Fréttir
Myndasafn: Fjórða safnið frá Grikklandi
Fjórða myndasafnið frá Alþjóðaleikum Special Olympics í Grikklandi er nú dottið inn á myndasíðu ÍF á www.123.is/if Að þessu sinni eru það frjálsar íþróttir og sund sem fá að njóta sín en í dag lauk keppni á leikunum og á...
Meira af Hollywood stemmningunni í Grikklandi
Við höldum áfram í ,,sýnishorna-forminu“ frá Hollywood með myndbrotum á Youtube-síðu ÍF. Nú er komið inn annað eldsnöggt myndbrot frá hópnum og von á meiru svo fylgist grannt með hér á ÍF-síðunni. Smellið hér til að sjá nýja myndbandið
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hafið: Eyþór sjöundi í úrslitum
Keppni er hafin á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Berlín 3. – 10. júlí. Óhætt er að segja að keppni á mótinu hafi hafist með látum þar sem eitt heimsmet leit dagsins ljós strax í undanrásum. Metið setti hinn...
Stór dagur í Aþenu: Úrslitastund í fótboltanum
Ísland og Svartfjallaland mætast í dag kl. 13:00 (10:00 Ísl. tími) í úrslitaleik B-riðils í knattspyrnu á Alþjóðaleikum Special Olympics. B-riðill er næststerkasti riðill mótsins en leikið er í 7 manna bolta. Ísland og Svartfjallaland mættust í riðilinum þar sem Svartfellingar...
Gott silfur... gulli betra: Svartfellingar byrjuðu betur
Ísland vann í dag til silfurverðlauna í 7 manna fótbolta á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu í Grikklandi. Ísland og Svartfjallaland mættust í úrslitaleik B-riðils þar sem Svartfellingar fóru með 2-1 sigur af hólmi. Lárus Örn Sigurbjörnsson skoraði mark Íslands...
Dagskrá Íslands á Special Olympics í dag
Nóg verður um að vera hjá íslenska hópnum á Special Olympics í Aþenu í dag, 1. júlí. Guðmundur Björnsson reið á vaðið í morgun í bocce þar sem hann hafði öruggan sigur í fyrsta leik. Elín og Sigurður eru einnig...
Sveinbjörn setti þrjú ný Íslandsmet í dag
Lyftingakappinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson fór á kostum á Alþjóðaleikum Special Olympics þegar jaxlinn rakaði inn fjórum silfurverðlaunum og þremur nýjum Íslandsmetum. Sveinbjörn er í fantaformi um þessar mundir og brosti sínu breiðasta í dag við verðlaunaafhendinguna. Sveinbjörn setti nýtt Íslandsmet í hnébeygju...
Hollywood-stemmning í Aþenu
Íslenski hópurinn hefur staðið sig með mikilli prýði á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu síðustu daga. Veðrið hefur verið frábært og keppnisstaðirnir margir hverjir stórir og íburðamiklir og við þannig aðstæður er ekki úr vegi að setja saman smá ,,Hollywood-skotið“...
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi
Dagana 3. – 10. júlí n.k. fer Evrópumeistaramót fatlaðra fram í Berlín. Til gamans má geta að mótið fór fram hér á landi árið 2009. Um 450 keppendur frá 37 löndum taka þátt í mótinu sem er eitt stærsta sundmót...
Úrslitakeppnin hafin í golfi hjá Elínu og Sigurði
Sigurður Ármannsson og Elín Fanney Ólafsdóttir hófu áðan leik á þriðja hring í golfi á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu. Bæði keppa þau í níu holu keppni á mótinu undir stjórn Heiðrúnar Jóhannsdóttur, eins af sigursælustu kylfusveinum Íslands en Heiðrún...
Brons hjá Haraldi og Sigurjón í fjórða
Kapparnir Sigurjón Sigtryggsson og Haraldur Þórarinsson kepptu í 400m. hlaupi á Alþjóðaleikum Special Olympics í dag. Sigurjón keppti í flokki M04 og hafnaði í 4. sæti og Haraldur í flokki M13 og landaði þar bronsverðlaunum. Sigurjón hljóp á tímanum 1.02,10mín. og...
Andlát: Arnór Pétursson
Enn er höggvið skarð í hóp frumkvöðla íþrótta fatlaðra hér á landi en fallinn er frá Arnór Pétursson á 62 aldursári. Arnór, sem lamaðist í bílslysi rúmlega tvítugur að aldri, lét fötlun sína aldrei hamla sér í neinu sem hann...
Ísland leikur til úrslita gegn Svartfellingum: Fyrirliðinn blóðgaður
Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi. Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1. Íslenska liðið hefur því unnið alla...
Óeirðirnar fjarri keppendum og keppnisstöðum
Grikkir mótmæla nú hástöfum í höfuðborginni Aþenu. Í gær og í dag hafa almenningssamgöngur legið niðri í höfuðborginni en mótmælin og pústrarnir millum lögreglu og mótmælenda eru víðsfjarri bæði keppendum og keppnisstöðum á Alþjóðaleikum Special Olympics sem standa nú yfir...
Þvælingur á Emilíu í dag
Emelía Arnþórsdóttir hóf keppni í Bocce í dag á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu. Í bocce eru fjórar trékúlur og ein hvít kúla. Trékúlurnar eru umtalsvert þyngri en þær sem notaðar eru í boccia á Íslandi og hver spilari fær...
Æfingabúðir í Englandi
Þessa vikuna eru fjórir íslenskir íþróttamenn staddir við æfingar í Englandi á hinum fornfræga stað Stoke Mandeville, staðnum þar sem rekja má upphaf íþrótta fatlaðra til. Það var á þessum stað sem faðir íþrótta fatlaðra, Sir. Ludwig Guttmann yfirlæknir á Mandeville...
Myndasafn frá Opnunarhátíðinni
Opnunarhátíð Alþjóðaleika Special Olympics í Aþenu var ekkert slor og íslenski hópurinn skemmti sér konunglega. Fjölda mynda frá hátíðinni má nú finna inni á myndasafni ÍF á www.123.is/if eða með því að smella hér.
Heimsbyggðin viðstödd þegar Guðmundur og Áslaug settu upp hringa
Opnunarhátíð Alþjóðaleika Special Olympics fór fram í Aþenu í gærkvöldi með pompi og prakt en mesta lukku í íslenska hópnum vakti þó uppátæki þeirra Guðmundar Arnar Björnssonar og Áslaugar Þorsteinsdóttur en þau eru keppendur á vegum Íslands á leikunum. Guðmundur...
Vinabæjarheimsókn lokið: Opnunarhátíðin í kvöld
Special Olympics hópur Íslands er nú kominn til Aþenu þar sem hann dvelur til 5. júlí næstkomandi eftir rólega daga í vinabæjarheimsókninni. Þegar íslenski hópurinn kom inn til Aþenu var honum skipt upp í þrjár einingar eftir íþrótt, hver hópur...
Einn sigur í liðakeppni á opna þýska
Jóhann R. Kristjánsson tók á dögunum þátt í opna þýska meistaramótinu í borðtennis sem fram for í Bayreut í Þýskalandi. Jóhann, sem keppir í sitjandi flokki C2, tapaði báðum leikjunum í sínum flokki en í liðakeppni vannst einn leikur. Jóhann, sem...