Fréttir
Jóhann í 3.-4. sæti á Kjartansmótinu
Kjartansmót KR í borðtennis fór fram um síðustu helgi í vesturbænum þar sem Jóhann Rúnar Kristjánsson fór mikinn og hafnaði í 3.-4. sæti í 1. flokki karla. Glæsilegur árangur hjá Jóhanni. Jóhann var ekki einn á ferð á mótinu en Viðar...
Skemmtilegar knattspyrnuæfingar fyrir stelpur 12 ára og eldri
Special Olympics á Íslandi, KSÍ, knattspyrnufélagið Víkingur og íþróttafélagið Ösp hafa sett á fót samstarfsverkefni um Unified Sport á Íslandi. Unified Sport er nýtt verkefni hér á landi en verkefnið er á vegum Special Olympics international. Verkefnið felur í sér...
Íslandsmót ÍF í 25m. laug um helgina
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m. laug fer fram í Laugardalslaug dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi. Dagskrá: Laugardagur 19. nóvember 15:00-18:00Upphitun hefst kl. 14:00 Sunnudagur 20. nóvember 10:00-13:00Upphitun hefst kl. 09:00
ÍF fundaði með styrktar- og samstarfsaðilum
Þann 2. nóvember síðastliðinn bauð Íþróttasamband fatlaðra í samvinnu við Radisson Blu Saga Hotel samstarfsaðilum sínum til hádegisverðarfundar þar sem ,,Leiðin til London“ – þátttaka Íslands í Ólympíumóti fatlaðra var kynnt. Ian Whitting sendiherra Breta á Íslandi var viðstaddur fundinn en...
ÍF og Icelandair endurnýja samstarfssamning sinn
Nýlega endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning um ferðir íþróttafólks sambandsins á flugleiðum Icelandair. Samningurinn, sem gildir til eins árs, felur meðal annars í sér að allt íþróttafólk og aðrir sem ferðast á vegum sambandsins til og frá Íslandi fljúgi með...
Golfæfingar í Hraunkoti
Jóhann Hjaltason stýrir golfæfingum fyrir fatlaða í Hraunkoti á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Hraunkot er við Hvaleyrarvöll í Hafnarfirði og eru allir velkomnir. Farið er yfir undirstöðuatriði íþróttarinnar á æfingunum og á næstunni er fyrirhugað að standa að púttmóti sem verður...
Ösp stóð að boccianámskeiði fyrir áhugasama eldri borgara
Námskeið var haldið 29. október af Íþróttafélaginu Ösp fyrir félaga í Áhugamannafélagai um íþróttir eldri borgara um hvernig boccia sé spilað. Um 40 eldri borgarar mættu á kynninguna og var það fólk frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Keflavík. Leiðbeinendur...
Opnar æfingabúðir ÍF í sundi og sundkynning ÍF og Össurar
Helgina 5.-6. nóvember næstkomandi fara fram opnar æfingabúðir ÍF í sundi ásamt þriðju íþróttakynningu ÍF og Össurar fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri. Gestum við íþróttakynninguna mun gefast kostur á að sjá og hitta fremsta sundfólk landsins úr röðum...
Jón bíður staðfestingar á tveimur heimsmetum!
Extra-Stórmót SH í 25m. laug fór fram í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir létu vel að sér kveða. Jón og Kolbrún keppa bæði í flokki S14, flokki þroskahamlaðra. Laugardagur 22. október:Jón Margeir...
Fimm Íslandsmet á Norðurlandamótinu
Norðurlandamót fatlaðra í sundi fór fram í Finnlandi um helgina þar sem Ísland telfdi fram vöskum hópi sundmanna. Alls 13 íslenskir sundmenn létu til sín taka á mótinu og fimm ný Íslandsmet litu dagsins ljós. Á laugardeginum setti Guðmundur Hermannsson nýtt...
