Fréttir

Anna Karólína tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

Í gærkvöldi voru hin árlegu Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent og átti Íþróttasamband fatlaðra einn fulltrúa í hópnum en Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics hlaut tilnefningu í flokki einstaklinga fyrir að hvetja fatlað fólk til að stunda fjölbreyttar íþróttir.Tilnefnt var í...

Spennandi tilboð í Winter Park Colorado– frábært tækifæri

NSCD Winter Park Colorado er að bjóða íslenskri konu að koma til Winter Park og taka þátt í verkefni sem tengist skiðaþjálfun fatlaðra.Hún mun fá kennslu og leiðbeiningar og taka síðan þátt í þjálfun og kennslu með öðrum víða að...

Aníta bætti 19 ára gamal met Sigrúnar

Aníta Ósk Hrafnsdóttir sundkona bætti um helgina 19 ára gamalt met Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur í 200m bringusundi í 25m sundlaug. Aníta sem keppir í flokki S14, flokki þroskahamlaðra, bætti metið á bikarmóti SSÍ sem fram fór síðustu helgi.Fyrra met...

Helgi Sveinsson og Thelma Björg Björnsdóttir Íþróttafólk ársins 2013

Helgi Sveinsson er íþróttamaður ársins 2013 úr röðum fatlaðra og Thelma Björg Björnsdóttir er íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra. Helgi og Thelma eiga bæði glæsilegt ár að baki en Helgi varð heimsmeistari í spjótkasti á Heimsmeistaramótinu í Lyon í Frakklandi...

Erna og Jóhann komin til Winter Park

Skíðafólkið Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson eru komin til Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum en þar verða þau við æfingar næstu mánuði fram að Vetrarólympíumóti fatlaðra sem fram fer í mars á næsta ári í Sochi í Rússlandi....

Kolbrún Alda bætti 14 ára gamalt met Báru

Íslandsmót ÍF í 25m laug fór fram í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Fjöldi nýrra Íslandsmeta leit dagsins ljós og þá féll 14 ára gamalt met í flokki þroskahamlaðra kvenna þegar Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH, bætti met Báru Bergmann Erlingsdóttur frá...

Fimm Íslandsmet á fyrri hluta ÍM 25

Íslandsmót fatlaðra í 25m laug stendur nú yfir í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Í gær féllu fimm Íslandsmet og þrjú þeirra komu úr ranni sundmanna hjá ÍFR.Íslandsmet - laugardagur Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR - S850m baksund - 38,46 sek.Kolbrún Alda Stefánsdóttir,...

19 Íslandsmet í Ásvallalaug

Íslandsmóti ÍF í 25m sundlaug er lokið en mótið fór fram um helgina í Ásvallalaug. Alls voru 19 ný Íslandsmet sett á mótinu, nokkur þeirra komu á mótshlutum Sundsambands Íslands þar sem Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda náðu lágmörkum...

ÍM 25 í beinni á Sport TV

Íslandsmót SSÍ og ÍF í 25m laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um komandi helgi. Keppt verður föstudag, laugardag og sunnudag og mun Sport TV vera með beinar netútsendingar frá mótinu.Á laugardag og sunnudag munu fatlaðir sundmenn keppa á...

ÍF og Icelandair framlengja samstarf sitt

Nýlega endurnýjuðu Icelandair og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning um ferðir íþróttafólks sambandsins á flugleiðum Icelandair. Samningurinn, sem nær til ársins 2014, felur meðal annars í sér að allt íþróttafólk og aðrir sem ferðast á vegum sambandsins til og frá Íslandi fljúgi...

Svíar í pottinn fyrir Vetrarólympíumótið 2022

Svíar eru nú orðnir fjórða þjóðin sem lýst hefur áhuga á því að halda Vetrarólympíuleikana 2022 og þar af leiðandi Vetrarólympíumót fatlaðra sem færi fram tæpum tveimur vikum eftir Vetrarólympíuleikana. Þetta þýðir að alls fjórar þjóðir hafa nú áhuga...

Tímamótaviðburður hjá Special Olympics á Íslandi

Tvö ný verkefni voru innleidd í starf Special Olympics á Íslandi í gær, sunnudaginn 10. nóvember. Í fyrsta skipti var knattspyrnukeppnin alfarið byggð á reglum Special Olympics á Íslandi þar sem fatlaðir og ófatlaðra keppa saman í liðum. Í fyrsta...

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum

Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ sunnudaginn 10. nóvemberDagskrá Íslandsleika Special Olympics, sunnudaginn 10. nóvemberKveikt á kyndlinum við lögreglustöðina                   kl. 10:20.Eldur tendraður við Reykjaneshöllina                       kl 10:50.Mótssetning                                                               kl. 11:00.Upphitun                                                                   kl. 11:10Keppni                                                                       kl. 11:20Verðlaunaafhending                                                  kl. 13.20   Íslandsleikar eru árlegt...

Íslenska sveitin kom heim með níu gull!

Norðurlandamót fatlaðra í sundi fór fram í Svíþjóð um síðustu helgi. Íslenska sveitin sem skipuð var 14 sundmönnum vann til 9 gullverðlauna, 7 silfurverðlauna og 5 bronsverðlauna. Þá féllu einnig 7 Íslandsmet á mótinu.Verðlaunahafar Íslands á NM 2013:Jón Margeir Sverrisson...

Frjálsíþróttanefnd ÍF með vel heppnaðar æfingar á Akureyri

Frjálsíþróttanefnd ÍF stóð fyrir opnum æfingabúðum í Boganum á Akureyri um helgina (1.-3. nóv). Fimm íþróttamenn ásamt Kristínu Lindu Kristinsdóttur formanni frjálsíþróttanefndarinnar og þjálfurunum Kára Jónssyni og Ástu Katrínu Helgadóttur fóru akandi úr höfuðborginni á föstudag og til baka á...

Myndir frá styrktarbrunch Bláa Lónsins

Um síðustu helgi fór fram Styrktarbrunch Bláa Lónsins til handa Íþróttasambandi fatlaðra og var uppselt á viðburðinn. Allur ágóði af verkefninu rann til Íþróttasambands fatlaðra. Þetta var annað árið í röð sem viðburðurinn fer fram en á síðasta ári gerði...

Glæsilegt mót hjá Grósku

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia einstaklingskeppni var haldið á Sauðárkróki, 24. - 26. október.  Umsjónaraðili mótsins í samvinnu við ÍF var íþróttafélagið Gróska sem skipulagði einstaklega glæsilegt mót.Mótið er deildakeppni þar sem keppendur með mismunandi fötlun keppast um að vinna sig upp í 1...

Jóhann varð eftir í riðlinum á Ítalíu

Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis fór fram á dögunum þar sem Ísland átti einn fulltrúa en Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, vær mættur út á meðal þeirra bestu. Jóhann komst ekki upp úr sínum riðli í einliðaleik þar sem hann tapaði öllum...

Brunch til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra

Hádegisbrunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins verður í boði  laugardaginn 26. október kl 12.00  í Bláa Lóninu. Innifalið í verði er boðskort í Bláa Lónið.Verð 3.900 kr. fyrir fullorðna. Öll innkoma rennur til Íþróttasambands FatlaðraFyrir bókanir hafðu samband í síma...

Æfingar í Markbolta hafnar

Síðasta laugardag þ.e. 5. október hófust æfingar í Markbolta hjá ÍFR í samstarfi við Blindrafélagið. Fyrsta æfingin gekk mjög vel og lofaði hún góðu um framhaldið. Níu einstaklingar mættu á aldrinum 10 til 70 ára og tóku vel á því. Markbolti...