Róbert með silfur í 200m fjórsundi - Már aftur undir gildandi heimsmeti


Róbert Ísak Jónsson sundmaður frá Firði/SH vann í dag til silfurverðlauna á sameiginlegu Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands en Róbert keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir).


Róbert varð annar í 200m fjórsundi á tímanum 2:10,44 mín á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Ásvallalaug í Hafnarfirði.


Már Gunnarsson frá ÍRB synti aftur í dag undir gildandi heimsmeti á ÍM25 þegar hann kom í bakkann á 33,17 sek í 50m baksundi. Már keppir í flokki S11 (blindir).


Þá setti Þórey Ísafold Magnúsdóttir, ÍFR, Íslandsmet í 50m flugsundi S14 er hún kom í bakkann á 35,76 sek og sló þar með 15 ára gamalt Íslandsmet Báru Bergmann.

Mynd/ Annan mótsdaginn í röð syndir Már Gunnarsson undir gildandi heimsmeti í flokki S11!