Jói í 9.-12. sæti í Króatíu
Jóhann Rúnar Kristjánsson keppti um helgina á Evrópumeistaramótinu í borðtennis sem fram fór í Króatíu. Jói keppir í flokki MS2 eða í sitjandi flokki 2. Jóhann gerði vel og komst upp úr riðlinum sínum með einum sigri og einum tapleik. Í...
Myndasafn: Ulf og Hörður sterkustu fötluðu menn heims
Dagana 7. og 8. október fór keppnin ,,Sterkasti fatlaði maður heims“ fram. Keppt var við Fjörukrána í Hafnarfirði og inni í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Hörður Árnason varð hlutskarpastur í standandi flokki og Ulf Erikson í sitjandi flokki...
Æfingabúðir ÍF í frjálsum íþróttum: Opinn tími, allir velkomnir
Föstudaginn 11. nóvember og laugardaginn 12. nóvember fara fram æfingabúðir ÍF í frjálsum íþróttum. Á laugardeginum verður opin æfing frá kl. 09.00-11.00 þar sem allir 14 ára og eldri eru velkomnir til æfingarinnar. Landsliðsþjálfarar ÍF í frjálsum munu boða frjálsíþróttafólk í...
Jóhann á leið til Króatíu
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson hélt í morgun af stað til Króatíu þar sem Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis mun fara fram. Með Jóhanni í för er Kristján Aðalbjörn Jónasson borðtennisþjálfari hjá ÍFR. Jóhann keppti á opna breska meistaramótinu í síðasta mánuði ásamt...
Boltadagurinn tókst vel í alla staði: Sundkynning næst á dagskrá
Önnur íþróttakynning ÍF og Össurar fór fram síðastliðinn föstudag í Laugardalshöll en þá var haldinn boltadagur. Um 20 ungmenni 13 ára og yngri nýttu tækifærið og spreyttu sig í hinum ýmsu boltagreinum. Dagurinn heppnaðist í alla staði vel þar sem um...
Erlingsbikarinn afhentur í fyrsta skipti um síðustu helgi
Erlingsmótið í sundi fór fram laugardaginn 8. októtber síðastliðinn. Mótið var haldið í minningum um Erling Þ. Jóhannsson sundþjálfara hjá ÍFR sem lést á síðasta ári. Hrafnhildur Hámundardóttir ekkja Erlings gaf bikar til mótsins. Keppni um bikarinn fór þannig fram...
Íþróttakynningar ÍF og Össurar halda áfram: Boltadagurinn
Íþróttakynningar Íþróttasambands fatlaðra og Össurar halda áfram en þann 14. október næstkomandi munu ÍF og Össur standa saman að boltadegi þar sem kynntar verða hinar fjölmörgu boltagreinar. Kynningin fer fram í gamla sal Laugardalshallar frá kl. 18-20. Þetta samstarfsverkefni ÍF...
Ösp stendur að skautaæfingum fyrir fatlaða
Síðastliðinn sunnudag, 9. október, hófst tíu vikna skautnámskeið hjá Öspinni. Æfingarnar fara fram í Skautahöllinni í Laugardal. Kennt verður eftir alþjóðlegum áfangamarkmiðum Special Olympics. Helga Olsen er kennari á námskeiðinu en nánari upplýsingar má nálgast hjá henni á olsen.helga@gmail.com og á...
Úrslit Íslandsmótsins í Eyjum
Íslandsmót ÍF í einstaklingskeppni í boccia í Vestmannaeyjum gekk mjög vel um síðastliðna helgi en umsjónaraðili mótsins var íþróttafélagið Ægir. 220 keppendur tóku þátt í mótinu en keppni er deildaskipt. Keppt var í 7 deildum þar sem keppendur geta unnið...
Kynning á sleðahokkí í Egilshöll
Skautafélagið Björninn verður í dag kl. 14.00 í Egilshöll með kynningu á sleðahokkí. Billy Bridges landsliðsmaður Kanada í sleðahokkí verður á staðnum og leiðbeinir. Allir eru hvattir til að fjölmenna enda kjörið tækifæri til að kynnast nýrri og skemmtilegri íþrótt....