Fréttir
Eva og Halldór til liðs við stjórn ÍF
Sveinn Áki endurkjörinn á þingi ÍFSautjánda Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra er lokið en þingið fór fram að Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík í dag. Sveinn Áki Lúðvíksson var endurkjörinn formaður ÍF og þá komu ný inn í varastjórn þau Halldór...
Átján Íslandsmet á opna þýska
Opna þýska meistaramótinu í sundi lauk á dögunum þar sem fjölmennur hópur frá Íslandi tók þátt í mótinu. Alls féllu átján ný Íslandsmet í Berlín og tvö ný heimsmet en þar var að verki Fjölnismaðurinn Jón Margeir Sverrisson. Hér að...
Camilla sæmd heiðurskrossi ÍSÍ
Camilla Th. Hallgrímsson fyrrum varaformaður Íþróttasambands fatlaðra var um síðastliðna helgi sæmd heiðurskrossi ÍSÍ á íþróttaþingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Camilla var stjórnarmaður hjá ÍF 1990-2011 og vann mikið fyrir ÍF að málefnum fatlaðra barna og unglinga.Camilla var m.a. fararstjóri...
17. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra
Um helgina fer 17. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Dagskrá þingsins er eftirfarandi:Föstudagur 24. apríl (salur Hekla 2. hæð)19.00 Afhending þinggagna19.15 Kynningar• Skilgreining á Special Olympics og Paralympics (Ólympíumót fatlaðra)• Átaksverkefni um íþróttir barna...
Magnaður árangur Jóns í Berlín!
Opna þýska meistaramótinu í sundi er lokið þar sem Fjölnismaðurinn Jón Margeir Sverrisson fór mikinn. Jón Margeir tók sig til og setti tvö ný heimsmet á mótinu! Síðastliðinn fimmtudag setti Jón stórglæsilegt heimsmet í 200m skriðsundi í flokki S14 og...
Nes með gull og silfur í 1. deild
Nes gerði afbragðsgott mót á Sveitakeppninni í boccia sem fram fór í Kaplakrika dagana 11.-12. apríl síðastliðinn. Nes landaði gull- og silfurverðlaunum í 1. deild og fögnuðu Suðurnesjamenn sigrinum vel og innilega í Hafnarfirði. Lokastaðan á Íslandsmótinu í sveitakeppni í...
Jón tók heimsmetið í 200 skrið að nýju!
Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson er staddur á opna þýska meistaramótinu í Berlín þessa stundina en í dag setti hann nýtt heimsmet í 200m skriðsundi í flokki S14 (þroskahamlaðir). Jón og Ástralinn Daniel Fox hafa bitist um heimsmetið síðustu ár en...
Fyrirlestur með Rudy sem þú mátt ekki missa af!
Þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi mun Rudy Garcia-Tolson halda fyrirlestur í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Fyrirlesturinn fer fram í E-sal á 3. hæð og hefst hann kl. 18:00. Rudy Garcia-Tolson notar gervifætur og hlaupafætur frá Össuri og hefur tekið þátt í þremur...
Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis
Keppni í borðtennis á Íslandsmóti ÍF fór fram í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, var í fantaformi og vann til þriggja Íslandsmeistaratitla.Jóhann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik ásamt Viðari Árnasyni úr KR og þá varð Jóhann...
Metaregn á Íslandsmótinu í Kaplakrika!
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra hófst í gærkvöldi í Kaplakrika en mótið er í samstarfi ÍF og Íþróttafélagsins Fjarðar. Fyrsta keppnisgrein á dagskrá var venju samkvæmt Íslandsmótið í frjálsum íþróttum og þar mættu íþróttamenn klárir í slaginn því um metaregn var að...
Við lofum suddalegu stuði
Ingvar Valgeirs og Hlynur Ben munu stýra Lokahófi ÍF sunnudaginn 12. apríl næstkomandi en hófið fer fram í Gullhömrum í Grafarvogi. Ingvar lofar suddalegu stuði að eigin sögn: „Hlynur er mesti stuðbolti í geimnum en með okkur verða Binni bassaleikari og...
Tímasetningar Íslandsmótsins og lokahófið í Gullhömrum
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum og lyftingum fer fram helgina 10.-12. apríl næstkomandi. Keppni í boccia, frjálsum og lyftingum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði en keppni í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í...
Eitt Íslandsmet komið í Glasgow
Sex íslenskir sundmenn úr röðum fatlaðra standa nú í ströngu á Opna breska sundmeistaramótinu sem fram fer í Glasgow í Skotlandi. Þegar hefur fallið eitt nýtt Íslandsmet á mótinu en keppendur frá Íslandi ytra eru eftirfarandi:Jón Margeir Sverrisson - FjölnirHjörtur...
Kynningarfundur laugardaginn 28. mars
(Arnar Helgi Lárusson)Laugardaginn 28. mars næstkomandi mun Íþróttasamband fatlaðra standa að kynningarfundi í Laugardal um búnaðarbyltinguna svokölluðu í íþróttum fatlaðra á Íslandi. Í stórauknum mælihin síðari ár hafa íþróttamenn úr röðum fatlaðra varðað leiðina í svokölluðum búnaðargreinum eða íþróttagreinum þar...
ÍF og Atlantsolía á fullu gasi fram yfir Ríó
Íþróttasamband fatlaðra og Atlantsolía hafa endurnýjað styrktar- og samstarfssamning sinn og mun hann gilda fram yfir Paralympics sem fram fara í Ríó í Brasilíu 2016. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá sambandinu og því áframhaldandi samstarf við Atlantsolíu afar mikilvægt. Sveinn...
Tíu ný Íslandsmet á ÍM50
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á mótinu, fimm einstaklingsmet og fimm met í boðsundi. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra...
Áríðandi skilaboð vegna Íslandsmóts ÍF í sundi
Kæru aðildarfélög ÍF, forráðamenn og þjálfararVegna Íslandsmóts ÍF í sundi sem fram fer í Laugardalslaug n.k. laugardag og sunnudag biðjum við fólk vinsamlegast að fylgjanst grannt með verðurspá og ekki taka áhættu í ferðum milli staða. Varðandi laugardaginn þar sem upphitun...
Lokakeppnisdagurinn runninn upp í Kanada
Þá er lokakeppnisdagurinn á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum runninn upp. Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, mun taka þátt í lokagrein mótsins en svigkeppnin fer þá fram í dag og seinna í kvöld lokahátíð mótsins.Svigkeppnin hefst kl. 10:00 að staðartíma (fyrri ferð)...
Íslandsmót ÍF í 50m laug um helgina
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Laugardalslaug um helgina (14.-15. mars).Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Laugardagur 14. mars: Upphitun 13:00 og keppni hefst kl. 14:00Sunnudagur 15. mars: Upphitun 09:00 og keppni hefst kl. 10:00
HM lokið hjá Jóhanni
Þátttöku Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar á heimsmeistaramótinu í alpagreinum er lokið en í dag á þessum síðasta keppnisdegi mótsins fór keppni í svigi fram. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en fjöldi skíðamanna féll úr leik í þessari fyrri umferð.Jóhann féll snemma í...