Fréttir

Mannauður sem ekki verður metinn til fjár

Læknaráð ÍF hefur vakið athygli samstarfsaðila á Norðurlöndum en mjög erfitt hefurreynst að fá lækna til starfa hjá samstarfsaðilum ÍF án þess að til komi mikill launakostnaður. Í læknaráði ÍF hafa starfað sérfræðingar sem lagt hafa sig fram um að...

Met slegið í lyfjaprófunum í Peking

Ólympíumót fatlaðra fór fram í Peking í Kína dagana 6.-17. september á þessu ári oghefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gefið það út að metfjöldi lyfjaprófanahafi farið fram á mótinu. Aðeins þrír einstaklingar stóðust ekki lyfjapróf en allirvoru þeir lyftingamenn og féllu...

Óskað eftir dómurum í sjálfboðastörf á Íslandsmóti

Íþróttafélagið Ösp verður framkvæmdaraðili fyrir Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliða leik í Boccia dagana 25. og 26. október næstkomandi. Keppt verður í Laugardalshöll en um 200 keppendur víðsvegar að af landinu taka þátt í mótinu og keppt verður á 15...

Tveir Íslendingar á EM fatlaðra

Golfsamtök fatlaðra, GSFÍ, ákváðu nú í haust að senda tvo keppanda á EM fatlaðra í golfi sem fram fer á Spáni í nætu viku. Fulltrúar Íslands í mótinu verða Hörður Barðdal og Rudolf Gunnlaugur Fleckenstein. Þeir halda til Spánar á...

ÍF sótti veglegt boð forseta að Bessastöðum

Föstudaginn 3. október síðastliðinn buðu forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff Ólympíumótsförum Íþróttasambands fatlaðra og aðstandendum þeirra til síðdegisveislu að Bessastöðum. Ólafur Ragnar bauð hópinn velkominn á þjóðarheimilið og sagði m.a. í ræðu sinni að sigur þeirra...

Flottar tímabætingar á Fjarðarmótinu

Fjarðarmótið í sundi fór fram sunnudaginn 5. október síðastliðinn í nýrri og glæsilegri innilaug í Hafnarfirði að Ásvöllum. Mótið var það fyrsta sem Íþróttafélagið Fjörður heldur í nýju lauginni og lönduðu heimamenn 15 gullverðlaunum, 6 silfurverðlaunum og 8 bronsverðlaunum. Þrátt fyrir...

Sterkasti fatlaði maður heims 17.-18. október

Dagana 17.-18. október næstkomandi fer fram Sterkasti fatlaði maður heims en mótið fer nú fram í sjötta sinn hér á Íslandi. Arnar Már Jónsson landsliðsþjálfari Íþróttasambands fatlaðra í lyftingum og lyftingaþjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík er forvígsmaður keppninnar og...

Ný heimasíða Special Olympics í Evrópu

Special Olympics í Evrópu hefur höfuðstöðvar sínar í Brussel en 11 ár eru síðan Special Olympics samtökin settu upp skrifstofu í Evrópu. Nú hefur verið sett upp heimasíða Special Olympics í Evrópu en markmið með því er að ná...

Össur safnaði 315.000 kr. til handa ÍF

Reykjavíkurmaraþon Glitnis fór fram á dögunum og venju samkvæmt var fjölmenni sem lét gott af sér leiða við tilefnið. Starfsfólk Össurar hljóp til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og safnaði alls 315.000,- kr. til handa sambandinu. Alls voru það 26 einstaklingar frá Össuri...

Fjarðarmótið sunnudaginn 5. október

Þann 5. október næstkomandi fer fram Fjarðarmótið í sundið í nýju lauginni að Ásvöllum en hún er staðsett við hliðina á íþróttahúsi Hauka. Upphitun hefst kl: 12:00 og mót kl: 13:00. Greinar mótsins eru eftirfarandi:  Grein 1 og 2    50m...

Fjallabyggð heiðraði Baldur og Þór

Langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson frá Ólafsfirði fékk hlýjar móttökur frá Fjallabyggð á dögunum þegar hann var nýkominn heim af Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Formleg móttaka hans var síðastliðinn föstudag en þar var Þór Jóhannsson einnig heiðraður fyrir þátttöku sína á...

Veglegt myndasafn frá Peking

Nýverið lauk Ólympíumóti fatlaðra í Peking en mótið mun vera eitt það stærsta og veglegasta sem nokkru sinni farið hefur fram. Íþróttasamband fatlaðra lét ekki sitt eftir liggja í myndatökunni og nú er komið myndasafn inn á myndasíðu ÍF sem...

Opnunarhátíðin (myndband)

Myndband frá opnunarhátíðinni.

Sonja fékk drottningarmeðferð á múrnum

Þegar keppni lauk hjá Íslandi á Ólympíumóti fatlaðra í Peking tók við þétt skemmtidagskrá og í henni fólst m.a. heimsókn á hinn heimsfræga Kínamúr. Aðstæður til þess að heimsækja Kínamúrinn voru allar hinar bestu, skyggni gott og allir í gönguskónum...

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu

Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu fóru fram á Akureyri 13. September. Verkefnið var í samvinnu ÍF, KSÍ og aðildarfélaga ÍF á Akureyri. Umsjón með undirbúningi höfðu frjálsíþróttanefnd ÍF og knattspyrnunefnd ÍF og KSÍ. Sigrún...

Fjör og flottir taktar á fótboltaæfingu fatlaðra

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ á Akureyri Síðastliðinn sunnudag var haldin sparkvallaæfing fyrir fatlaða á sparkvellinum við Brekkuskóla. Góðir gestir mættu á æfinguna, miðluðu af reynslu sinni og urðu vitni af flottum fótboltatöktum.Jónas L. Sigursteinsson stjórnaði æfingunni en gestkvæmt var á...

Eyþór verður fánaberi Íslands á lokahátíðinni

Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra fer fram í dag þar sem sundmaðurinn Eyþór Þrastarson verður fánaberi Íslands við athöfnina. Kínverjar lofa góðri sýningu rétt eins og á opnunarhátíðinni sem var öll hin glæsilegasta. Hópurinn kemur heim laust fyrir miðnætti þann 18. september...

Stærsta og veglegasta Ólympíumóti sögunnar lokið

Fáir ef einhverjir hefðu stigið á stokk á eftir Frank Sinatra og hvað varðar Ólympíumót fatlaðra í Kína verður erfitt að standa að öðrum eins viðburði og vísast fyrir Breta að bretta upp ermar hið snarasta. Heimamenn í Kína voru...

Þorsteinn: Mikilvægt í reynslubankann

Lyftingamaðurinn Þorsteinn Magnús Sölvason lyfti 115 kg. í -75 kg. flokki í bekkpressu á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en íslenski hópurinn lauk þátttöku sinni á mótinu síðasta sunnudag. Þorsteinn rak smiðshöggið í keppni Íslands hér í Kína en hann stefnir...

Þorsteinn í 12. sæti í Peking

Lyftingamaðurinn Þorsteinn Magnús Sölvason hafnaði í dag í 12. sæti í bekkpressu á Ólympíumóti fatlaðra í Peking í -75 kg. flokki. Þorsteinn lyfti 115 kg. í fyrstu lyftu en næstu tvær lyftur hjá kappanum voru ógildar. Heimamaðurinn Liu Lei vann yfirburðasigur...