Fréttir

Íslandsmeistaramótið í 50m laug

Íslandsmót ÍF og SSÍ í 50m laug fer fram í Laugardalslaug dagana 8.-10. apríl næstkomandi. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga en skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 22. mars næstkomandi.

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum 26. mars

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði þann 26. mars næstkomandi. Skráningargögn fyrir mótið verða brátt send til aðildarfélaga ÍF.

Uppfærðar boccia-reglur aðgengilegar

Aðildarfélög ÍF eru beðin um að kynna sér nýjustu uppfærsluna á Alþjóðlegu bocciareglunum sem leikið er eftir á Íslandi. Þær má nálgast hér: https://ifsport.is/page/boccia

Forseti alþjóðakraftlyftingasambandsins í heimsókn hjá ÍF

Góðir gestir mættu á skrifstofu ÍF í gær,  mánudaginn 31.janúar 2022.  Það voru þau Gry Ek, formaður KRAFT og Sigurjón Pétursson, fyrrv. formaður KRAFT ásamt Gaston Parage, forseta alþjóðakraftlyftingasambandsins. Það er ljóst að mikill áhugi er hjá Gaston Parage, að efla samstarf og samvinnu alþjóðakraftlyftingasambandsins...

Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri er umsjónaraðili Íslandsmóts ÍF í boccia, sveitakeppni 2022

Íslandsmót ÍF í boccia, sveitakeppni mun fara fram á Akureyri dagana 29. apríl til 1. maí 2022 Lionsklúbburinn Hængur verður umsjónaraðili Íslandsmótsins í boccia  2022.  Lionsklúbburinn Hængur er að bregðast við aðstæðum og koma til móts við iðkendur ÍF sem hafa...

Nýársmóti fatlaðra barna og unglinga slegið á frest

Hinu árlega Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga hefur slegið á frest sökum núverandi stöðu á heimsfaraldri COVID-19.

Framlag Íslendinga vakti mikla athygli á ,,The International Training Workshop" 2021

Special Olympics Iceland og Iþróttasamband fatlaðra taka þátt í þriggja ára verkefni 2021 - 2023 , ,,Project Inclusion through sport of children with intellectual disabilities’ sem styrkt er af EEA & Norway Grant.  Markmið verkefnisins er að vekja athygli og vinna...

Íþróttaskóli ÍFR að hefjast. Öll börn eiga að fá tækifæri til íþróttastarfs

Íþróttaskóli ÍFR hófst laugardaginn 16. okt. 2021 í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Ekkert gjald er fyrir þátttöku í Íþróttaskóla ÍFR Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50 og námskeiðstími er 16. okt. til 11. des. Vinsamlega skráið þátttakendur með tölvupósti til...

Loksins bocciakeppni hjá aðildarfélögum ÍF

 Eftir langa bið komu félagar aðildarfélaga ÍF loksins  saman um helgina á bocciamóti. Það hefur verið stefnt að Íslandsmóti í boccia á Selfossi frá 2019 en mótinu hefur verið frestað aftur og aftur. Fyrirhugað var að halda mótið núna um helgina en taka varð ákvörðun...

Inclusive sports for children with developmental disabilities. ÚTILOKUM EKKI BÖRN FRÁ ÍÞRÓTTUM

Fyrsta verkhluta er lokið og annar verkhluti tekinn við í Evrópuverkefninu; Inclusive sports for children with developmental disabilities. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi leiða verkefnið á Íslandi en hlutverk Íslands er fyrst og fremst stjórnun og ráðgjöf. Verkefnið hefur þó...

Íslandsmót ÍF og SSÍ í 25m laug 12.-14. nóvember

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands í 25m laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 12.-14. nóvember næstkomandi. Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins.

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum, sunnudaginn 7 november

Frjálsíþróttanefnd ÍF hefur staðfest að Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum verða haldnir í haust. Leikarnir verða í Kaplakrika Í Hafnarfirði, sunnudaginn 7. nóvember frá kl. 10.00 til 14 .00 Skráningum þarf að skila fyrir 2 nóvember til Egils Valgeirssonar, formanns frjálsíþróttanefndar ÍF ...

Athyglisverður fyrirlestur Krisztina Agueda. Snemmtæk íhlutun og samspil hreyfiþroska og náms

ÍF hefur frá árinu 2015 unnið að innleiðingu YAP, Young Athlete Project, sem byggir á hreyfiþjálfun ungra barna og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Kristztina Agueda, stofnandi Hreyfilands býr yfir áralangri reynslu á þessu sviði og hefur unnið markvisst með börn með...

Árangursríkt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki nýju samstarfi Félagsmálaráðuneytisins og Íþróttasambands fatlaðra þar sem ÍF hefur fengið tækifæri til að stýra styrkúthlutun til nýrra verkefna.  Íþróttasamband fatlaðra hefur haft umsýslu með styrk frá...

Agata Erna verður eins og drottning á sviðinu í Graz í Austurríki

Nú fer að líða að því að Agata Erna Jack sýnir listir sínar í Graz í Austurríki, þar sem haldnir verða fyrstu heimsleikar Special Olympics í dansíþróttum.  Special Olympics samtökin (SOI) voru stofnuð árið 1968 af Kennedy fjölskyldunni. Á leikum...

Mikið fjör á árlegu minningarmóti Harðar Barðdal

Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram 9. júní 2021 en mótið er skipulagt af GSFI, golfsamtökum fatlaðra á Íslandi. Mótið fór fram í Hraunkoti, æfingasvæði golfklúbbsins Keilis. Sigurður Guðmundsson sigraði í flokki fatlaðra en hvatningarbikar GSFI hlaut Jón Gunnarsson. Metþátttaka...

Undirbúningur kominn í fullan gang fyrir heimsleika Special Olympics í KAZAN 2022

500 íslenskir keppendur hafa fengið tækifæri til þátttöku á Heims- og Evrópuleikum Special Olympics og framundan er næsta stóra  verkefni, Heimsleikar Special Olympics í vetraríþróttum í Kazan, Rússlandi. 6 keppendur frá Skautadeild Aspar sem valdir voru til þátttöku í listhlaupi á...

Íslandsleikar SO í Egilshöll um helgina

Fimleikasamband Íslands heldur þrjú mót um komandi helgi og eitt þeirra verða Íslandsleikar Special Olympics. Mótin fara fram í Egilshöll þar sem Fimleikadeild Fjölnis verður mótshaldari.

Arnar Helgi stórbætir tímana sína og með risaverkefni í vinnslu

Arnar Helgi Lárusson tók þátt í Reykjanesmóti 3N á dögunum þar sem hann stórbætti árangur sinn í handahjólreiðum frá fyrra móti en um var að ræða 30km hjólaleið. Arnar hefur síðustu misseri lagt ofuráherslu á handahjólreiðar en eins og margir...

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10