Fréttir

Myndasafn frá bikarmótinu

Fjörður varð bikarmeistari í sundi um síðustu helgi og það sjöunda árið í röð. Hér má nálgast myndasafn frá bikarkeppninni.Fylgist einnig með ÍF á Instagram - npciceland

Jón stórbætti Íslandsmetið í 400m fjórsundi

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann var við æfingabúðir og keppni en um mánaðarmótin tók hann þátt í Danish International Swim Cup. Jón stórbætti þar metið sitt í 400m. fjórsundi í 25m. laug...

Fjörður bikarmeistari 2014 - Íslandsmet í blíðunni

Íslandsmót ÍF í frjálsum og bikarmót ÍF í sundi fóru fram laugardaginn 7. júní síðastliðinn. Frjálsíþróttamótið fór fram í blíðskaparviðri á Laugardalsvelli þar sem nokkur Íslandsmet litu dagsins ljós. Þá varð Fjörður bikarmeistari í sundi sjöunda árið í röð! Stefanía...

Formaður í 24 ár

Jósep Sigurjónsson lét af formennsku hjá Akri á aðalfundi Akurs þann 21.maí síðastliðinn. Nýr formaður var kjörinn Vigfús Jóhannesson. Jósep hefur verið formaður Akurs frá árinu 1990 eða í alls 24 ár og hefur skapað sér mikla virðingu innan íþróttahreyfingar...

Bikar og Íslandsmót um helgina

Íslandsmót ÍF í frjálsum og bikarmót ÍF í sundi fara fram næsta laugardag, 7. júní en Íslandsmótð í frjálsum fer fram á Laugardalsvelli og bikarmótið í sundi fer fram í Kópavogslaug. Keppni á Íslandsmótinu í frjálsum hefst kl. 13:00 en...

Hulda bætti metið um einn sentimeter

Þrír frjálsíþróttamenn tóku þátt á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um síðustu helgi. Þau Helgi Sveinsson, Ármann, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir ÍFR, og Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri, voru öll við sinn besta árangur en það var Hulda sem kom heim með...

Ösp sigursæl á Íslandsleikunum

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram á KR-vellinum um síðustu helgi. Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sá um upphitun og í mótslok sá landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback um verðlaunaafhendinguna.Þrátt fyrir rigningarsudda létu keppendur ekki deigan síga, Ösp hafði sigur...

Arnar kvaddi Sviss með Íslandsmeti í maraþoni

Arnar Helgi Lárusson er væntanlegur heim til Íslands á næstu dögum en hann hefur mest allan maímánuð verið staddur úti í Sviss við æfingar og keppni. Í gær, sunnudag, tók Arnar Helgi þátt í sínu fyrsta hjólastólamaraþoni á alþjóðlegu móti...

Inclusive Skating mótið tímamótaviðburður

23. – 25. maí var haldið skautamót í Skautahöllinni í Laugardal undir merkjum Inclusive Skating. Framkvæmdaaðilar voru Íþróttasamband fatlaðra og skautadeild Aspar í samvinnu við Inclusive Skating samtökin, Special Olympics á Íslandi og með stuðningi Skautasambands Íslands. Ísland hefur tekið...

Íslandsleikarnir í knattspyrnu á morgun

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fara fram á KR velli á morgun, sunnudaginn 25. maí, en leikarnir eru frá 12-14 á KR-vellinum í Reykjavík. Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru...

Ekkert lát á bætingum hjá Arnari

Í gær setti Arnar Helgi Lárusson þrjú ný Íslandsmet í hjólastólaakstri í Sviss þegar hann keppti 100m, 200m og 800 metra sprettum. Arnar sem hefur verið ytra við æfingar og keppni nánast allan maímánuð á aðeins eina keppni eftir en...

Stór helgi framundan

Í mörg horn verður að líta þessa helgina en strax á morgun hefst alþjóðlegt skautamót í Skautahöllinni í Laugardal en mótið heitir Inclusive Skating og verður opnunarhátíðin í Skautahöllinni kl. 17:00, allir velkomnir! Æfingar og keppni munu standa yfir föstudag, laugardag...

Blue Lagoon bikarinn í sundi 2014


Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Kópavogslaug laugardaginn 7. júní.Skráningar sendist á thor@lsretail.com með cc á if@isisport.isÞeir sem enn hafa ekki fengið skráningargögn geta haft samband við skrifstofu á if@isisport.is eða í síma 5144080.Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn...

Arnar Helgi með fimm ný Íslandsmet í Sviss

Annasöm helgi er að baki hjá Arnari Helga Lárussyni hjólastólakappakstursmanni en hann er nú staddur í Sviss og um helgina setti hann fimm ný Íslandsmet í greininni!Íslandsmet Arnars í Sviss um helgina:200m - 34,55 sek400m - 73,08 sek800m - 2:39,40...

Íþróttasamband fatlaðra er 35 ára í dag

Íþróttasamband fatlaðra er 35 ára í dag en sambandið var stofnað þann 17. maí árið 1979. Hlutverk ÍF    •    Hafa yfirumsjón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir stunda á Íslandi    •    annast útbreiðslu- og fræðslustarf varðandi íþróttir fatlaðra    •    vera fulltrúi...

Arnar og Helgi með ný Íslandsmet í Sviss

Frjálsíþróttamennirnir Arnar Helgi Lárusson og Helgi Sveinsson eru þessa helgina báðir staddir í Sviss við keppni og í gær settu þeir báðir ný Íslandsmet. Arnar Helgi keppti þá í 200m hjólastólaakstri og kom í mark á nýju Íslandsmeti, 34,55 sek....

Opnunarhátið Inclusive Skating 23. maí

Föstudaginn 23. maí næstkomandi verður opnunarhátíð alþjóðlega skautamótsins Inclusive Skating í Skautahöllinni í Laugardal og hefst hún kl. 17:00. Allir velkomnir! Helgina 23. – 25. maí verður haldið skautamót fyrir fatlaða á Íslandi, undir merkjum Inclusive Skating. Framkvæmdaaðilar eru skautadeild...

Aníta fyrst til að synda 1500m

Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram á dögunum þar sem Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, var fyrst kvenna í flokki þroskahamlaðra (S14) til þess að synda 1500m skriðsund. Aníta setti fyrir vikið nýtt Íslandsmet í greininni en hún synti 1500m sundið...

NM hópurinn kemur heim í kvöld

Ísland tók þátt í Norðurlandamótinu í boccia sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Alls sendi Ísland sjö keppendur til leiks en að þessu sinni komust íslensku keppendurnir ekki á verðlaunapall. Íslenski hópurinn kemur heim í kvöld og bítur í...

100 dagar fram að EM í Swansea

Sumarið ber í skauti sér tvö stór Evrópumeistaramót þar sem íslenskir íþróttamenn úr röðum fatlaðra munu láta til sín taka. Í dag eru 100 dagar þangað til Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram í Swansea en EM fatlaðra í sundi...