Fréttir

Fjögur Íslandsmet á fyrri keppnisdegi Íslandsmótsins

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrri keppnisdegi lauk í dag þar sem fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós.

Stór helgi í vændum: Íslandsmót og formannafundur ÍF

Í dag er formannafundur Íþróttasambands fatlaðra. Fundurinn hefst kl. 17.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Það verður nóg við að vera þessa helgina þar sem Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer einnig fram þessa helgi í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.

Skíðanámskeið ÍF verður haldið í Bláfjöllum 14. - 15. mars 2020

Skíðanámskeið ÍF verður haldið í Bláfjöllum 14. - 15. mars 2020. Umsjón hefur vetraríþróttanefnd ÍF í samstarfi við Einar Bjarnason rekstrarstjóra í Bláfjöllum. Námskeiðið er fyrir þá sem vegna fötlunar þurfa séraðstoð eða sérbúnað, byrjendur sem lengra komna. Kostnaður er kr....

IPC heldur „22 Weeks of Sport“

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur sett saman metnaðarfull myndbönd undir verkefninu „22 weeks of Sport.“ Myndböndunum er ætlað á einni mínútu að kynna það allra helsta sem er að finna í hverri íþróttagrein þar sem keppt er á vegum IPC.

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 22.-23. febrúar

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss fer fram um helgina í Kaplakrika í Hafnarfirði. Tímaseðill mótsins er klár og má nálgast hann hér

Skráning hafin fyrir Íslandsmótin í boccia, borðtennis og lyftingum

Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia, borðtennis og lyftingum fer fram helgina 14.-15. mars næstkomandi. Keppt verður í boccia í Laugardalshöll en í lyftingum og borðtennis verður keppt í Íþróttahúsi ÍFR við Hátún í Reykjavík. Ef einhverja vantar enn skráningargögn...

Nord-HIF og ESB – „All in“ verkefnið

Samstarf Norðurlandanna á svið íþrótta hefur um áratuga skeið verið mjög náið og leitt margt gott af sér, jafnt í íþróttunum sjálfum sem og í ýmsum félagslegum og fjárhagslegum viðfangsefnum. Tugþúsundir íþróttafólks á Norðurlöndunum eiga ógleymanlegar endurminningar sem byggjast á...

Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2020

Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni fara í ár fram dagana 19.-26. júní og svo 26. júní-3. júlí. Um er að ræða tvö vikunámskeið líkt og fyrri ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast í kynningarblaði hér og er skráning hafin.

Glæsilegir fulltrúar Íslands á Youth Summitt, leiðtogaráðstefnu Special Olympics 2020

Dagana 1. - 3. febrúar 2020 tóku þrír Íslendingar þátt í verkefni Special Olympics, Youth Summitt sem var haldið í Östersund í Svíþjóð. Youth Summitt er leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk og byggir á hugmyndafræði um samfélag fyrir alla. Tveir þátttakendur...

Hilmar kveður Slóvakíu með þrenn gullverðlaun og efstur á EC-lista!

Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni í Slóvakíu en í morgun vann hann sín þriðju gullverðlaun við mótið sem er hluti af Evrópumótaröð IPC. Hilmar kom fyrstur í mark í svigkeppninni í morgun með heildartímann 1:50,49 mín. Hilmar vann gull...

Hilmar með annað gull í Slóvakíu!

Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings vann í dag til sinna annarra gullverðlauna í Jasná í Slóvaíku þar sem hluti Evrópumótaraðar IPC fer nú fram. Hilmar hefur nú lokið þremur keppnisdögum af fjórum með ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun í...

Hilmar heldur áfram að rita skíðasöguna: Fyrsta gullið í stórsvigi!

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings var rétt í þessu að vinna til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu skíðamóti! Hilmar var með lokatímann 1:37.23 mín. og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Slóvakanum Martin France sem hafði...

Sundmenn á ferð og flugi í kappi við Tokyo-lágmörk

Frjálsíþróttafólk á leið til Dubai í mars Afrekssundmenn úr röðum fatlaðra höfðu í nægu að snúast um síðustu helgi en þá keppti hluti þeirra á Reykjavik International Games í Laugardalslaug og hluti keppti á Skagerak sundmótinu í Noregi. Árangur íslensku sundmannanna...

Hilmar með silfur í stórsvigi í Jasná

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson landaði áðan silfurverðlaunum í stórsvigskeppni í Jasná í Slóvakíu en keppnin er hluti af Evrópumótaröð IPC í alpagreinum.

Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi

Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklu-menn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur.

Æfingabúðir landsliðshóps ÍF í boccia helgina 25. - 26. janúar 2020

Æfingabúðir landsliðshóps ÍF í boccia fóru fram um helgina í íþróttahúsi Klettaskóla. Æft var stíft báða dagana, enda eins gott að hafa góð tök á boltunum þar sem framundan er NM í Noregi í maí. Á myndinni má sjá íþróttafólkið...

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 22.-23. febrúar

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Kaplakrika dagana 22.-23. febrúar næstkomandi. Skráningargögn og boðsbréf hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Þá sem enn vantar skráningargögn er bent á að hafa samband við if@ifsport.is

Frábært starf hjá Bergrúnu Stefánsdóttur íþróttafræðingi við heilsuleikskólann KÓR

AF HVERJU ERU EKKI FLEIRI ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR AÐ STARFA Í LEIKSKÓLUM?  Nú eru liðin 4 ár frá því ÍF hóf innleiðingu YAP (Young Athlete Project)  á Íslandi. Verkefnið var unnið í samstarfi Special Olympics Int. og háskóla í Boston og allt efni...

Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

Í tengslum við Reykjavík International Games standa, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum.

Nýtt skref stigið hjá körfuboltahópi Special Olympics hjá Haukum í Hafnarfirði

Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í gær. Þar mætti til keppni nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics.  Æfingar hafa verið undir stjórn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur og þarna er á ferð...

4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16