Fréttir

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF hefjast í dag

Í dag hefjast íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra en búðirnar munu fara fram að Laugarvatni næstu daga. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍF stendur að viðlíka búðum en tæplega 20 ungmenni voru skráð í búðirnar.

Minningarpúttmót Harðar Barðdal mánudaginn 24. júní kl. 18.00

Minningarpúttmót Harðar Barðdal verður haldið í Hraunkot Keilir mánudaginn 24 júní kl 18:00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði hjá fötluðum og ófötluðum Allir velkomnir og ókeypis skráning á þetta árlega mót

Hulda, Bergrún og Stefanía keppa á opna ítalska

Frjálsíþróttakonurnar Hulda Sigurjónsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir lögðu í morgun af stað áleiðis til Ítalíu þar sem þær munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum næstu dag.

Þorsteinn mætir sterkum Finna í útslætti á morgun

Heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi stendur nú yfir í Hollandi þar sem Þorsteinn Halldórsson er fulltrúi Íslands við mótið. Með honum í för er Ingi Þór Einarsson annar tveggja yfirmanna landsliðmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Áhugasömum er bent á að hægt er...

Hærra, hraðar, lengra: Íþróttasamband fatlaðra 40 ára

Þann 17. maí síðastliðinn fagnaði Íþróttasamband fatlaðra 40 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu var settur saman heimildarþáttur um mörg af helstu íþróttaafrekum fatlaðra íslenskra afreksmenna. Núna er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni á Youtube-rás Íþróttasambands...

Róbert með Íslandsmet og sex verðlaun á Ítalíu

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur lokið keppni á opna ítalska meistaramótinu í sundi þar sem hann vann til tveggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Þá setti hann eitt Íslandsmet í 100m baksundi (S14, þroskahamlaðir).

Þorsteinn lagður af stað til Hollands á HM

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson lagði af stað í morgun til Hollands þar sem hann mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi. Mótið stendur yfir dagana 2.-10. júní.

Róbert með brons í 200m skriðsundi

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson er búinn að máta sig við verðlaunapallinn á Ítalíu en hann hefur þegar landað bronsverðlaunum í 200m skriðsundi. Róbert synti á tímanum 2.01.16 mín. og hafnaði í 3. sæti.

Róbert Ísak mættur til Ítalíu

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson er nú staddur á Ítalíu þar sem opna ítalska meistaramótið í sundi fer fram. Mótið er liður í World Series mótaröð IPC (International Paralympic Committee).

Kveðjustund - Magnús Helgi Ólafsson sjúkraþjálfari

Mikill vinur okkar hjá ÍF, Magnús Helgi Ólafsson, sjúkraþjálfari lést 20. maí 2019 eftir erfið veikindi. Útförin  fer fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 27. maí kl. 15.00 Það er óhætt að fullyrða að hugmyndir hans í gegnum árin hafi orðið að fjölbreyttum verkefnum...

Íþrótta- og ævintýrabúðir fyrir einstaklinga fædda 2005-2009

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF verða nú haldnar í fyrsta sinn í tilefni af 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Búðirnar verða fyrir einstaklinga fædda á árunum 2005-2009 með áherslu á margskonar íþróttagreinar s.s. sund, frjálsar og boltagreinar.

Hærra, hraðar, lengra á RÚV

RÚV frumsýndi í gærkvöldi þátt um 40 ára sögu Íþróttasambands fatlaðra og þau fjölmörgu afrek sem íþróttafólk með fötlun hefur unnið síðustu fjóra áratugi.

Þórður endurkjörinn formaður: Eva og Geir ný í stjórn ÍF

Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra var að ljúka á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Við þingið var Þórður Árni Hjaltested endurkjörinn formaður ÍF. Tveir nýjir stjórnarmeðlimir voru kosnir til stjórnar í dag en það voru þau Eva Hrund Gunnarsdóttir og Geir...

Kristín, Ólafur og Anna sæmd gullmerki ÍSÍ

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi voru í gær sæmd gullmerki ÍSÍ við 40 ára afmælishóf Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór í Súlnasal á Radisson...

Vel heppnað fertugsafmæli ÍF í Súlnasal

Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 40 ára afmæli sambandsins í Súlnasal á Radisson Blu Hóteli Sögu á afmælisdaginn 17. maí síðastliðinn. Fjölmargir lögðu leið sína í Súlnasal og var einkar gaman að sjá hve margir af fyrrum afreksmönnum Íslands úr röðum fatlaðra...

Íþróttasamband fatlaðra 40 ára í dag

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 40 ára afmæli sínu en þennan dag 1979 var sambandið stofnað. Afmælisárið hefur verið og verður viðburðarríkt en fyrr á þessu ári tók stór hópur Íslendinga þátt í heimsleikum Special Olympics í Abu Dahbi. Þá...

Fjörður bikarmeistari ÍF 2019

Íþróttafélagið Fjörður varð bikarmeistari ÍF í sundi tólfta árið í röð um síðustu helgi. Þetta árið fór mótið fram með breyttu sniði þar sem keppt var um bikartitil ÍF en um leið fór einnig fram flokkamót ÍF.

Öll kurl komin til grafar hjá Róberti og IPC

Opna breska meistaramótið í sundi fór fram í Glasgow á dögunum. Sjö íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu og þeirra á meðal var Róbert Ísak Jónsson sem fékk við mótið afhent verðlaun sem hann vann til á síðasta ári.

Bikar og flokkamót ÍF í sundi 2019

Bikar og flokkamót Íþróttasambands fatlaðra verður haldið 11.–12. maí í sundlaug Laugardals. Mótið fer fram í 25 m laug. Til að öðlast keppnisrétt á mótinu skal sundmaður vera skráður inn með löglegan tíma á sundárinu. Öll félög innan Íþróttasambands fatlaðra...

Asparmótið 2019

Vormót Aspar og Elliða verður haldið í Laugardalslaug sunnudaginn 5. maí. Upphitun hefst klukkan 12:15 og mótið klukkan 13:00.            Keppt verður í eftirtöldum greinum:           Ekki skal skrá hvern sundmann í fleiri en 4 greinar  

1 2 3 4 5 6 7 8