Fréttir
Evrópuleikar Special Olympics
Varsjá, Póllandi 18. – 23. september 2010 Íþróttasamband fatlaðra sendir fimmtán keppendur á leikana en þeir taka þátt í borðtennis, frjálsum íþróttum, keilu og lyftingum. Borðtennis; Sigurður A Sigurðsson, Soffía Rúna Jensdóttir og Guðmundur Hafsteinsson, ÍFR og Sunna Jónsdóttir, Akri. Þjálfari...
Sigurborg afhenti hlaupafé: Team Össur á fleygiferð
Einn helsti styrktar- og samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra er stoðtækjafyrirtækið Össur. Á dögunum fór Reykjavíkurmaraþonið fram þar sem fjöldi starfsmanna Össurar hljóp til styrktar ÍF. Alls söfnuðu starfsmennirnir 399.500 kr. fyrir ÍF og var það framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF, Ólafur...
Áhugasamur hópur í Íþrótta- og ævintýrabúðum ÍF
Dagana 18.-20. ágúst síðastliðinn fóru fram Íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni. Búðirnar voru fyrir hreyfihömluð/sjónskert ungmenni á aldrinum 12-16 ára og voru þær þátttakendum að kostnaðarlausu. Alls voru fimm ungmenni skráð til búðanna sem æfðu undir handleiðslu landsliðsþjálfara...
Norræna barna- og unglingamótið í Finnlandi 2011
Í ágúst á næsta ári fer Norræna barna- og unglingamótið fram í Finnlandi. Venju samkvæmt er mótið fyrir börn á aldrinum 12-16 ára og hefur Ísland ekki látið sitt eftir liggja enda eitt af fyrstu verkefnum ungra fatlaðra íþróttamanna á...
Starfsmenn Össurar hlupu til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra
Góð stemming myndaðist í Reykjavíkurmaraþoninu hjá starfsmönnum Össurar þegar þeir lögðu af stað í hlaupið. Um 70 starfsmenn skráðu sig til þátttöku þetta árið. Alls 14 starfsmenn tóku þátt í hálfmaraþoni, 39 í 10 km, 16 í skemmtiskokki og fjöldamargir...
Jóhann komst í 9.-12 manna úrslit í Köln
Borðtennisspilarinn Jóhann Rúnar Kristjánsson lék á Opna þýska meistaramótinu sem fram fór í Köln um síðastliðna helgi. Bestum árangri náði Jóhann í einliðaleiknum þar sem hann komst í 9-12 manna úrslit. Framundan eru sterkar æfingabúðir í Slóveníu og svo Heimsmeistaramótið...
London 2012: Tvö ár til stefnu
Nú eru aðeins tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra í London fer fram en undirbúningur fyrir bæði Ólympíuleikana og Ólympíumótið hefur staðið lengi yfir. Þúsundir sjálfboðaliða hafa þegar skráð sig til leiks og enn er verið að taka á móti...
Stefnumótunarfundur Nord-Hif í Danmörku
Helgina 27.-29. ágúst sátu fulltrúar ÍF stefnumótunarfund Nord-Hif (Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum), en Ísland fer með formennsku í samtökunum næstu þrjú árin. Markmið fundarins var að móta framtíðarstefnu samtakanna í áframhaldandi samstarfi Norðurlandaþjóðanna. Á fundinum kom m.a. fram að allar...
Jóhann á opna þýska í Köln
Jóhann Rúnar Kristjánsson borðtennismaður er nú staddur í Köln í Þýskalandi á opna þýska meistaramótinu. Með Jóhanni í för er Helgi Þór Gunnarsson landsliðsþjálfari ÍF í borðtennis. Jóhann og Helgi undirbúa sig nú af kappi fyrir Heimsmeistaramótið í borðtennis sem fram...
Námskeið í sitjandi blaki
Helgina 3.-5. september mun Blaksamband Íslands standa fyrir veglegri blakhelgi. Í boði verða afreksbúðir fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára, U19 ára landsliðin koma saman til æfinga og haldin verður stór þjálfararáðstefna. Fyrirhugað er að vera með sérnámskeið fyrir íþróttakennara...
Samantekt um Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi sem fram fór í Eindhoven í Hollandi var sögulegt fyrir margar hluta sakir. Þannig tóku 649 sundmenn frá 53 löndum þátt í mótinu sem gerir mótið að fjölmennasta sundmóti sem IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) hefur staðið fyrir...
Úrslit frá opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum
Nú um helgina tók Baldur Ævar Baldursson þátt í opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Þátttaka hans á mótinu var lokatilraun til að ná tilskyldum lágmörkum fyrir Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer á Nýja-Sjálandi í byrjun janúar...
Eyþór í fimmta sæti
Síðdegis í gær keppti Eyþór Þrastarson í úrslitum í 400 m skriðsundi í flokki blindra (S11). Hafnaði Eyþór í 5. sæti, synti á tímanum 5:08.02 mín. Fjórir fyrstu í þessu úrslitasundi syntu undir fimm mínútum þar sem hinn spænski Enhamed...
Opna danska meistaramótið í frjálsum íþróttum
Nú um helgina mun Baldur Ævar Baldursson taka þátt í opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Baldur Ævar, sem keppir í flokki hreyfihamlaðra T37, mun á mótinu taka þátt í langstökki, kúluvarpi og spjótkasti. ...
Úrslit síðasta dags HM fatlaðra í sundi
Íslensku keppendurnir á HM fatlaðra í sund luku þátttöku sinni á mótinu í morgun. Eyþór Þrastarson hafnaði þá í 12. sæti í 100 m baksundi flokki S11 (flokki blindra) synti á tímanum 1:21.04 mín. Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson tóku...
Eyþór í úrslit og Íslandsmet hjá Hirti
Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þeir Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Hjörtur Már Ingvarsson í 200 m skriðsundi flokki hreyfihamlaðra (S5). Eyþór synti sig inn í úrslit, synti á...
Fjórði keppnisdagur HM fatlaðra í sundi – Eyþór með Íslandsmet
Á fjórða keppnisdegi HM fatlaðra í sundi kepptu í undanrásum í morgun þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m...
Stór dagur hjá íslensku keppendunum
Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk...
Anna Kristín með Íslandsmet
Eini íslenski keppandinn sem stakk sér til sunds á HM fatlaðra í morgun var Anna Kristín Jensdóttir en hún tók þátt í 100 m bringusundi SB5 (flokki hreyfihamlaðra). Anna Kristín hafnaði í 9. sæti á nýju Íslandsmeti, tímanum 2:22.60 mín...
Keppni hafin á HM fatlaðra í sundi - Íslandsmet hjá Hirti
Keppni á HM fatlaðra í sundi hófst í morgun og þá voru í eldlínunni og kepptu í undanrásum þeir Eyþór Þrastarson og Hjörtur Már Ingvarsson. Eyþór hafnaði í 11. sæti í sínum flokki S11(flokki blindra), synti á tímanum 2.57.23 sem...