Fréttir
ÍM50 hefst í Laugardalslaug í dag
Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug hefst í Laugardalslaug í dag. Hér á heimasíðu SSÍ má finnar allar upplýsingar um mótið en sýnt verður frá mótinu á Youtube-rás SSÍ.
Nýárssundmóti ÍF 2021 aflýst
Að tillögu sundnefndar ÍF hefur stjórn sambandsins ákveðið að aflýsa Nýárssundmóti barna og unglinga. Verður þetta í fyrsta sinn sem mótinu er aflýst í rúma þrjá áratugi en þetta skemmtilega mót verður á dagskrá strax aftur í ársbyrjun 2022.
Ísland sendir fimm fulltrúa á EM í Póllandi
Íþróttasamband fatlaðra mun senda fimm fulltrúa á Evrópumeistaramót IPC í frjálsum íþróttum þann 1.-5. júní næstkomandi. Mótið fer fram í Póllandi. Um er að ræða öflugan og glæsilegan hóp sem keppir fyrir Íslands hönd ytra.
Sambandsþingi ÍF frestað um 6-8 vikur
Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur tekið þá ákvörðun að fresta Sambandsþingi um 6-8 vikur. Þingið átti að fara fram þann 17. apríl næstkomandi en vegna gildandi sóttvarna á Íslandi taldi stjórn ráðlegast að fresta þinginu.
Már og Róbert fulltrúar Íslands á EM
Sundmennirnir Már Gunnarsson frá ÍRB og Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti IPC í sundi dagana 16.-22. maí næstkomandi. Mótið átti upphaflega að fara fram sumarið 2020 en var frestað sökum heimsfaraldurs COVID-19. Mótið fer fram í...
HM í skíðaíþróttum 8.-23. janúar 2022
Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fer fram í Lillehammer í Noregi dagana 8.-23. janúar 2022. Þessu móti var frestað fyrr á yfirstandandi ári vegna heimsfaraldurs COVID-19. Mótið verður það stærsta í undirbúningi skíðafólks fyrir Vetrar Paralympics sem fram fara í Peking...
Val keppenda á heimsleika Special Olympics í vetraríþróttum, Kazan, Rússlandi 2022
Næstu heimsleikar Special Olympics í vetraríþróttum fara fram í Kazan, Rússlandi 22.-28. janúar 2022. Upphaflega áttu leikarnir að fara fram í Svíþjóð 2021. Fjármögnun gekk ekki samkvæmt áætlun hjá Svíum og SOI þurfti með stuttum fyrirvara að leita að öðrum...
ÍM50 frestað um óákveðinn tíma
Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug sem fara átti fram dagana 9.-11. apríl næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæða frestunar er eins og flestum ætti að vera kunnugt vegna nýrrar reglugerðar yfirvalda um sóttvarnarráðstafanir.
Skráning hafin á Íslandsmót ÍF í borðtennis
Íslandsmót ÍF í borðtennis 2021 fer fram í íþróttasal ÍFR að Hátúni þann 8. maí næstkomandi. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF.
Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 6. mars í Kaplakrika
Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika laugardaginn 6. mars næstkomandi. Mótið hefst kl. 18.00.
Ekki verður af bocciamóti á vormánuðum
Eftir samráð við aðildarfélög ÍF er ljóst að ekki verður af Íslandsmóti í boccia á vormánuðum. Sá möguleiki var kannaður að halda mót skipt eftir deildum sem myndu fara fram í mismunandi landslhlutum en ákveðið var að snúa frá þeirri...
Íslandsmót ÍF í borðtennis 8. maí
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fer fram laugardaginn 8. maí næstkomandi. Mótið fer fram í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Skráningargögn verða send til aðildarfélaga ÍF um miðjan marsmánuð. Þá er von á fleiri tíðindum bráðlega af mótahaldi ÍF sem...
Sambandsþing ÍF 2021: Fyrsta boðun
Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra verður haldið þann 17. apríl næstkomandi. Nú þegar hefur fyrsta boðun til þings verið send út á aðildarfélög ÍF og héraðssambönd.
Uppfærðar reglur ÍF í boccia vegna COVID-19
Uppfært regluverk ÍF vegna æfinga í boccia hafa tekið gildi í dag og verða í gildi til 17. febrúar 2021. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna, innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar. Hámarksfjöldi á æfingum og keppnum...
Ertu með ábendingu um knattspyrnufélag eða þjálfara sem gefur öllum börnum tækifæri?
Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi er að hefja þátttöku í 3 ára samstarfsverkefni 6 landa þar sem meginmarkmið er að efla íþróttaþáttöku barna með sérþarfir. Markhópur er 6 til 12 ára. Megináhersla er á tvær íþróttagreinar, körfubolta og knattspyrnu en...
Tilslakanir boðaðar á takmörkunum á samkomum frá og með 13. janúar
Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt og reglugerð um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að þróun faraldursins verði ekki á verri veg. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið eru eftirfarandi:
Neyðarástand hafið í Tokyo
Föstudaginn 8. janúar tilkynntu yfirvöld í Tokyo, Japan, um að neyðarástand væri komið á í borginni ásamt fleiri svæðum í Japan. Síðastliðinn föstudag voru 2392 ný tilfelli tilgreind í borginni.
Nýársmóti barna og unglinga frestað
Venju samkvæmt hefur Nýársmót barna og unglinga í sundi farið fram fyrstu helgi hvers árs á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Árið 2021 stóð til að mótið færi fram þann 9. janúar næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 er ljóst að ekki verður hægt...
Jólakveðja ÍF
Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra sendir ykkur kærar jólakveðjur. Með von um farsæld á komandi ári.
HM í skíðaíþróttum frestað til 2022
Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum sem fara átti fram í Lillehammer í Noregi í febrúar 2021 hefur verið slegið á frest til janúarmánaðar 2022. Ástæða frestunarinnar er óvissa vegna COVID-19 faraldursins.