Fréttir

Sjö fatlaðir íþróttamenn hlutu styrk úr Afrekssjóði

Styrkveitingar ÍSÍ nema samtals rúmlega 96 milljónum króna fyrir árið 2016. Á Íþróttaþingi 2013 var ákveðið að fella niður Styrktarsjóð ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og sameina hann við Afrekssjóð ÍSÍ. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2014 hækkaði...

Eldey styrkir Íþróttasamband fatlaðra

Kiwanisklúbburinn Eldey afhenti nýlega styrk til Íþróttasambands fatlaðra og fór afhendingin fram í húsakynnum Eldeyjar að Smiðjuvegi 13 a, Kópavogi.Fulltrúi frá Íþróttasambandi fatlaðra veitti móttöku styrknum sem mun verða settur í verkefni er tegngist sumardvöl að Laugarvatni  fyrir fatlaða en...

RIG um helgina

Keppni í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games fer fram í Laugardalslaug dagana 17.-19. janúar næstkomandi. Alla þrjá keppnisdagana hefst upphitun kl. 12:00 og keppni kl. 13:00. Hér að neðan fer greinaröð mótsins en lokaskiladagur skráninga á RIG er í...

Fundur um flokkunarmál

Sunnudaginn 19. janúar næstkomandi verður kynningarfundur um stöðu flokkunarmála fatlaðra sundmanna. Ingi Þór Einarsson annar tveggja landsliðsþjálfara ÍF í sundi mun stýra fundinum. Ingi Þór er einnig einn helsti flokkari í flokki S14 í sundi, flokki þroskahamlaðra.Allir eru velkomnir en...

Samstarfssamningur Knattspyrnusamband Íslands og Special Olympics á Íslandi

Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi.  KSÍ hefur verið í samstarfi við Special Olympics á Íslandi vegna ýmissa verkefna m.a. Íslandsleika í knattspyrnu. Íþróttagreinastjóri Special Olympics í knattspyrnu er starfsmaður KSÍ og hefur verið fulltrúi Íslands á...

Hvati kominn á netið

Nýjasta tölublað Hvata er komið á netið en það er annað tölublað 2013 sem Íþróttasamband fatlaðra gaf út á síðari hluta desembermánaðar 2013. Í blaðinu kennir ýmissa grasa en þar er m.a. vegleg kynning Vetrarólympíumóti fatlaðra sem fram fer í...

Nóg við að vera í upphafi árs

Skíðafólkið Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson hófu nýja árið 2014 með látum en þau eru nú stödd í Winter Park í Denver í Bandaríkjunum. Erna og Jóhann eru í óðaönn við undirbúning fyrir þátttöku sína í Vetrarólympíumóti fatlaðra sem...

Myndband og myndasafn frá Nýárssundmótinu

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug þann 4. janúar síðastliðinn. Eins og áður hefur komið fram var það Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH, sem hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Hér að neðan má nálgast myndband frá mótinu...

Kolbrún jafnaði Birki og vann Sjómannabikarinn fjórða árið í röð

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag. Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut fyrir það hinn eftirsótta Sjómannabikar. Þetta var fjórða árið í röð sem Kolbrún vinnur Sjómannabikarinn og þar með jafnaði hún...

Helgi áttundi í kjöri Íþróttamanns ársins

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins 2013. Gylfi hlaut 446 stig í kjörinu en frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir hafnaði í 2. sæti og handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hafnaði í 3. sæti. Helgi Sveinsson, Ármann, var á topp tíu listanum í...

Kristín sjöunda inn í heiðurshöllina

Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ og er þar með sjöundi einstaklingurinn sem hlotnast þessi heiður. Tilkynnt var um þetta á hófi Íþróttamanns ársins þann 28. desember síðastliðinn en hófið er haldið árlega af Íþrótta- og...

Jólakveðja ÍF 2013

Íþróttasamband fatlaðra óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Þökkum samfylgdina á árinu 2013.Stjórn Íþróttasambands fatlaðraMynd/ Keppendur Íslands á HM fatlaðra í sundi og frjálsum sumarið 2013.

Helgi íþróttakarl Reykjavíkur 2013

Helgi Sveinsson sópar til sín viðurkenningunum þessa dagana en miðvikudaginn 18. desember var hann útnefndur íþróttakarl Reykjavíkur 2013. Þegar hefur Helgi verið útnefndur íþróttamaður Íþróttasambands fatlaðra þetta árið sem og Íþróttamaður Ármanns. Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona úr ÍR var svo útnefnd...

Skíðanámskeið fyrir fatlaðra í febrúar og mars 2014

Boðið verður uppá skíðanámskeið fyrir fatlaða í samstarfi við ÍF og VMÍ í Hlíðarfjalli helgina 14.- 16, febrúar 2014.  Helgina 28.febrúar - 2. mars 2014 verður námskeið í Bláfjöllum. Skráning og allar nánari upplýsingar gefur Elsa Björk Skúladóttir, elsa@saltvik.is

Helgi Íþróttamaður Ármanns 2013

Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sópar til sín verðlaununum þessi dægrin en um helgina var hann útnefndur Íþróttamaður Ármanns 2013. Helgi var einnig á dögunum útnefndur Íþróttakarl ársins úr röðum fatlaðra. Á heimasíðu Ármenninga segir:Kempan er Reykvíkingur, fæddur 1979. Helgi fékk krabbamein...

Grámulla til styrktar íþróttastarfi fatlaðra barna

Skartgripir Leonard sem tengdir eru Flóru Íslands hafa verið seldir til stuðnings íþrótta- og tómstundastarfi barna síðustu ár og að þessu sinni verður Grámulla seld til styrktar íþróttastarfi barna hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Það var handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson sem afhenti þremur...

Tímabilið hafið í Bandaríkjunum hjá Ernu og Jóhanni

Erna Friðriksdóttir og Jóhann Hólmgrímsson sem æfa hjá NSCD í Winter Park fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sochi 2014 hófu keppnistímabilið í síðustu viku í Copper Mountain þar sem þau kepptu í stórsvigi.Tvær ferðir eru farnar hvorn keppnisdag og fyrri keppnisdag...

Íslandsmót ÍF 2014 í umsjón Akurs á Akureyri

Í tilefni 40 ára afmælis íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á næsta ári  mun Íslandsmót ÍF 2014  í boccia sveitakeppni, borðtennis og lyftingum verða í umsjón íþróttafélagsins Akurs og fara fram á Akureyri.Mótið hefst á föstudagsmorgni 11. apríl og lýkur með...

Helgi og Jón Margeir tilnefndir sem íþróttakarlar Reykjavíkur

Helgi Sveinsson Íþróttamaður ársins 2013 úr röðum fatlaðra og heimsmeistari í spjótkasti í flokki F42 hefur verið tilnefndur sem íþróttakarl ársins í Reykjavík. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hefur einnig verið tilnefndur. Tilkynnt verður hver hlýtur sæmdartitlana, Íþróttakarl og Íþróttakona ársins,...

Fjögur ný Íslandsmet um helgina

Fjögur ný Íslandsmet féllu um helgina þegar fatlað íþróttafólk lét að sér kveða í bæði frjálsum og sundi. Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi um helgina í flokki þroskahamlaðra. Hulda sem tók þátt í aðventumóti Ármanns varpaði kúlunni...