Fréttir
Íslenska Gámafélagið til liðs við Jóhann
Í vikunni tók borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson við myndarlegum styrk frá Íslenska gámafélaginu upp á 100.000 krónur. Það var Gísli Jóhannsson hjá félaginu sem veitti Jóhanni styrkinn og hann hvetur önnur fyrirtæki til að styðja Jóhann í baráttu sinni fyrir...
Sundárið hefst í dag: Hver einasta æfing skiptir máli
Í dag hefst sundárið hjá Sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra. Verkefnin eru ærin enda Ólympíumót fatlaðra í London framundan sem og mörg önnur stór og sterk mót. Þar sem sundárið er að hefjast var ekki úr vegi að ræða stuttlega við Inga...
Engin lágmörk á MÍ: Helgi með nýtt Íslandsmet í 100m. hlaupi
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi síðla júlímánaðar þar sem nokkrir keppendur úr röðum fatlaðra freistuðu þess að vinna sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í London. Svo fór að engum tókst að ná lágmörkum þar sem vindur...
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
28. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 20. ágúst n.k. Skráning fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons www.marathon.is og líkt og áður geta þátttakendur hlaupið til góðs og safnað áheitum fyrir góðgerðar og líknarfélög. Þannig velur hlauparinn sér góðgerðarfélag til að safna áheitum...
Íslenski hópurinn hæstánægður með aðstæðurnar ytra
Sól og íþróttir í brennidepli og íslenski hópurinn á Norræna barna- og unglingamótinu í Finnlandi hefur ekki slegið slöku við ytra. Í gær fór fram keppni í frjálsum íþróttum þar sem allir íslensku keppendurnir sem skráðir voru í frjálsar unnu...
Norræna barna- og unglingamótið hafið í Finnlandi
Vaskur 19 manna hópur frá Íslandi hélt til Finnlands snemma í gær til þess að taka þátt í Norræna barna- og unglingamótinu. Mótið fer fram í Pajulahti sem er í rétt rúmlega 100 km. fjarlægð frá höfuðborginni Helsinki. Gærdagurinn fór...
Skrifstofa ÍF lokuð í næstu viku vegna sumarleyfa
Skrifstofur Íþróttasambands fatlaðra verða lokaðar í næstu viku frá og með mánudeginum 25. júlí fram til þriðjudagsins 2. ágúst. Sé erindið brýnt er hægt að hafa samband við ÍF á tölvupósti, if@isisport.is
Jóhanna varði titilinn á minningarmóti Harðar Barðdal
Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. júlí síðastliðinn. Jóhanna Ásgeirsdóttir kom sá og sigraði í flokki fatlaðra og varði þar með titilinn frá árinu 2010 þegar hún varð fyrst til að hafa sigur...
Að loknu EM og verkefnin framundan
Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi lauk í Berlín um síðustu helgi. Jón Margeir Sverrisson, S14, og Eyþór Þrastarson, S11, kepptu fyrir Íslands hönd á mótinu. Árangur þeirra var í samræmi við væntingar, Jón Margeir rétt missti af verðlaunum í 100 m....
EM að ljúka í Berlín
Þátttöku Íslands á EM fatlaðra í sundi lauk í gær þegar Eyþór Þrastarson keppti í 200m. fjórsundi. Eyþór hafnaði í 8. sæti í úrslitum á tímanum 2.55,85mín. Með þessum tíma bætti Eyþór sinn persónulega árangur um tvær sekúndur en Íslandsmetið...
Bronsið rétt rann úr greipum Jóns Margeirs
Félagarnir Eyþór Þrastarson og Jón Margeir Sverrisson eru báðir staddir á EM fatlaðra í sundi í Berlín og voru rétt í þessu að ljúka næstsíðasta keppnisdegi mótsins. Jón Margeir sem keppir í flokki S14, þroskahamlaðra, rétt missti af bronsinu í...
Minningarmót um Hörð Barðdal þriðjudaginn 19. júlí
Golfsamtök fatlaðra á Íslandi munu standa að púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 19. júlí næstkomandi. Hörður var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gengdi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna landsins í...
Jón Margeir dæmdur úr leik
Jón Margeir Sverrisson var í morgun dæmdur úr leik í 100m. baksundi í flokki S14 á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Berlín. Heimur íþróttanna getur verið harður í horn að taka og því fékk Jón að kynnast í morgun og...
Alþjóðaleikunum lokið í Aþenu
Í gærkvöldi fór fram lokahátíð Alþjóðaleika Special Olympics og var venju samkvæmt mikið um dýrðir. Suður-Kórea tók t.d. við fána Special Olympics á hátíðinni þar sem Vetrarleikar SO fara fram í Kóreu í janúar á næsta ári. Íslenski hópurinn hefur verið...
Þriðja keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi lokið
Á þriðja keppnisdegi Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Berlin keppti Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi í flokki blindra (S11)Hafnaði Eyþór í fimmta sæti á tímanum 5:15.85 mín. sem er hans besti tími í ár. Eyþór...
Myndasafn: Frá úrslitaleiknum gegn Svartfellingum
Við höfum nú sett inn veglegt myndasafn frá úrslitaleik Íslands og Svartfjallalands í knattspyrnu á Alþjóðaleikum Special Olympics sem lauk í gær í Aþenu í Grikklandi. Íslenska knattspyrnuliðið keppti í 7 manna fótbolta og náði þar í silfurverðlaun, vel gert hjá...
Síðasta verk sundhópsins að landa bronsi
Mikill erill var hjá íslenska sundhópnum á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu og í gær lauk þátttöku Íslands á leikunum þegar sundhópurinn tók þátt í 4x50m. boðsundi karla. Ísland vann til bronsverðlauna í greininni, flottur árangur hjá hópnum sem hafði...
Myndunum rignir inn á www.123.is/if
Látunum linnir ekkert í myndaflóðinu hjá okkur á Special Olympics í Aþenu. Nú þegar lokahátíð leikanna er framundan í kvöld halda myndirnar áfram að streyma. Nú er komið inn nýtt myndasafn, það fimmta í röðinni, á myndasíðu ÍF www.123.is Þetta...
Bocce-hópurinn hefur lokið keppni: Upp og niður í tvíliðaleiknum
Guðmundur Örn Björnsson og Emelía Arnþórsdóttir hafa lokið keppni í Bocce á Alþjóðaleikum Special Olympics. Í gær kepptu Guðmundur og Emelía í tvíliðaleik í bocce og dagurinn hófst brösuglega með 11-6 tapi gegn Bangladesh en næsti leikur parsins fór 12-0! Þriðja...
Daníel með tvö gull í Aþenu
Daníel Vignir Unnarsson vann í dag til tveggja gullverðlauna í lyftingum á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu. Daníel hafði sigur í sínum flokki, 125kg. flokki í samanlögðu og vann því til tvennra gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna. Daníel tók gull í samanlögðu eins...