Fréttir
Góður gangur hjá Pálma í þríþrautinni
Pálmi Guðlaugsson lætur deigan ekki síga en hann hefur verið iðinn við kolann í þríþrautinni upp á síðkastið. Pálmi keppti á tveimur mótum nýverið. Fyrra mótið var TT (time trial) keppni sem haldin var á Krísuvíkurvegi 27. ágúst og byggist...
Tvö ár í Ríó
Síðastliðinn sunnudag voru nákvæmelga tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra hefst í Ríó í Brasilíu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíumót fatlaðra mun fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við rúmlega 4000 íþróttamönnum frá tæplega 180 þjóðlöndum. Keppnisdagarnir verða 12...
40 manna hópur heldur til Antwerpen í fyrramálið
Á morgun heldur 40 manna hópur af stað áleiðis til Antwerpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram. Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum. Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis,...
Íslandsmót ÍF á Seyðisfirði 2.-4. október
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia fer fram á Seyðisfirði dagana 2.-4. október næstkomandi en Íþróttafélagið Viljinn hefur umsjón með mótinu þetta árið.Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá er vanhagar um þau gögn geta haft...
Gerist þú sjálfboðaliði í Ríó?
Skráning er nú hafin fyrir sjálfboðaliða á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra 2016 sem fram fara í Ríó í Brasilíu. Næstkomandi sunnudag, 7. september, eru nákvæmlega tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra hefst en það fer jafnan fram skömmu að Ólympíuleikunum...
Hljóp á nýju heimsmeti
Kim de Roy, setti nýtt óopinbert heimsmet í maraþonhlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst. Kim hljóp maraþonhlaup á besta tíma í sögunni í flokki þeirra sem eru aflimaðir á öðrum fæti fyrir neðan hné. Hann hljóp á tímanum 2:57:06 og...
Gylfi Þór studdi íslenska hópinn úr stúkunni
Stuðningurinn úr stúkunni í Swansea var ekki af verri endanum í gær þegar Arnar Helgi Lárusson keppti í 200m hjólastólakappakstri á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum. Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni var mættur á...
Matthildur fimmta á nýju Íslandsmeti
Það kom í síðustu grein! Nýtt Íslandsmet og það eina á Evrópumeistaramótinu í frjálsum þetta sinni. Metið setti Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, þegar hún kom fimmta í mark í 400m hlaupi í flokki T37. Matthildur hljóp á tímanum 1:12,86 mín....
Matthildur og Arnar á ferðinni í dag
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, opnar daginn fyrir Ísland á Evrópumeistaramótinu í frjálsum er hún keppir í langstökki T37 kvenna. Keppnin hefst kl. 09:40 að staðartíma eða 08:40 að íslenskum tíma. Sjö eru skráðar til leiks í langstökkinu í dag þar...
Matthildur sjötta í langstökki
Keppni í langstökki T37 var að ljúka þar sem Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR, hafnaði í sjötta sæti með lengsta stökk upp á 3,96 metra. Ekki vildi fjögurra metra múrinn gefa sig að þessu sinni en lengsta stökk Matthildar þetta árið...
Arnar tók bronsið í Swansea
Arnar Helgi Lárusson tók í kvöld við bronsverðlaunum í flokki T53 á Evrópumeistaramótinu í Swansea. Í braut kom Arnar fimmti í mark við erfiðar aðstæður, talsverða rigningu og mótvind, en þegar öll kurl voru komin til grafar höfðu ítalskur og...
Morgunstund gefur „gull“ í mund
Það er ekki oft sem skært og glansandi gull bíður við endann á þessu gamla og góða orðatiltæki en í morgun reyndist svo vera þegar íslenski hópurinn dreif sig á fætur í Swansea til þess að sjá Helga Sveinsson taka...
Arnar Helgi hefur keppni í dag
Arnar Helgi Lárusson, Nes, hefur keppni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum í dag þegar hann keppir í 100m hjólastólakappakstri. Keppnin hjá Arnari hefst kl. 16:21 að staðartíma eða kl. 15:21 að íslenskum tíma en Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) er með mótið...
Arnar fimmti skammt frá sínu besta
Arnar Helgi Lárusson varð áðan fimmti í 100m hjólastólakappakstri í flokki T53 á Evrópumeistaramóti fatalaðra í Swansea. Arnar kom í mark á tímanum 18,86 sek. en Íslandsmet hans í greininni er 18,65 sek. Sigurvegarinn var Bretinn Mickey Bushell á 15,58...
Helgi Evrópumeistari!
Helgi Sveinsson, Ármann, er Evrópumeistari í spjótkasti í flokki F42 en hann var rétt í þessu að hafa sigur í greininni á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem nú fer fram í Swansea. Lengsta kast Helga reyndist 50,74 metrar og dugði það til...
EM fatlaðra sett í Swansea
Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum var sett í Swansea í kvöld. Helgi Sveinsson, Ármann, var fánaberi íslenska hópsins við setningarathöfnina en Helgi keppir í spjótkasti. Strax í fyrramálið hefst keppnin en seinni partinn á morgun ríður Helgi á vaðið fyrir...
EM í frjálsum 18.-23. ágúst næstkomandi
Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Swansea í Wales dagana 18.-23. ágúst næstkomandi. Ísland sendir þrjá keppendur á mótið en þeir eru Helgi Sveinsson, Ármann, Arnar Helgi Lárusson, Nes og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR.Hópurinn heldur áleiðis til Wales...
Íslenski hópurinn leystur út með blómum í Leifsstöð
Íslenski sundhópurinn sem keppti á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven kom heim í gær, mánudaginn 11. ágúst. Með í farteskinu voru Evrópumeistaratitill Jóns Margeirs Sverrissonar, bronsverðlaun Thelmu Bjargar Björnsdóttur og fjöldi Íslandsmeta. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Þórður Árni Hjaltested...
Jón Margeir sjötti í fjórsundinu
Ísland hefur nú lokið þátttöku sinni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven í Hollandi. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, átti síðasta sund íslensku sveitarinnar er hann varð sjötti í 200m fjórsundi. Jón kom í bakkann á 2:22,38 mín. sem er nokkuð fjarri...
Jón Margeir Evrópumeistari á nýju Evrópumeti!
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er Evrópumeistari í 200m skriðsundi S14 karla á nýju og glæsilegu Evrópumeti en hann var enda við að landa sigrinum í Eindhoven. Jón kom í bakkann á 1:58,60mín. sem er vitaskuld nýtt Íslandsmet sem og Evrópumet....