Fréttir
Eyþór lauk keppni í Peking með 5 sekúndna bætingu
Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en hann varð tólfti í undanrásum í 100m. baksundi í dag og komst því ekki inn í úrslit. Eyþór komst inn á Ólympíumótið á sínum besta tíma sem var...
Eyþór: Stefni á gull 2012
Sundgarpurinn Eyþór Þrastarson hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en hann stóð sig frábærlega á mótinu og bætti tímana sína verulega í 400m. skriðsundi og 100m. baksundi. Hann sagði í stuttu samtali við heimasíðuna að nú væri stefnan...
Jón Oddur fimmti í 100m. hlaupinu
Spretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson varð í dag fimmti í 100m. hlaupi í flokki T 35 á Ólympíumótinu í Peking. Óhætt er að segja að hlaupið hafi verið eftirminnilegt þar sem fjórir hlauparar voru undir heimsmetinu. Jón Oddur kom í mark...
Jón Oddur: Eins og í Gladiator
Jón Oddur Halldórsson hafnaði í 5. sæti í 100m. spretthlaupi í flokki T 35 á Ólympíumóti fatlaðra í dag þegar hann kom í mark á tímanum 13.40 sek. Árangurinn var hans næstbesti á ferlinum og var kappinn sáttur við niðurstöðuna....
Frábært aðstoðarfók Íslands í Peking
Ólympíuþorpið í Peking sér vel um íbúa sína og er málum þannig háttað að hver þjóð fær ákveðinn fjölda aðstoðarmanna eftir því hversu margir keppendur fylgja þjóðinni. Ísland datt svo sannarlega í lukkupottinn þegar aðstoðarmönnum var úthlutað en fimm manna...
Eyþór syndir á annarri braut í dag
Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson hefur keppni í dag á Ólympíumóti fatlaðra er hann keppir í undanrásum í 400m. skriðsundi. Eyþór er í seinni undanrásum og syndir á annarri braut. Hann synti á 5:25.90 mín. og náði þannig lágmörkum inn á mótið...
Eyþór í úrslit!
Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson er kominn í úrslit í 400m. skriðsundi á Ólympíumótinu í Peking en Eyþór keppir í flokki S 11 sem er skipaður alblindum keppendum. Eyþór lauk sundinu á 5.11;54 mín. sem er mikil persónuleg bæting og ánægjuleg fyrir...
Sparkvallaverkefni Íþróttasambands Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands 2008
Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 en tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu. Allir aldurshópar velkomnir. Ákveðið hefur verið að standa fyrir sparkvallaverkefni IF og KSÍ á Akureyri í samvinnu við...
Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu
Laugardaginn 13. september 2008 verða haldnir Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í Boganum á Akureyri. Íslandsleikar Special Olympics eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands Fatlaðra, Knattspyrnusambands Íslands og aðildarfélaga ÍF á Akureyri. Markmið ÍF og KSÍ er að...
Eyþór hafnaði í áttunda sæti
Úrslitin í 400m. skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra fóru fram í Peking í kvöld þar sem Eyþór Þrastarson var á meðal keppenda. Eyþór varð áttundi í úrslitasundinu og kom í mark á tímanum 5:15,63 mín. en í undanrásum í morgun synti...
Eyþór: Þetta sund í dag, fæðingin, giftingin og dauðinn
Sundkappinn 17 ára gamli Eyþór Þrastarson var að vonum kátur með árangurinn sinn í 400m. skriðsundi í dag þegar hann hafnaði í 8. sæti á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Eyþór setti persónulegt met þegar hann synti á tímanum 5:11,54 í...
Yfirlýsing frá Íþróttasambandi fatlaðra
Í tilefni af skrifum DV 9. september 2008 vill Íþróttasamband fatlaðra taka fram að sú hefð hefur skapast að bjóða einum ráðherra ríkisstjórnarinnar á Ólympíumót fatlaðra. Íþróttasamband fatlaðra óskaði eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, Félags- og tryggingamálaráðherra yrði heiðursgestur Ólympíumóts fatlaðra...
Baldur jafnaði Íslandsmetið í Peking
Tvö heimsmet voru slegin í dag þegar Baldur Ævar Baldursson keppti í langstökki á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Baldur hafnaði í 7. sæti af 13 keppendum en keppt var sameiginlega í tveimur fötlunarflokkum, F 37 og F 38. Baldur stökk...
Baldur: Gerði það sem ég ætlaði mér
Langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson frá Ólafsfirði varð sjöundi á Ólympíumótinu í Peking í dag og jafnaði Íslandsmet sitt í greininni er hann stökk 5,42 metra. Heimasíðan lagði nokkrar laufléttar spurningar fyrir Baldur sem rétt eins og Sonja er staðráðinn í...
Flott sund hjá Sonju sem lokið hefur keppni í Peking
Sonja Sigurðardóttir reið í dag á vaðið á Ólympíumóti fatlaðra í Peking þegar hún tók þátt í 50m baksundi í Vatnsteningnum víðfræga. Sonja kom í mark á tímanum 57,90 sek. sem er hennar besti tími í tæp tvö ár. Sonja hafnaði...
Strax farin að huga að London
Sonja Sigurðardóttir var kát í bragði eftir sundið sitt í dag þrátt fyrir að hafa ekki náð inn í úrslitin í 50m. baksundi. Sonja hafnaði í 10. sæti af 14 á tímanum 57,90 sem er hennar besti tími í tæp...
Össur meitlar Ólympíulið fatlaðra í stein
Í kvöld bauð Össur hf, en hann er einn af helstu stuðningsaðilum ólympíuliðs fatlaðra til kvöldverðar. Þar voru að auki mættir aðstandendur „Team Össur“, sem eru fatlaðir íþróttamenn frá ýmsum löndum sem fá stoðtæki frá Össuri, aðallega gervifætur, auk annars...
Ráðherra bauð íslenska hópnum í veglega veislu
Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra Íslands stóð í dag að veglegu hófi til handa íslensku keppendunum á Ólympíumótinu í Peking. Jóhanna er heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra á Ólympíumótinu og bauð til hófs í sendiherrabústað Íslendinga í samráði við Gunnar Snorra Gunnarsson...
Jón Oddur fór fyrir íslenska hópnum í hreiðrinu
Hu Jinato forseti Kína opnaði í dag formlega Ólympíumót fatlaðra 2008 við magnaða opnunarhátíð í Fuglshreiðrinu í Peking. Spretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson var fánaberi íslenska hópsins en Jón Oddur er eini keppandinn í hópnum sem áður hefur tekið þátt á...
Ísland formlega boðið velkomið í Ólympíuþorpið
Móttökuhátíð Íslands fór fram í Ólympíuþorpinu í dag þar sem Íslendingar voru boðnir velkomnir í þorpið og á Ólympíumót fatlaðra. Athöfnin fór fram á alþjóðasvæðinu í þorpinu þar sem íslenski hópurinn fékk góða gesti í heimsókn. Íslenski sendiherrann Gunnar Snorri...