Fréttir
Sochi: 4 dagar til stefnu
Hluti íslenska hópsins er nú kominn til Sochi þar sem vetrarólympíumót fatlaðra verður sett þann 7. mars næstkomandi með mikilli opnunarhátíð sem jafnan nær hápunkti með inngöngu íþróttamanna á Ólympíuleikvanginum. Íslenski fáninn blakti við hún í Costal Ólympíumótsþorpinu í morgun...
Sochi: 5 dagar til stefnu
Í dag eru fimm dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Hluti af íslenska hópnum lagði af stað í morgun áleiðis til Sochi og verður kominn þangað eldsnemma á morgun. Þau Hörður Finnbogason og Lilja Sólrún...
Sochi: 6 dagar til stefnu
Í dag eru sex dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) greinir frá því í dag að Ólympíumótsþorpin séu nú klár og reiðubúin til þess að taka á móti keppendum á mótinu. Íslenska...
Sochi: 7 dagar til stefnu
Eftir akkúrat eina viku fer setningarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðra í Sochi fram. Föstudaginn 7. mars munu íslensku keppendurnir, Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson, ásamt þjálfurum sínum ganga inn á Ólympíuleikvanginn.Íslenski hópurinn sem búa mun í Mountain Village Ólympíumótsþorpinu er eftirfarandi:Erna...
Sochi: 8 dagar til stefnu
Í dag eru átta dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Í gær boðað Íþróttasamband fatlaðra til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gafst færi á að ræða við Ernu Friðriksdóttur og Jóhann Þór Hólmgrímsson, keppendur Íslandsi í...
Sochi: 9 dagar til stefnu
Í dag eru 9 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Íslenski hópurinn heldur utan í tveimur hollum, það fyrsta heldur af stað 2. mars næstkomandi en keppendurnir Jóhann Þór Hólmgrímsson og Erna Friðriksdóttir leggja af...
Sochi: 10 dagar til stefnu
Í dag eru 10 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú gefið út nýtt tölublað af Paralympian og er stór hluti útgáfunnar tileinkaður Vetrarólympíumótinu í Sochi. Nýjustu útgáfuna af Paralympian má nálgast...
Sochi: 11 dagar til stefnu
Í dag eru 11 dagar þangað til Ólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Eins og áður hefur komið fram á Ísland tvo keppendur á mótinu en þau eru Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson.Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra verður með mótið...
Matthildur með nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi
Frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, setti á dögunum nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi í flokki T37 er hún kom í mark á tímanum 9,57 sek. Bætt Matthildur þar með rúmlega eins árs gamalt Íslandsmet sitt sem var 9,61 sek. en...
Lágmörk vegna Evrópumeistaramóta í sundi og frjálsum íþróttum 2014
Ólympíu- og afrekssvið ÍF hefur samþykkt tillögu íþróttanefnda og landsliðsþjálfa ÍF um að til þess að öðlast þátttökurétt á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi og frjálsum íþróttum þurfi einstaklingur að vera í B-hóp samkvæmt Afreksstefnu ÍF 2012 - 2020. Viðmið þessi gilda...
Rosa Khutor og Alpagreinarnar
Í dag eru 23 dagar þangað til Vetrarólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Íslenski hópurinn mun hafast við í Mountain Village á meðan mótinu stendur en það er á Krasnay Polyana svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan er...
Kolbrún tók síðasta met Sigrúnar
Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fjörður/SH, sló á dögunum síðasta Íslandsmetið í 50m laug sem var í eigu Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur. Sigrún Huld var einhver besti sundmaður þroskahamlaðra kvenna um árabil en nú er síðasta metið fallið. Kolbrún Alda bætti met...
Íslandsmót ÍF með breyttu sniði
Íslandsmót ÍF fara fram með breyttu sniði þetta árið en mótshlutar fara fram bæði í Reykjavík og á Akureyri. Að þessu sinni fara boccia, borðtennis og lyftingar fram á Akureyri helgina 11.-13. apríl í tilefni að 40 ára afmæli Akurs....
Bikarkeppni ÍF í sundi 7. júní
Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram þann 7. júní næstkomandi. Síðustu ár hefur mótið farið fram á Akureyri en í sumar mun mótið fara fram á Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar um mótið verða sendar þegar nær dregur en sjálfur keppnisdagurinn...
Keppnisdagskrá Ernu og Jóhanns í Sochi
Vetrarólympíumót fatlaðra fer fram í Sochi dagana 7.-16. mars næstkomandi. Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson keppa fyrir Íslands hönd í Rússlandi en keppnisdagar þeirra eru 13.-16. mars næstkomandi. Hér að neðan er keppnisdagskrá Ernu og Jóhanns.13. mars Svig karla...
Þrumu stolið
Beinar þýðingar úr enskri tungu hafa oftar en ekki gefist illa en stuðst verður við eina slíka hér því þrumu hefur verið stolið (e. to steal a thunder). Þetta orðatiltæki vísar til þess að viðfangsefni sem mögulega átti að vera...
Hulda með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi
Frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir setti á dögunum nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss er hún varpaði kúlunni 9,34 metra á Meistaramóti Íslands. Hulda sem keppir í flokki F20, flokki þroskahamlaðra, bætti met sitt um 14 sentimetra en það Íslandsmet hafði...
EM í sundi í Eindhoven 4.-10. ágúst
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, tilkynnti nú í morgun að Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug fari fram í Eindhoven í Hollandi dagana 4.-10. ágúst næstkomandi. Það verður því skammt stórra högga á milli hjá fötluðu afreksfólki í sumar því 18.-23....
Velferðarráðherra gestur Íslands í Sochi
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra verður sérstakur gestur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Sochi í Rússlandi dagana 7.-16. mars næstkomandi. Sú hefð hefur skapast að menntamálaráðherra sæki Ólympíuleika en velferðarráðherra sæki Ólympíumót og þannig var Guðbjartur Hannesson t.d. gestur...
Kolbrún setti nýtt met á RIG
Sundhluti fatlaðra á Reykjavík International Games fór fram um síðastliðna helgi í Laugardalslaug. Á mótinu var sett eitt nýtt met en það gerði Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fjörður/SH. Kolbrún bætti sitt eigið met í 100m baksundi þegar hún kom í bakkann...