Fréttir

Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum frestað um óákveðinn tíma

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra í samráði við fagteymi ÍF ákvað í dag að fresta Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum sem og Íslandsleikum Special Olympics í frjálsum íþróttum sem fara áttu fram helgina 13.-15. mars næstkomandi.

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnar

Íþróttasamband fatlaðra og Sundsamband Íslands undirrituðu nýverið samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og leitast með því að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður.

Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð í dag fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar hafði sigur í svigkeppni dagsins og að henni lokinn var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi...

Hilmar með sigur í svigkeppni dagsins

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi vann í dag sigur í svigkeppni Evrópumótaraðar IPC sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu. Hilmar var með samanlagðan tíma upp á 1:44,60 mín. og var snöggtum á undan Austurríkismanninum Thomas Grochar sem...

Tíu Íslandsmet í Krikanum! Ármann Íslandsmeistari

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Kaplakrika um helgina en mótið fór fram inni á Meistaramóti Íslands hjá Frjálsíþróttasambandinu. Mótið fór einkar vel fram í sterkri framkvæmd og umgjörð hjá FH. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF þar...

Róbert og Már settu Íslandsmet á Gullmótinu

Hið árlega Gullmót KR í sundi fór fram á dögunum. Nokkrir afrekssundmenn úr röðum fatlaðra kepptu á mótinu en þar settu þeir Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH og Már Gunnarsson ÍRB báðir ný Íslandsmet.

Hákon á leið til Costa Brava

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason, ÍFR, tekur þátt í opna Costa Brava mótinu í marsbyrjun en hann heldur til Spánar þann 3. mars næstkomandi. Um er að ræða 40 punkta mót og von á fremsta borðtennisfólki heims við mótið.

Fjögur Íslandsmet á fyrri keppnisdegi Íslandsmótsins

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrri keppnisdegi lauk í dag þar sem fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós.

Stór helgi í vændum: Íslandsmót og formannafundur ÍF

Í dag er formannafundur Íþróttasambands fatlaðra. Fundurinn hefst kl. 17.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Það verður nóg við að vera þessa helgina þar sem Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer einnig fram þessa helgi í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.

Skíðanámskeið ÍF verður haldið í Bláfjöllum 14. - 15. mars 2020

Skíðanámskeið ÍF verður haldið í Bláfjöllum 14. - 15. mars 2020. Umsjón hefur vetraríþróttanefnd ÍF í samstarfi við Einar Bjarnason rekstrarstjóra í Bláfjöllum. Námskeiðið er fyrir þá sem vegna fötlunar þurfa séraðstoð eða sérbúnað, byrjendur sem lengra komna. Kostnaður er kr....

IPC heldur „22 Weeks of Sport“

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur sett saman metnaðarfull myndbönd undir verkefninu „22 weeks of Sport.“ Myndböndunum er ætlað á einni mínútu að kynna það allra helsta sem er að finna í hverri íþróttagrein þar sem keppt er á vegum IPC.

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 22.-23. febrúar

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss fer fram um helgina í Kaplakrika í Hafnarfirði. Tímaseðill mótsins er klár og má nálgast hann hér

Skráning hafin fyrir Íslandsmótin í boccia, borðtennis og lyftingum

Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia, borðtennis og lyftingum fer fram helgina 14.-15. mars næstkomandi. Keppt verður í boccia í Laugardalshöll en í lyftingum og borðtennis verður keppt í Íþróttahúsi ÍFR við Hátún í Reykjavík. Ef einhverja vantar enn skráningargögn...

Nord-HIF og ESB – „All in“ verkefnið

Samstarf Norðurlandanna á svið íþrótta hefur um áratuga skeið verið mjög náið og leitt margt gott af sér, jafnt í íþróttunum sjálfum sem og í ýmsum félagslegum og fjárhagslegum viðfangsefnum. Tugþúsundir íþróttafólks á Norðurlöndunum eiga ógleymanlegar endurminningar sem byggjast á...

Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2020

Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni fara í ár fram dagana 19.-26. júní og svo 26. júní-3. júlí. Um er að ræða tvö vikunámskeið líkt og fyrri ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast í kynningarblaði hér og er skráning hafin.

Glæsilegir fulltrúar Íslands á Youth Summitt, leiðtogaráðstefnu Special Olympics 2020

Dagana 1. - 3. febrúar 2020 tóku þrír Íslendingar þátt í verkefni Special Olympics, Youth Summitt sem var haldið í Östersund í Svíþjóð. Youth Summitt er leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk og byggir á hugmyndafræði um samfélag fyrir alla. Tveir þátttakendur...

Hilmar kveður Slóvakíu með þrenn gullverðlaun og efstur á EC-lista!

Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni í Slóvakíu en í morgun vann hann sín þriðju gullverðlaun við mótið sem er hluti af Evrópumótaröð IPC. Hilmar kom fyrstur í mark í svigkeppninni í morgun með heildartímann 1:50,49 mín. Hilmar vann gull...

Hilmar með annað gull í Slóvakíu!

Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings vann í dag til sinna annarra gullverðlauna í Jasná í Slóvaíku þar sem hluti Evrópumótaraðar IPC fer nú fram. Hilmar hefur nú lokið þremur keppnisdögum af fjórum með ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun í...

Hilmar heldur áfram að rita skíðasöguna: Fyrsta gullið í stórsvigi!

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings var rétt í þessu að vinna til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu skíðamóti! Hilmar var með lokatímann 1:37.23 mín. og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Slóvakanum Martin France sem hafði...

Sundmenn á ferð og flugi í kappi við Tokyo-lágmörk

Frjálsíþróttafólk á leið til Dubai í mars Afrekssundmenn úr röðum fatlaðra höfðu í nægu að snúast um síðustu helgi en þá keppti hluti þeirra á Reykjavik International Games í Laugardalslaug og hluti keppti á Skagerak sundmótinu í Noregi. Árangur íslensku sundmannanna...

4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16