiks en þau eru heimamenn í Óðni, bikarmeistarar 2008 frá Firði, Ösp og ÍFR. Alls verða 60 keppendur á mótinu...

Góður félagi fallinn frá

Leifur Karlsson góður félagi og ómetanlegur liðsmaður ÍF lést sunnudaginn 6. maí sl. í Danmörku. Hann var til margra ára einn af máttarstólpum bogfimiíþróttarinnar hér á landi og til að vinna að framgangi íþróttarinnar sat Leifur m.a. í bogfiminefnd ÍF...

Golfæfingar í aðstöðu GK fyrir hreyfihamlaða

Sumarnámskeið í golfi fyrir hreyfihamlaða eru farin af stað en námskeiðin munu í sumar fara fram á miðvikudögum frá kl. 16-18. Magnús Birgisson verður kennari á námskeiðunum sem fara fram í æfingaaðstöðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. ÍF hvetur sem flesta...

Þátttöku Íslands lokið á EM

Íslendingar hafa lokið þátttöku sinni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í borðtennis sem fer nú fram í Genova á Ítalíu. Þeir félagar Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, og Tómas Björnsson, ÍFR, eru báðir úr leik og eru því væntanlegir aftur heim til Íslands...

Einmuna veðurblíða á Íslandsmóti ÍF í Kópavogi

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kópavogsvelli um síðastliðna helgi þar sem 33 keppendur frá 10 aðildarfélögum ÍF tóku þátt. Mótið heppnaðist einkar vel enda skörtuðu veðurguðirnir sínu bestu hliðum sem og keppendur sjálfir. Keppt var í...

Jóhann kominn áfram í sitjandi flokki

Það hefur gengið upp og ofan hjá þeim félögum Jóhanni og Tómasi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í borðtennis sem nú fer fram í Genova á Ítalíu. Jóhann Rúnar er kominn áfram í sitjandi flokki en Tómas er fallinn úr leik. Báðir...

Strákarnir komnir til Ítalíu

Evrópumeistaramótið í borðtennis hefst í Genova á Ítalíu í dag en þar á meðal eru tveir íslenskir keppendur þeir Jóhann Rúnar Kristjásson, NES, og Tómas Björnsson, ÍFR. Þjálfari þeirra í ferðinni er Helgi Þór Gunnarsson en hópurinn hélt út á...

Bætingar hjá Eyþóri í Þýskalandi

Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson, ÍFR/Ægir, keppti á opna þýska meistaramótinu í sundi um hvítasunnuhelgina þar sem hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 800m. skriðsundi. Í 800m. skriðsundi synti hann á 10:32,16 mín. sem er nýtt met. Eyþór bætti sig nokkuð í...