Hilmar með brons í Hollandi


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson vann í dag til bronsverðlauna í svigi á opnu alþjóðulegu móti í Landgraaf í Hollandi. Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars sagði að þeir félagar hefðu verið sáttir við fyrstu og þriðju ferð dagsins en ekki eins hamingjusamir með aðra ferðina.


Silfrið var ekki langt undan en heildartími Rússans Alexander Alyabyev var 1:21.05 mín. en heildartími Hilmars í 3. sæti var 1:21.22 mín. Engu að síður brons í hús á þessu fyrsta móti Hilmars vetrartímabilið 2019-2020 á erlendri grundu. Hilmar verður aftur á ferðinni á morgun og tekur þar líkt og í dag þrjár svigferðir.


Mynd/ Þórður Georg: Hilmar á palli á samt gullverðlaunahafanum Aleksei Bugaev og silfurmanninum Alyabyev.