Fréttir

Fjörður bikarmeistari þriðja árið í röð

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra var rétt í þessu að ljúka í blíðskaparviðri á Akureyri. Liðsmenn Fjarðar frá Hafnarfirði höfðu öruggan sigur á mótinu og hafa því unnið bikarinn þrjú ár í röð, glæsilegur árangur en Fjarðarliðar rökuðu inn 12299 stigum á...

60 keppendur á bikarmóti ÍF

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram á Akureyri á morgun, þann 12. júní. Upphitun hefst kl. 11:00 í Akureyrarlaug og mótið sjálft hefst kl. 12:00.Fjörður á titil að verja en félagið vann mótið fyrir Norðan í fyrra. Að þessu sinni...

Myndasafn: Íslandmót ÍF í frjálsum utanhúss

Nú má finna myndasafn frá Íslandsmóti ÍF í frjálsum Íþróttum inni á myndasíðu ÍF en mótið fór fram á Laugardalsvelli þann 5. júní síðastliðinn. Alls voru 44 keppendur skráðir til leiks frá 12 félögum. Smellið hér til að sjá myndasafnið Ljósmynd/ Akureyringurinn...

Suðrasystur komu færandi hendi á Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Laugardalsvelli laugardaginn 5. júní. Alls voru 44 keppendur skráðir til leiks frá 12 félögum. Að frátalinni svifryksmengun voru aðstæður góðar við mótið en sökum mengunarinnar var ákveðið að fella niður lengstu...

Öspin í góðu yfirlæti á Gíbraltar

Þessa dagana er myndarleg sveit frá Íþróttafélaginu Ösp stödd á Gíbraltar þar sem afmælismót Special Olympics á Gíbraltar fer fram. Sverrir Gíslason, einn leiðangursmanna, sendi okkur þessa mynd af hópi Aspar en hópurinn keppir m.a. í knattspyrnu, sundi og frjálsum á...

Fjölgun milli ára á Íslandsmótinu í frjálsum

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 5. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er ráðgert að því ljúki um kl. 14:00. Keppt verður í 100, 200 og 400 m. hlaupi, langstökki með atrennu,...

Fundur um málefni Golfsamtaka Fatlaðra

N.k. miðvikudag 2. Júní kl.17:00 verður fundur á skrifstofu GSÍ um málefni Golfsamtaka Fatlaðra þar sem undirbúinn verður aðalfundur samtakanna og rætt um starfið í sumar. Áhugasamir eru hvattir til mæta á fundinn.

Eitt gull og tvö brons í Hollandi

Þau Baldur Ævar Baldursson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir eru væntanleg aftur til Íslands í dag með gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í farteskinu frá opna hollenska mótinu í frjálsum íþróttum. Mótið fór fram í Emmen í Hollandi um síðastliðna helgi og...

Íslenski hópurinn klár í slaginn í Hollandi

Íslenski hópurinn er lentur og búinn að koma sér vel fyrir í Emmen í Hollandi þar sem opna hollenska mótið í frjálsum íþróttum fer fram um helgina. Hópurinn fór í morgun í heimsókn á keppnisvöllinn og skoðaði aðstæður. Tveir keppendur frá...

Ingeborg og Baldur á opna hollenska

Frjálsíþróttafólkið Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Baldur Ævar Baldursson halda til Hollands á morgun þar sem þau munu taka þátt í opna hollenska frjálsíþróttamótinu fyrir Íslands hönd. Mótið fer fram í Emmen í Hollandi sem er í um það bil 200 km. fjarlægð...

Andlát: Össur Aðalsteinsson

Góður félagi og mikill velgjörðamaður Íþróttasambands fatlaðra, Össur Aðalsteinsson lést hinn 13. maí sl. Leiðir Össurar og Íþróttasambands fatlaðra lágu saman í gengum störf hans fyrir Kiwanisklúbbinn Esju en klúbburinn gaf m.a. um áratuga skeið öll verðlaun til Íslandsmóta ÍF.  Var...

Bikarkeppni ÍF í sundi á Akureyri 12. júní

Nú er komið að bikarkeppni ÍF í sundi. Mótið verður á Akureyri laugardaginn 12. júní. Upphitun hefst kl. 11:00 og mótið 12:00. Mótið ætti ekki að taka nema um tvo tíma til þrjá tíma. Reglurnar í ár eru þær sömu...

Jón Margeir með besta afrekið á Asparmótinu

Um síðustu helgi fór fram 30 ára afmælismót Aspar í innilauginni í Laugardal. Á mótinu voru sett fimm Íslandsmet í sundi og keppt var um nýja bikar sem Kiwanisklúbburinn Elliði gaf til mótsins. Nýja bikarinn fékk sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson fyrir...

Mandeville tekur við af Fu Niu Lele

Ólympíuleikarnir og Ólympíumótið færast nú nær en London kraumar nú við undirbúninginn fyrir stóru stundina 2012. Í gær voru lukkudýr leikanna kynnt til leiks, á Ólympíuleikunum verður Wenlock lukkudýr leikanna en á Ólympíumóti fatlaðra verður Mandeville lukkudýr leikanna og er...

Alþjóðlegt hjólastólarallí á Íslandi!

Á alþjóða MND deginum! Staður: Thorsplan í Hafnarfirði og næsta nágrenni. Dagur: Sunnudaginn 20. Júní 2010. Stund: 14:00-? Fer alveg eftir fjölda. Keppnisflokkar: A. Rafmagnshjólastólar. B. Handknúnir stólar. C. Stjörnuflokkur á handknúnum stólum (vanir rallí ökumenn og „frægir“ einstaklingar.) Þau sem þarfnast aðstoðar manns...

Öspin 30 ára

Íþróttafélagið Ösp hélt upp á 30 ára afmæli sitt með veglegu hófi 9. maí sl. en félagið var stofnað 18. maí 1980.  Hófið var haldið að undangengnum aðalfundi félagsins þar sem auk venjulegra aðalfundarstarfa var Ólafur Ólafsson var kosinn formaður...

Afmæli ÍF

Íþróttasamband fatlaðra fagnar 31 árs afmæli sínu í dag 17. maí en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979.  Fyrsti formaður þess var Sigurður Magnússon en árið 1984 tók Ólafur Jensson við formennsku sem hann gegndi til ársins 1996 er...

Íslandsleikar Special Olympics

Íslandsleikar Special Olympics fóru fram sunnudaginn 16. maí.  Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands og eru haldnir tvisvar á ári. Þátttakendur eru frá aðildarfélögum Íþróttasambands Fatlaðra en ÍF er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi. Íslandsleikarnir voru haldnir...

Þátttöku á NM í boccia aflýst

Askan úr Eyjafjallajökli kemur víða við og hrellir marga!  Vegna öskufalls hefur þátttöku Íslands í NM í boccia 2010 nú verið aflýst þar eð hópurinn komst ekki frá Íslandi til Danmerkur eins og til stóð.Mótið, sem fram fer í Fredricia...

Asparmótið á sunnudag

Vormót Aspar verður haldið í Sundlaugini Laugardal sunnudaginn 16. maí. Upphitun hefst klukkan 12:00 og mótið klukkan 13:00.  Keppt verður í eftirtöldum greinum: 1.grein 50 skrið karla  2.grein 50 skrið kvenna3. grein 25 frjálst karla           4.grein 25 frjálst kvenna5.grein 50 bringa karla            6.grein 50...