Viðtal: Bergrún hefur leik á HM í dag


Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, hefur í dag keppni á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Dubai. Bergrún keppir í þremur greinum á HM en í dag er það keppni í langstökki í flokki F37 sem hefst kl. 14.03 að íslenskum tíma.


Alls eru níu keppendur í langstökkinu í dag og af þeim er Bergrún með sjötta lengsta stökkið fyrir keppnina í kvöld. Lengstu stökk ársins til þessa eiga Jaleen Roberts frá Bandaríkjunum 5.08m og Xiaoyan Wen frá Kína með 5.18m.


Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni á netinu hjá Paralympic TV á Youtube.


Ifsport.is ræddi við Bergrúnu í gærkvöldi sem leist vel á keppnina sem framundan er í dag: